Skilaboð frá IMF Vefsetrið Baseline Scenario, sem m.a. er rekið af Simon Johnson sem er fyrrverandi aðalhagfræðingur hjá IMF og núna prófessor við MIT og Peterson Institute, segir að tilkynning IMF á Davos efnahagsráðstefnunni um daginn sé mjög merkileg. En hann segir einnig að tilkynningin sé einungis merkileg fyrir þá sem geta lesið hana og sem einnig kunna túlka skilaboðin frá IMF rétt. IMF segir (undarlega) í tilkynningunni að sjóðurinn hafi næga peninga til umráða. Sjóðurinn ráði nú þegar yfir 250 miljörðum dollara og að hann sé einungis búinn að ráðstafa undir 50 miljörðum af þessu fé. En á sama tíma segir sjóðurinn að hann vanti fleiri peninga. 250 miljarða dollara í biðbót! En hvernig stendur á þessu? Hvað er kanski að gerast? Jú, Simon segir að þetta sé sú aðferð sem IMF notar við að segja við þá sem kunna tungumál IMF að heimurinn sé í mjög alvarlegum vandræðum. En vandræðin eru samt ekki venjuleg eða hefðbundin. Þessvegna segir IMF að það vanti 250 miljarða dollara í viðbót og hann segir einnig í nýjustu spá sinni að hagkerfi Bandaríkjanna verði okay, og að vandamálin í Kína séu ekki "out of control" og að nýmarkaðslönd muni eiga í miklum erfiðleikum, eins og allir gerðu einnig ráð fyrir. En hvað er þá að? Hvað ætlar IMF að gera við 350-450 miljarða dollara og hvar ætlar sjóðurinn að nota þessa miljarða? Jú segir Simon, það þarf að nota þá í löndum sem eru eins rík og Ísland, en bara miklu miklu miklu stærri - og, að þessi lönd séu í Vestur Evrópu. Simon segir að það hafi hjálpað skilningi IMF á vandamálum evrusvæðis að lesa grein hans, writing on the eurozone wall. Sem sagt. Hin virkilega stóru verkefni IMF munu kanski liggja innan í evrusvæðinu. Hver veit. Simon Johnson segir að 500 miljarðar séu ekki nóg. Næsta haust verður þessi tala komin upp í 1 trilljón dollara. Mynd: Skuldastaða banka í Evrópu | Glærur Simon Johnson frá 4, janúar 2009 má lesa hér: Viðstaddur kynninguna var meðal annarra:
Tengt efni:
|
Veitur > Erlent efni >