Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU

posted Jan 7, 2009, 12:24 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 7, 2009, 1:21 AM ]
Danska hugveitan Ny Agenda, sem hefur sem markmið að skoða stöðu Danmerkur innan Evrópusambandsins og í hinu alþjóðlega samfélagi og að stuðla að auknu lýðræði í Danmörku, hefur nú birt nýja skýrslu eftir prófessor Jesper Jespersen við háskólamiðstöðina í Hróarskeldu. Titill skýrslunnar er "Dönsk peningastefna í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins".

Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku. Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins.

Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum.

Höfundurinn kemur inná ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að frjálst fljótandi myntir geti stundum verið gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það séu færslur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi sem séu ráðandi á markaði myntarinnar. En höfundir nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu. Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema að alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi eins til dæmis við þær aðstæður sem sáust á Íslandi haustið 2008.

Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni hér á vef NyAgenda (PDF-skrá sem opnast í nýjum glugga)

Um höfund skýrslunnar

Cand. Polit. Jesper Jespersen, f. 1948 
Ph.D. & dr. scient. adm. 
  • Fuldmægtig i Det økonomiske Råds sekretariat, 1995/76 og 1980/84 
  • Ph.d. i international økonomi fra Det europæiske Universitet, Firenze, 1979 
  • Lektor i international finansiering, Copenhagen Business School, 1986 
  • Professor i samfundsøkonomi på Roskilde Universitetscenter, 1996 
  • Medlem af ØMU-udvalget nedsat af Rådet for Europæisk Politik, 2000 
  • Carlsberg fellow, Churchill College, Cambridge University, 2001/02 og 2004/05Um skýrsluna á heimasíðu Ny Agenda
Brot úr skýrslunni
Fleksibel valutakurs-politik.
Her er fastsættelsen af valutakursen bestemt af udbud og efterspørgsel, der igen er bestemt dels af im- og eksportørernes transaktioner, dels af kapitaltransaktioner ind og ud af landet. Centralbanken har ikke ansvaret for at opretholde en bestemt valutakurs og kan derfor i dette mere fleksible valutaregime fastsætte diskontoen under hensyntagen til udviklingen i flere samfundsøkonomiske forhold. For eksempel den indenlandske konjunkturudvikling og udviklingen på betalingsbalancens løbende poster (dvs. import og eksport af varer og tjenester, der også har betydning for produktion og beskæftigelse). Når valutakursen er gjort fleksibel, har det den fordel, at når afsætningen af varer til udlandet svigter, så vil valutaen af sig selv synke i værdi, fordi der simpelthen kommer et mindre udbud af fremmed valuta. I den situation med svigtende eksport og tilløb til lavkonjunktur har centralbanken mulighed for at sætte diskontoen ned, hvilket vil have den dobbelt-gunstige effekt, at det understøtter den indenlandske efterspørgsel samtidig med, at det vil få valutakursen til at falde yderligere til gavn for de udlandskonkurrerende erhverv. 

En frit flydende valuta kan dog blive gjort til genstand for spekulation, hvis de internationale finanstransaktioner dominerer valutahandlen. Et forhold der primært har betydning for de store valutaer f.eks. dollar, euro og yen, der indgår i en række landes valutareserver. Kursen for disse valutaer kan til tider fluktuere ganske kraftigt, hvilket har en forstyrrende indflydelse på planlægningen af import og eksport af varer og tjenester. Mindre landes valutaer bliver der sjældent spekuleret så voldsomt i med mindre helt specielle forhold gør sig gældende, som det var tilfældet på Island i efteråret 2008. 

Kilde: Jesper Jespersen, Introduktion til makroøkonomi, 3.udgave, Djøfs Forlag 2009
Comments