Global Financial Stability Report Press Conference Tuesday, April 21, 2009 9:00 AM Smellið hér til að horfa. Opnast í WMP, QT eða VLC Slóð á viðkomandi heimasíðu IMF: Webcasts Aðalatriði
| Athyglisvert er að á meðan bæði IMF og OECD fyllast meri og meiri svartsýni þá gerast stjórnmálamenn meira og meira bjartsýnir Mín skoðun Búist við miklum þjóðfélagslegum óróleika í mörgum löndum (social unrest). Vonandi hef ég rangt fyrir mér FT í dag Martin Wolf skrifar í FT í dag að menn ættu að varast að halda að efnahagslegur bati sé í sjónmáli. Það er enginn bati neinsstaðar í sjónmáli. Það eina sem við sjáum er að blæðingin er að minnka - úr slagæðunum - það getur náttúrlega ekki blætt endalaust því það er bráðum ekki til meira blóð í hagkerfunum “The danger is that a turnround, however shallow, will convince the world things are soon going to be the way they were before. They will not be. It will merely show that collapse does not last for ever once substantial stimulus is applied. The brutal truth is that the financial system is still far from healthy, the deleveraging of the private sectors of highly indebted countries has not begun, the needed rebalancing of global demand has barely even started and, for all these reasons, a return to sustained, private-sector-led growth probably remains a long way in the future. “Húsnæði í BNA Það nýjasta um húsnæðismarkaðinn í Bandaríkjunum er að þekktir greinendur eru farnir að gera ráð fyirr 30% verðfalli í viðbót! Menn voru annars farnir að vona að verðfallið væri stöðvað að þó nokkru leyti. En því virðist ekki að heilsa ef marka má þekkta greiningaraðila. Þetta var á CNBC Europe í morgun Muna bóluferlið Ég minni á bólumyndina. Ekki láta blekkjast af klettasyllunum sem eru þarna á leiðinni niður. Klettasylla er ekki flatlendi með grænum grundum. Þetta mun verða sama sagan í mörgum löndum Evrópu. Menn eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvernig Spánskar fjármálastofnanir hafi eiginlega farið að því að fjármagna stærsta boom í mannvirkjagerð í sögunni. Þarna munu reynast stórar hengjur sem eiga eftir að falla |
Veitur > Erlent efni >