Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Evra: Frankenstein fjármála

posted Apr 22, 2009, 8:11 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Apr 23, 2009, 4:57 PM ]

Stjórnmálamennirnir hafa búið til fjármálalegan Frankenstein í Evrópusambandinu

Þetta segir fransmaðurinn Charles Gave. Hann er einn af stofnendum greiningafyrirtækisins Gavekal sem starfar í Hong Kong. Charles Gave hefur starfað í meira en 40 ár á fjármálamörkuðum. Hann heldur að Evrópa fari verr út úr kreppunni en Bandaríkin. Þetta er einnig nýjasta álit IMF sem spáir 2.8% samdrætti í Bandaríkjunum árið 2009 og 0.0% hagvexti þar árið 2010. Spá IMF fyrir evrusvæðið hljóðar uppá 4.2% samdrátt árið 2009 og 0,4% samdrátt árið 2010. Búast má við að þessi spá verði endurskoðuð og væntingar niðurskrifaðar enn frekar.

"Ég er mjög áhyggjufullur vegna Evrópu. Við höfum ekki ennþá séð það versta í Evrópu og ég hef miklar áhyggjur. Vandamálið er að hagkerfin í Evrópu eru svo ólík". Charles segir að Evran setji allt í mikla hættu. Heldurðu að myntbandalagið sé að hrynja? - spyr blaðamaðurinn. "Ég veit það ekki. En evran er fyrirbæri sem tæknilega getur aldrei virkað. Stjórnmálamennirnir hafa búið til peninga- og fjármálalegan Frankenstein. Löndin reka burt frá hvort öðru. Ábyrgð stjórnmálamannana er að leysa það vandamál. En ég held ekki að við ættum að vænta mikils í þeim efnum"

Charles Gave stofnaði Gavekal með fyrrum aðalritstjóra Financial Times, Anatole Kaletsky  
Mynd dagsins

Hagnaður fyrirtækja í hinum ýmsu kreppum
Þykka línan sem teygir sig lengst niður til vinstri á myndinni er kreppan núna


Þakkir fyrir ábendinguna til Dogshit Reloaded"Stjórnmálamennirnir hafa búið til fjármálalegan Frankenstein í Evrópusambandinu"
Frétt Dagens Industri:
Krónan bjargar Svíþjóð
Att Sverige står utanför euro-samarbetet är vår räddning

Tengt efni

Nesti


"it always takes longer than you think, then happens faster than you can imagine"
Rudiger DornbuschComments