Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Atvinnuleysi á evrusvæði mældist 9,5% í júlí

posted Sep 4, 2009, 5:55 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Sep 4, 2009, 6:35 PM ]
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Spáni nær þeirri ótrúlegu tölu að mælast 38,4%.  

Atvinnuleysi í ESB mældist 9% og 9,5% á evrusvæði.

Hagstofa ESB birti í vikunni tölur yfir atvinnuleysi í ESB og ríkjum þess fyrir júlí mánuð 2009. Á síðustu 12 mánuðum hefur atvinnuleysi á evrusvæði hækkað um rúmlega 26,6% eða frá 7,5%. Fyrir allt ESB mælist atvinnuleysi núna 9% og hefur hækkað um 28,5% frá 7% fyrir ári síðan. 

Þróunin síðustu 12 mánuði sést hér að neðan

Smellið á fánablöðin til að fara einn mánuð aftur í tímann. Fréttatilkynning Eurostat er viðhengd hér neðst sem PDF skrá

Atvinnuleysi ungmenna

Hjá ungmennum undir 25 ára aldri reyndist mældist atvinnuleysi í júlí 2009 vera 19,7 í ESB 27 löndum og 19,6 á evrusvæði. Hæst var það á Spáni eða heil 38,4% sem er ógnvænlega há tala.

Þróun atvinnuástands ESB og evrusvæðis frá árinu 2000


Mynd: frá Eurostat

Þróunin atvinnuástands flestra landa  evrusvæðis hin síðustu 28 ár


Þessi mynd hér að ofan sýnir 28 ára þróun atvinnuástands í stærsta hagkerfi evrusvæðis, Þýskalandi. Hægt er að skoða samskonar 28 ára tölur fyrir flest lönd evrusvæðis hér

Ċ
Gunnar Rögnvaldsson,
Sep 4, 2009, 6:21 PM
Comments