Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Alþýðuhreyfingin gegn ESB-aðild Danmerkur krefst rannsóknar

posted Apr 27, 2009, 3:11 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Apr 27, 2009, 4:31 AM ]

Vilja að löggjafahlutverk Evrópusambandsins verði rannsakað

Eftir að nýleg athugun í Þýskalandi hefur leitt í ljós að 84 prósent af þeim lögum sem sett voru í Þýskalandi frá 1999 til 2004 komu frá Evrópusambandinu, krefst danska Folkebevægelsen mod EU at rannsakað verði hve mikið Evrópusambandið ráði yfir lagasmíði Danmerkur. "Eins og við upplifum þetta þá hefur ESB fyrir löngu farið yfir strikið. Við sjáum hvað eftir annað að ESB og EF-dómstóll þess hefur krafist að lög danska þingsins séu ógild og lög og reglur ESB séu sett í staðinn og yfir dönsk lög - að ósk Brussel".

Það þóttu talsverð tíðindi í Danmörku þegar aðalforstjóri hins árangursríka danska og alþjóðlega fjárfestingarbanka Saxo-Bank gékk í Folkebevægelsen mod EU. Hann sagðist leggja "mannorð sitt að veði" í baráttunni gegn því að Danmörk gangi í myntbandalag Evrópusambandsins. "Við viljum ekki að "afdalamenn" í mið og suður Evrópu stýri peningamálum dönsku þjóðarinnar. Þau mál eru of mikilvæg til að setja í vald annarra en okkar sjálfra". Í efnahagsspá Saxo Bank fyrir árið 2009 gerir bankinn ráð fyrr að Ítalía geri alvöru úr hótunum sínum og yfirgefi myntbandalagið 

Fyrir nokkru gerði breska Bruges Group úttekt á því hvort Bretland gæti ennþá talist sjálfsætt og fullvalda ríki (sjá: mynd). Útkoman var neikvæð

 

Sjá einnig:Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki? 

Eistland kemst ekki með í myntbandalag ESB fyrr en 2103

Þetta segir lánshæfnismatsfyrirtækið Fitch's rating. Lánstraust Eystrasaltsríkjanna þriggja - Lettland, Litháen, Eistland - er nú svipað og lánstraust íslenska ríkisins, sem þó stendur með hrunið bankakerfi í maga sínum. Ekki er þó bankakerfi þessara ríkja hrunið, ennþá. En munurinn er sá að íslenska ríkið er að tæma magann og þá mun magapína íslenska ríkisins hætta

Fitch's rating heldur því fram að Evrópusambandið muni standa fast á öllum inntökuskilyrðum inn í myntbandalagið því sambandið sé hrætt við að hleypa þar inn nýjum löndum sem eiga á hættu að brotna niður undan hinum efnahagslega og pólitíska sársauka sem því fylgir að uppfylla skilyrðin. Þetta gæti leitt til þess að löndin vilji yfirgefa myntbandalagið aftur og það gæti haft þær afleiðingar að önnur lönd taki uppá því sama

"Fitch believes that the EU authorities remain disinclined to "premature" euro adoption for fear that a country might subsequently find itself unwilling or unable to bear the economic and political cost of adjustment within the euro area, and even possibly seek to leave it, triggering contagion to other countries within the single currency(sjá einnig: Nýja Argentína er í ESB og heitir að minnsta kosti Lettland)

 

Á mannamáli myndi þetta þýða að ESB óttist hrun myntbandalagsins ef svona aðstæður skyldu koma upp. Þegar myntbandalagið var stofnað uppfyllti aðeins eitt land öll inntökuskilyrðin, svo núna er Evrópusambandið hugsanlega orðið reynslunni ríkara

"Öll undirbúningsvinnan við evru var hastverk og lítið sem ekkert var farið eftir skoðunum akademískra hagfræðinga og sérfræðinga á forsendum og skilyrðum fyrir því að svona myntsamstarf gæti heppnast vel. Werneráætlunin frá 1970 var því tekin fram aftur, eftir að hafa verið kistulögð árum saman, stílfærð og sett í framkvæmd. Aðeins eitt land af ellefu uppfyllti öll upptökuskilyrðin þegar ákveðið var hvaða lönd gætu tekið upp evru, nefnilega Lúxemburg, en Werneráætlunin er verk Pierre Werner fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemburgar(sjá: Þrífst frelsið í faðmi ESB og evruAnders Dam forstjóri Jyske Bank heldur ræðu í evrópunefnd danska þingsins

 

Forstjóri Jyske Bank sammála Saxo Bank um ókosti evru

Forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, hefur einnig lýst yfir að hann telji Danmörku best borgið utan myntbandalags Evrópusambandsins. Jyske Bank er næst stærsti banki Danmerkur. Í ræðu sinni fyrir framan evru-nefnd danska þingsins hellti forstjórinn sér yfir röksemdafræslu forsætisráðherra Danmerkur. Hann benti á að fjármálakreppan væri yfirvöldum á evrusvæðinu sjálfum að kenna. Hann benti á að sænska ríkið, sem stendur alveg fyrir utan myntbandalagið, nýtur mun betri og lægri vaxtakjara á lánsfjármörkuðum en öll þau lönd sem eru í myntbandalaginu, þar með talið Þýskaland sjálft (neikvæður vaxtamunur/spread við Þýskaland). "Það kæmi mér ekki á óvart að markaðurinn álykti sem svo að sænska ríkið sé betri skuldari, til legnri tíma litið, en löndin í myntbandalaginu vegna þess að Svíþjóð hefur sína eigin mynt". Þessi mynt Svía, segir Anders, gerir það að verkum að Svíar hafa betri verkfæri til að tryggja að skattatekjur - og þar með greiðslugeta sænska ríkisins - þorni ekki upp í takt við að atvinnuástand versni og útflutningur stoppi vegna lélegrar samkeppnishæfni sem kemur þegar lönd ráða engu um gengi og vaxtastefnu gjaldmiðla sinna.

Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam: "Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki Allir ". Hér er myndbandið af ræðu Anders Dam: 


Video: "euro-høring" frá danska þinginu


Krav om undersøgelse: Hvor meget bestemmer EU? 

Folkebevægelsen mod EUs landsmøde kræver at regering og Folketing iværksætter en uvildig dansk undersøgelse hvor meget EU bestemmer over dansk lovgivning: Læs mere


Tengt efni


Mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland


Í mynd og tölum: Mikilvægi sjávarútvegs


Fitch: Estonia unable to join euro before 2013

Fitch Ratings said yesterday that its sovereign ratings for countries in eastern Europe do not build in any expectation that the EU authorities will allow member states to adopt the euro unless they meet the Maastricht criteria. Fitch: Estonia unable to join euro before 2013

Comments