EuroChambers og Lissabon 2000 markmið EvrópusambandsinsÞessi markmið Evrópusambandsins sem sett voru í Lissabon árið 2000, oft nefnd Lissabon 2000 markmið ESB mæla svo fyrir að hagkerfi Evrópusambandsins eigi að verða ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins árið 2010. Samtök iðnaðar og verslunar í Evrópu, EuroChambres, ákváðu strax að fylgja eftir framvindu árangurs þessara markmiða og að kynna svo reglulega þann árangur sem Evrópusambandið næði. EuroChambres er félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu og hafa samtökin starfað á vettvangi viðskipta, iðnaðar og efnahagsmála Evrópu síðan 1958. Fyrsta skýrsla EuroChambres kom út árið 2005. Þar kom í ljós að þjóðartekjur þegna Evrópusambandsins árið 2004 voru 18 árum á eftir þjóðartekjum þegna Bandaríkjanna. Þáverandi hagvaxtarhraði Evrópusambandsins þýddi að ef hagkerfi Bandaríkjanna væri fryst á tölum ársins 2004 myndi það taka Evrópusambandið 18 ár að ná þeirri hagsæld sem þegnar Bandaríkjanna nutu árið 2004. Þarna kom einnig fram að framleiðni í hagkerfi Evrópusambandsins var 14 árum á eftir framleiðni bandaríska hagkerfisins, eða sem svaraði til framleiðni í Bandaríkjunum árið 1990. Atvinnuþátttaka þegna Evrópusambandsins var heilum 25 árum á eftir atvinnuþátttöku þegna Bandaríkjanna og enn verra var það hlutfall þjóðarframleiðslu sem hagkerfi Evrópusambandsins fjárfesti í framtíð sinni, þ.e. í rannsóknum og þróun. Slíkar fjárfestingar ákveða að stórum hluta hvort þjóðir verði ríkar eða fátækar í framtíðinni, því þær laða að bestu heila heimsins og besta fáanlega fjármagn. Hér var Evrópusambandið 25 árum á eftir Bandaríkjunum. Næsta skýrsla EuroChambers kom út árið 2007 og mældi aftur árangur Lissabon 2000 markmiða ESB. Þegar hér var komið sögu kom í ljós að bilið milli efnahags þegna Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hafði breikkað enn meira. Þjóðartekjur þegna Evrópusambandsins voru nú 21 ári á eftir, framleiðni hafði versnað miðað við bandaríska keppinautinn og var nú 17 árum á eftir. Sama niðurstaða var fyrir bæði ESB-27 og evrusvæði, nánast enginn munur fannst. Atvinnuþátttaka, rannsóknir og þróun voru nú 28 árum á eftir Bandaríkjamönnum. Þjóðartekjur á hvern þegn voru nú 22 árum á eftir þjóðartekjum á hvern þegn í Bandaríkjunum | Tímamælingar EuroChambers (Time Distance Benchmarking) Hvað mun það taka langan tíma fyrir Evrópusambandið að ná hagsæld Bandaríkjanna Meira hér |
Samtök >