Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

8 evrópskir stórbankar mynda ESB þrýstihóp

posted Jan 21, 2009, 11:15 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 21, 2009, 11:39 PM ]
Að minnsta kosti 8 evrópskir stórbankar mynda þrýstihóp til að mjólka þá hjálp út úr ESB til bankarekstur síns utan ESB og EEA landa sem Ísland fékk ekki til banka sinna innan ESB og EEA

Á meðan Evrópusambandið gerði sitt besta til að knésetja íslenska banka í Evrópusambandinu þá rotta 8 evrópskir stórbankar sig saman í tilraunum til að beita áhrifum sínum til þess að fá Evrópusambandið og seðlabanka Evrópusambandsins til að hjálpa þeim út úr miklum ógöngum í löndum Austur Evrópu. Þetta er gert með tilvísun til hins pólitíska ástands í þessum löndum. Ekki er vitað hvaða lönd er átt við en Financial Times segir að ljóst sé að það er ekki átt við flest þau lönd í Austur Evrópu sem eru í Evrópusambandinu nú þegar.

Bankarnir sem mynda þrýstihópinn eru að minnsta kosti þessir

  • Unicredit og Intesa Sanpaolo frá Ítalíu
  • Erste Bank frá Austurríki
  • Raiffeisen frá Austurríki
  • Société Générale frá Frakklandi
  • Belgíski KBC bankinn
  • Þýski Bayern Landesbank
  • Sænski Swedbank
  • og EFG Eurobank frá Grikklandi
Mynd: eldra skipurit úr eldri gerð áætlunar-hagkerfa 

Comments