Neista af jarðsambandi sló loks niður í aðalstöðvar seðlabanka Evrópusambandsins - en bara of seint Væntingar ECB gengisfelldar með 667% Þangað til í gærdag hélt seðlabanki Evrópusambandsins (ECB) því fram að kreppan sem við þekkjum öll svo of vel - kreppan sem hófst með bankakreppu og sem núna er orðin að raunverulegri efnahagskreppu - myndi verða mild og blíð við okkur öll. Þessvegna hefur ECB ekki fengist til að lækka vexti nógu mikið á evrusvæðinu. Þeir eru ennþá óþarflega háir. En í gær kom svo smá neistaflug frá ECB í formi stærstu afskrifta í sögu bankans á væntingum til evrusvæðis fyrir næstu 12-24 mánuðina. Bankinn skar svoleiðis hagvaxtarvæntingar sínar niður tæplega sjöfalt. Fallið í væntunum ESB er nákvæmlega 667% því í síðustu hagspá bankans gerði hann ráð fyrir 0,3% hagvexti árið 2009 og 1,4% hagvexti árið 2010. En núna spáir ESB því að samdráttur verði mínus 1,7 (-1,7%) á þessu ári og 0,6% hagvexti árið 2010. Þetta er stærsta kúvending í sögu bankans. Mínar væntingar Mín eigin skoðun er sú að þetta sé einungis fyrsti vottur af jarðsambandi við raunveruleikann hjá ECB. Þetta á eftir að versna til muna og það er sannfæring mín að t.d. Þýskaland eigi eftir að upplifa 4-6% samdrátt á þessu ári. Nokkur ríki í ESB munu upplifa meira en 10% fall í þjóðarframleiðslu. Og jafnvel mun meira. Flestir gera sér litla grein fyrir hversu illa Þýskalandi mun reiða af í hinum mikla samdrætti í heimsverslun & heimsviðskiptum. Ein veigamikil ástæða Hvað gera ríkisstjórnir þegar þær hjálpa bönkum landa sinna í neyðarástandi - eins og þær eru flestar að gera núna? Þegar ríkisstjórnirnar koma inn og bjarga bankakerfum landa sinna með peningum skattgreiðenda? Jú - það fyrsta sem þær krefjast er: "þið verðið að loka á þátt ykkar erlendis. Hreinsa upp þetta erlenda dót ykkar. Við dælum ekki skattapeningum almennings í að hjálpa erlendum ríkjum". Þetta þýðir að nýmarkaðslöndin munu verða illa úti og loka á framkvæmdir og fjárfestingar og þar með lokast verulega á útflutning Þýskalands og einnig á alla hagvaxtarmöguleika Þýskalands því það er orðið næstum útilokað að örva innanlands-eftirspurn í Þýskalandi. Sá tími er liðinn því þjóðin er orðin svo öldruð og lokar seðlaveskinu strax við minnstu hættumerki í hagkerfinu. Sama saga er á Spáni, Ítalíu og í allri Austur Evrópu. Iðnaðarframleiðsla ESB fellur fram af bjargbrún. Fallið í iðnaðarframleiðslu á milli mánaða og á milli ára í ESB - nokkrar tölur: Frá nóvember 2008 til desember 2008 (einn mánuður) Þýskaland: -4,9% Spánn: -3,5% Frakkland: -1,8% Írland: -10,2% Slóvakía: -12,7% Frá desember 2007 til desember 2008 (12 mánuðir) ESB 27 lönd: -11,5% Evrusvæði 15 lönd: -12% Þýskaland: -12,4% Spánn: -19,6% Ítalía: -14,3% Eistland: -20,7% Svíþjóð: -18,4% | Frá +0,3% til -1,7% á 30 dögum. -667% Hvað næst? Cliffhanger Þróun iðnanarframleiðslu í ESB fram að síðustu áramótum Til umhugsunar Í Kreppunni Miklu féll iðnaðarframleiðsla um 25% frá 1930-1932 - þ.e. á þrem árum. Í sumum Asíulöndum hefur iðnaðarframleiðsla nú þegar fallið meira en þetta - á einu ári! |
Veitur > Erlent efni >