Pistlar‎ > ‎

Valdataka Brussel

posted Sep 11, 2009, 2:09 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Dec 6, 2013, 6:01 PM ]

Að kjósa þangað til það kemur rétt út úr kosningum í Evrópusambandinu. 

Grein eftir; Doug Bandow, Cato Institute. 
 Hér birt í lauslegri þýðingu Gunnars Rögnvaldssonar. 

Þegar að Evrópusambandinu kemur, þá eru öll kosningaúrslit sem auka völd Brussel álitin sem verandi endanleg úrslit kosninga. En öll kosningaúrslit sem eru andstæð því að aukin völd séu flutt til Brussel eru alltaf álitin sem einungis tímabundin kosningaúrslitúrslit.

Nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins, Lissabon sáttmálinn, er gott dæmi um slíka valdatöku. Meðal annars mun stjórnarskráin færa ábyrgðarhlutverk frá þjóðþingum landa Evrópusambandsins yfir til þings Evrópusambandsins. Fækka málefnum sem krefjast samhljóða samþykkis landanna (þjóðaratkvæðagreiðslur verða óþarfar), skapar forseta sem persónu (í stað þess að skipta embættinu á milli landanna) og skapar utanríkisráðherra til þess að þrýsta utanríkisstefnu heils meginlands í gegn.

Í júní 2008 felldi Írland nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar sem nýja stjórarskráin krefst samhljóða samþykkis allra landanna í ESB svo hún nái að taka gildi, komu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu Íra í veg fyrir að stjórnarskráin gæti tekið gildi. En samt sem áður, þá krefst elíta Evrópu þess að Írar kjósi aftur. Það verður ný þjóðaratkvæðagreiðsla 2. október 2009 á Írlandi.

"Lýðræði þýðir ekki að drekkja eigi röddum þess fólks sem mun þurfa að búa og lifa undir ríkisstjórn stjórnarskrárinnar"


Þingmenn þings Evrópusambandsins vilja nauðugir viljugir ræða óánægju almennings með sambandsríkisstjórn Evrópusambandsins. Síðasti forseti þings Evrópusambandsins, Hans-Gert Poettering, gékk svo langt að leggja til að þaggað yrði niður í “sambandsríkis-andstæðingum” (anti-federalists) með samhæfðum aðgerðum og samstöðu sambandsríkissinna sem þaggað gætu raddir þessara andstæðinga sambandsríkis.

Skoðanakönnun Open Europe hugveitunnar árið 2007 leiddi í ljós að 75% Evrópubúa - og með algerum meirihluta í hverju einasta landi - vildu að allar tilraunir til að færa fleiri og meiri völd yfir til Brussel kæmu til þjóðaratkvæðagreiðslu í öllum löndunum. Það var þessvegna engin furða að fyrrverandi forseti Frakklands, Valery Giscard d'Estaing — og sem átti stóran þátt í að móta hina nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins — skyldi lýsa yfir “þörfinni á að forðast að halda þjóðaratkvæðagreiðslur” um málið.
Þrátt fyrir loforðið um að virða írska neiið þá lýsti einn þingmaður sósíalista á þingi Evrópusambandsins því yfir að ef það kæmi aftur nei frá Írum þá myndi landið standa frammi fyrir “einangrun og annarsflokks” stöðu innan sambandsins. Breski þingmaðurinn Daniel Hannan skrifar að írskur vinur hans hafi sagt honum að “Írland barðist ekki fyrir því að losna undan yfirráðum breska heimsveldisins til þess eins af verða sópað fram og til baka af Belgum.

Spænski ESB kommissarinn Joaquin Almunia hélt því fram að það væri ekki sérstaklega lýðræðislegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um eins “flókin mál” og nýja stjórnarskráin væri. Innanríkisráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, lýsti því yfir að “nokkrar miljónir Íra geti ekki ákveðið mál fyrir 495 miljón Evrópubúa”.

Sumir talsmenn nýju stjórnarskrárinnar lögðu enn fremur til að Írlandi yrði sparkað út úr ESB eða þá að landið yðri fellt alla leið niður í deild “samstarfsríkja”. En flestir þeirra vildu frekar að Dublin yrði beitt þrýstingi svo kosið yðri aftur um þetta sama mál þar í landi.

Til að gera málin ætilegri fyrir Íra hafa sumar ríkisstjórnir í ESB lofað Írum vissum breytingum seinna eða “í framtíðinni”. Samt sem áður lýsti Micheal Martin utanríkisráðherra Írlands því yfir í desember að “við munum ekki fara fram á að írska þjóðin kjósi um sama hlutinn aftur”.

Loforðin sem Dublin fékk frá ESB voru hinsvegar þau að Írum væri lofaðar “ýmsar tilslakanir” inni í framtíðinni, en ekki núna þegar þeir væri að kjósa um stjórnarskránna. Fyrir írska þingmanni sósíalista á Evrópuþinginu, Joe Higgins, er staðfestingarferli stjórnarskrárinnar á Írlandi ein stór “skrúðganga fáránleikans”. Í sama streng tekur Lorraine Mullally frá Open Europe þegar hún segir: “þrátt fyrir langar samningaviðræður og mikið af yfirborðskenndum yfirlýsingum um það að “virða írska neiið” þá hefur ekki einni einustu kommu verið breytt í nýju stjórnarskránni”.

Þessu til viðbótar þá eiga forsetar Tékklands og Póllands eftir að samþykkja þessa nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins. Ef íhaldsflokkur Bretlands mun komast til valda þar í landi áður en staðfestingarferli stjórnarskrárinnar er lokið þá mun það flækja málin því þeir munu líklega afturkalla það sem ríkisstjórn breska verkamannaflokksins hefur nú þegar aðhafst í staðfestingarferlinu.

Oxford prófessorinn Timothy Garton Ash skrifaði í breska blaðið Guardian að “mikilfengleiki þess verks sem við köllum Evrópusambandið - þar sem þjóðir þess eru fæddar í svo miklu blóði - er falinn í því að þær vinni saman í samveldi lýðræðisríkja.

Hann hefur rétt fyrir sér, en röksemdafærsla hans er í mótsögn við hina nýju stjórnarskrá Evrópusambandsins og staðfestingarferli hennar. Lýðræði þýðir ekki að drekkja eigi röddum þess fólks sem mun þurfa að búa og lifa undir ríkisstjórn stjórnarskrárinnar.

Greinin birtist áður í Washington Examiner og í fleiri fréttamiðlum svo og á vef CATODoug Bandow
er "senior fellow" við Cato stofnunina í Bandaríkjunum. Hann sérhæfir sig í utanríkismálum, réttindum og frelsi þegna. Doug Bandow var sérstakur ráðgjafi Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Hann var um tíma ritstjóri Inquiry tímaritsins um stjórnmál og kemur oft fyrir á sjónvarpsstöðvum svo sem  ABC, CBS, NBC, CNN. Bandow hefur skrifað fjölda bóka. Nánar um Doug Bandow á vef CATO 


Comments