Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland

posted Jan 9, 2009, 6:29 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 10, 2009, 3:02 PM ]


Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland

Einn stærsti tölvuframleiðandi í heiminum, hið bandaríska fyrirtæki Dell Computer frá Texas - og sem einnig er næst stærsti atvinnurekandi á Írlandi ef starfsmannafjöldi er notaður sem mælikvarði - hefur ákveðið að hætta framleiðslu á Írlandi. Um 2000 manns munu missa vinnuna hjá Dell á Írlandi. Framleiðslan verður flutt út fyrir evruland og til Lodz í Póllandi. Dell Computer hefur staðið fyrir um 5% af innanlandsframleiðslu Írlands og einnig fyrir um 4% af öllum peningaútlátum í Írska hagkerfinu. Eina huggunin fyrir Íra er sú að Dell mun um sinn halda áfram með 2000 manna starfsemi á Írlandi, utan framleiðslugeirans, aðallega í bæjarfélögunum Limerick og Dublin.

Dell Computer var stofnað árið 1984 af Michael Dell sem þá var nemandi við háskólann í Austin í Texas. Michael Dell er einn mesti brautryðjandi heimsins í framleiðslu, sölu og dreifingu tölva á góðu og samkeppnishæfu verði beint til fyrirtækja og neytenda um allan heim. Núna starfa um 88.000 manns hjá Dell á heimsvísu og velta fyrirtækisins er um 61 miljarðar Bandaríkjadalir.

Þetta hefði væntanlega ekki gerst ef Írska pundið hefði ennþá verið gjaldmiðill Írlands því þá hefði gjaldmiðill Íra getað aðlagað sig að efnahagsaðstæðum á Írlandi í stað þess að þjóna Írum sem pólitískur gjaldmiðill Evrópusambandsins, sem er sérhannaður fyrir Þýskaland og Frakkland. Þessi nýi gjaldmiðill Írlands hefur nú hækkað um 100% miðað við gengi stærsta gjaldmiðils heimsins, Bandaríkjadals, frá því árið 2001.

Dell hóf starfsemi sína á Írlandi árið 1987 eða um 11 árum áður en evra varð mynt Íra. Mikill framgangur Írska hagkerfisins hófst um svipað leyti er Írar hófu lækkun skatta í landi sínu og minnkun ofurstærð hins opinbera geira úr 53% af þjóðarframleiðslu Írlands og niður í 34%. Þessi lækkun skatta á Írlandi hefur alltaf mælst illa fyrir hjá stjórnendum Evrópusambandsins sem hafa aðsetur í borginni Brussel í Belgíu. Líklegt er að Írland hafi nú fest sig í vef hagvaxtargildru Evrópusambandsins, eins og öll önnur ríki hafa einnig gert eftir að hafa verið nokkuð lengi í Evrópusambandinu.

Arið 1973 var árið sem Írland gékk í Efnahagsbandalag Evrópu og sem - þrátt fyrir loforð margra forsætisráðherra EB landa - breyttist svo seinna meira í Evrópusambandið og það eftir einungis 20 ára sameiningarferli, árið 1993. Núna er þetta Evrópusamband að fá sína eigin stjórnarskrá, að kröfu embættis- og stjórnmálamanna sambandsins, en þó í andstöðu við marga þegna sambandsins, en þeim verður ekki gefinn kostur á að láta í ljós álit sitt á þessu máli.

Atvinnuleysi á Írlandi er núna 8,7% og hefur aukist um 70% á síðustu 12 mánuðum. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Írlandi er um 18%.

Á síðasta ári fluttu bæði Yahoo og Google Evrópuaðalstöðvar sínar frá ESB og til Sviss. Einnig hafa Aribus flugvélaverksmiðjurnar flutt hluta af starfsemi sinni frá löndum Evrópusambandsins og til Bandaríkjanna vegna hins háa og ósamkeppnishæfa gengi evru

Núna segja margir hagfræðingar að næstum allt Evrópusambandið sé einnig að biðla til Bandaríkjamanna - með því að bíða með nauðsynlegar efnahagsaðgerðir sér til eigin framdráttar - með því að aðhafast lítið sem ekki neitt í eigin húsi og í staðinn bíða eftir að geta selt Bandaríkjamönnum áhöld, vélar og verkfæri til þess að byggja það sem nú á að byggja og bæta innan landamæra Bandaríkjanna á næstunni. Fyrir Evrópusambandið mun því mikið ráðast af því hvernig Bandaríkjamönnum tekst til í sínu heimalandi á næstu árum.

Margir á Íslandi hafa undanfarið eflaust heyrt marga hagfróða menn tala um að seðlabankar séu lánveitendur til "þrautvarna" fyrir banka og fjármálastofnanir í flestum löndum nema á evrusvæðinu. En núna segja margir þekktir hagfræðingar að það sé hagkerfi Bandaríkjanna sem virki sem neytandi heimsins til þrautvarna (e. worlds consumer of last resort). En sjálfur efast ég þó nokkuð um að þetta verði raunin í þetta skiptið því Bandaríkjamenn eru sjálfir staðráðnir í því að stórauka áherslu á sinn eigin útflutning á næstu árum.

The Independent


Tengt efni

Þrífst frelsið í faðmi

ESB og evru? Lestu mig


Írar ræða um gjaldmiðla eins og Íslendingar


Athugasemd John ALLEN á vef David McWilliams


"Good News - Lets Declare a 2nd Republic and default on all our Bank Debts / No Bank Nationalisation


Lets Celebrate and once again believe in ourselves / all the ( borrowed ) electorate wins

We can re-issue a new Irish Euro @on a below euro parity and sterling and continue manufacturing again and producing

We can claim chapter 11 under the sovereign clause in a UN Mandate and re-issue new passports to eligible citizens
"


Meira hér í umræðu á vef Írans David McWilliamsComments