Forsíða‎ > ‎Margmiðlunarefni‎ > ‎

999 - 11 maí 2010: John Taylor: um björgunarpakka evrusvæðis

"Allir sjá nú að keisarinn er nakinn"

Mynd; John Taylor, yfirmaður FX Concepts LLC

Bein slóð á viðtal Bloomberg við John Taylor (opnast í vafra, WPM eða álíka forriti): Bloomberg (6 mínútur)

Tengt efni:
Simon Johnson 12. maí 2010: Eighteen months ago, on October 24, 2008, Peter Boone, James Kwak and I published an opinion piece in the Guardian (UK), “Start by Saving the Eurozone“.  We argued that the recession would put a great deal of pressure on the eurozone, because of flaws in its design: Our Eurozone Call In October 2008 And Banking Reform Today


Glærur Simon Johnson frá 4. janúar 2009: The Likely Future of the Eurozone

Þeim björgunarpakka sem ýtt var úr vör eftir neyðarfund í Brussel aðfaranótt mánudagsins 10. maí 2010 - og sem á að bjarga myntbandalagi Evrópusambandsins frá upplausn - mun ekki duga til. 

John Taylor yfirmaður hjá FX Concepts sjóðnum segir að evran sé í útrýmingarhættu og að ekkert hafi breyst með tilkomu billjón dollara björgunarhrings myntbandalagsins. Hann sagði í viðtali að allt sé ennþá við það sama. Skuldir og vandamál Suður-Evrópu eru þarna ennþá og verða ekki leyst á þennan hátt. Það eina sem gagnast Suður Evrópu er að Þýskaland sendi auðæfi sín sem gjafir suður fyrir Alpafjöll. Fleiri og meiri lán hjálpa Suður Evrópu ekki. 

"Ennþá vita menn ekkert um hvaða kvaðir fylgja lánum úr björgunarpakkanum og það mun fyrst koma í ljós eftir nokkra mánuði". Kóngurinn (myntbandalagið) er ekki í neinum fötum, sagði Taylor. Hann heldur að myntbandalagið muni lognast út af. Evrópa mun ekki sameinast í Bandaríki Evrópu eins og til þarf svo sameiginlegur gjaldmiðill geti gengið upp. En ESB keypti sér nokkurra mánaða frið með þessum aðgerðum, sagði Taylor. Já ég trúi því að sum lönd evrusvæðis munu fá sína gömlu myntir aftur.
Ċ
Gunnar Rögnvaldsson,
May 12, 2010, 2:46 PM
Comments