Mín skoðun
Járnkrumlur læsast um Evrópu
Ég sé járnkrumlur embættismannaveldis Evrópusambandsins í Brussel leggja hald sitt á gömlu Evrópu með afli Brusselveldisins sem nú er með nýju stjórnarskrá ESB í rassvasanum. Nú verður henni veifað eins og nýjum fána, en þó fána sem enginn kaus. Eins og sakir standa er þetta embættismannaveldi eini virki herafli Brusselveldisins, en hann er þó alltaf í viðbragðsstöðu, á "high alert". Þegar hinn alvöru vopnaði her Evrópusambandsins er kominn í hendurnar á Brusselveldinu þá er of seint að gera nokkuð. Þá er spilið algerlega tapað.
Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur eða þá að þau eru gerð ógild. Kosið er aftur og aftur ef Samfylkingunni í ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins.
Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd.
En Samfylkingin í ESB vill ekki að þú fáir að vita þetta. Hún og kumpánar hennar eru önnumkafnir við að matreiða þenann rétt utanríkisráðherra Frakklands ofaní þjóðríki Íslands. Öllu skal fórnað.
Njóttu kosta ÍslandsNjóttu þess að á milli Íslands og Evrópusambandsins er hálft Atlantshaf og heill Norðursjór sem verndar Ísland. Þetta hefur oft komið sér afskaplega vel og aldrei háð Íslandi. Njóttu þess að þurfa ekki að búa í sama herbergi og 80 milljón Þjóðverjar og 60 milljón Frakkar, ásamt öllu því lausa sem fylgir í túnfæti margra landa gömlu og þreyttu Evrópu. Sérstaða Íslands er mikill kostur.
Íslandi fór fyrst að vegna vel eftir að landið varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Vöðvar frelsisins þola ekki spennitreyjur á borð við Evrópusambandið. Þá visna þeir og hverfa
|