Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Evruaðild mun ekki bjarga efnahag Eistlands

posted Apr 5, 2009, 10:19 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Apr 22, 2009, 3:05 PM ]


Evra mun ekki bjarga efnahag Eistlands. Þetta segir fyrrverandi seðlabankastjóri Eistlands, Bo Kragh. Hann hvetur Eistland til að gera evru ekki að ímynd alls og að yfirvöld ættu að tala af meiri hreinskilni um gengisfellingu EEK.   

"Evran mun ekki bjarga efnahag landsins, hún er meira uppá punt en að hún muni gera gagn. Spyrjið Spánverja, Ítali og Portúgala um hvaða gagn þeir hafa af þessari mynt. Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn og yfirvöld eru svona mikið á móti að tala um gengisfellingu", sagði Bo Kragh. "Eistland ætti að finna nýtt viðmiðunargengi fyrir myntráð sitt, núna er rétti tíminn til að láta mynt okkar fljóta frjálsa. Árið 1992 aflétti sænska ríkisstjórnin bindingunni við EMS gjaldmiðlasamvinnu EEC og sænska krónan féll hratt, en svo jafnaði hún sig aftur og endaði á 17% gengisfellingu. Markaðurinn sá um að finna nýtt gengi og gerir það enn þann dag í dag", sagði Bo Kragh


Baltic Business News

Tengt efni
Eistland


  • Eistland: flatarmál: 45.000 km2
  • Mannfjöldi: 1.340.000
  • Fæðingatíðni 2005: 1,5 barn á æfi hverrar konu
  • Atvinnuþátttaka kvenna 2007: 65,9%
  • Atvinnuleysi í febrúar 2009: 9,9%
  • Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára febrúar 2009: 31,8%
  • Þróun fólksfjölda 2010-2060: þjóðinni mun fækka um ca 15% 


Comments