Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Fjármagnsþurrð á evrusvæði. Ekki hjálpar evran Slóveníu

posted Jan 26, 2009, 3:42 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 26, 2009, 4:20 AM ]
Fjármagnsþurrð á evrusvæði. Ekki hjálpar evran Slóveníu núna. 

Slóvenía tók upp evru þann 1. janúar 2007.

Núna á þetta land í miklum erfiðleikum sökum fjármagnsþurrðar því enginn vill kaupa skuldir af ríkisstjórn Slóveníu. Þetta segja m.a. FT Deutschland og Forbes.  Ríkisstjórn Slóveníu hefur verið að reyna að afla fármagns til þess að geta fjármagnað björgunarpakka til handa efnahags landsins. Ætlunin var að afla eins miljarða evra sem átti að nota til þess að búa til efnahagslegan björgunarpakka. En engir kaupendur af skuldabréfum ríkisins hafa sýnt áhuga. Fjármálaráðherra Slóveníu varar nú við fjámagnsþurrð

Svipað ástand er að myndast í mörgum smærri og stærri löndum myntbandalagsins.

Samkvæmt evruáhugamönnum er þetta það sem átti ekki að geta gerst ef maður væri í þessu myntbandalagi Evrópusambandsins.

Ef þú værir fjárfestir, myndir þú vilja fjárfesta í landi þar sem:

  • ríkið ræður engu um gjaldmiðil landsins 
  • ríkið ræður engu um peningastjórn landsins 
  • ríkið getur ekki fellt gengið og ræður engu um gengið
  • útflutningur bíður afhroð vegna þess að gengið er ósamkeppnishæft
  • lækka þarf laun almennings
  • ríkið er algerlega háð því hvernig gengur í Þýskalandi 
  • ríkið er miðlimur í hnignandi efnahagskerfi sem vantar 194 milljón nýja utanaðkomandi þegna fyrir árið 2035 til þess eins að viðhalda núverandi velferð og vinnuafli hinna 15 eldri landa Evrópusambandsins 


Hönnunarteikning evru
Sameiginleg mynt undir stjórn annarra ríkja?
Banabiti velferðar og efnahagslegs framgangs þjóða?

Bloomberg:
Comments