Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Mikill óróleiki á gjaldeyrismörkuðum og í hagkerfum evrusvæðis

posted Jan 7, 2009, 2:19 AM by Erlent Innlent
Gjaldmiðlaparið evra/dollar fór í gær og í fyrradag í stærstu tveggja daga gengissveiflu síðan 1999. Evra féll um 4,1% gegn dollar á aðeins tveim dögum. Breska pundið vann einnig á gegn evru í gær. Talið er að aðilar markaðsins séu að búa sig undir næstu vaxtalækkun seðlabanka Evrópu því verðbólga á evrusvæði fellur mun hraðar en menn áttu von á. Fall verðbólgu er áberandi á Spáni því þar hefur verðbólga fallið með ofsahraða úr 5,3% í júlí mánuði og niður í 1,6% í desember. Bent er á þetta sé til marks um hve alvarlegur samdráttur er í spænska hagkerfinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem verðbólga er lægi á Spáni en á evrusvæðinu í heild.

FT Deutschland hefur komist yfir pappíra ætluðum fjármálaráðherrum evrulanda og sem segja að það ríki mikill þeytivindukraftur á milli landa evrusvæðis. Þýskaland sé komið með samkeppnishæfni sem svarar til til þess sem landið hafði áður en sameining austur- og vestur Þýskalands hófst - en á meðan hafa Spánn og Ítalía misst mjög mikla samkeppnishæfni. Skýrslan mælir með því að þessi lönd leiðrétti hina töpuðu samkeppnishæfni sína með niðurskurði og sparnaði. Skýrslunni var dreift til fjármálaráðherra evrulanda sem liður í undirbúningi fyrir næsta Ecofin fund fjármálaráðherranna.

Comments