Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Seðlabanki Evrópusambandsins óskar eftir auknum völdum yfir bönkum ESB

posted Jan 6, 2009, 7:46 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 6, 2009, 11:37 PM by Erlent Innlent ]
Varaforseti evrópska seðlabankans ECB, Lucas Papademos, segir í viðtali við þýska viðskiptablaðið Wirtschaftswoche að ECB óski eftir að fá meiri völd til eftirlits yfir bankastarfsemi evrulanda og til að stýra starfsemi þeirra. Einnig óskar ECB eftir að fá meiri völd í ákvarðanatökuferli evrulanda. Gagnrýnendur benda á að þetta þýði að gangi óskir ECB eftir þá munu minni lönd í myntbandalaginu fá enn minni tækifæri til að hafa áhrif á sína eigin tilveru í myntbandalaginu, því það séu einungis stóru og sterku löndin sem raunverulega hafi eitthvað að segja við ákvarðanatökur ECB og muni því leggja línurnar enn frekar fyrir alla. 

Samvinna ekki nóg 

Lucas Papademos segir að sú samvinna sem sé á milli seðlabanka evrulanda núna sé gagnleg en muni ekki virka til lengri tíma litið. Samkvæmt viðtalinu við Lucas Papademos þá eru það einungis 45 bankar í Evrópusambandinu sem standi fyrir 70% af öllum eignum og skuldbindingum í bankakerfum Evrópusambandsins. 

Þess er hægt að geta hér að samkvæmt frétt Berlingske Tidende þann 21. maí 2008 þá hafa danskir bankar og sparisjóðir lýst yfir miklum áhyggjum vegna mikils pappírsflæðis frá Evrópusambandinu. Það séu núna um 208 sjálfstæðar peningastofnanir eftir í Danmörku enn sem komið er. Af þessum 208 stofnunum eru 42 sem kallast "litlir bankar og sparisjóðir". Margir þessara eru yfir 100 ára gamlir. Samkvæmt frétt Berlingske er nýr reglugerðar frumskógur á bankasviði ESB að taka lífið af þessum litlu fyrirtækjum. Þessir litlu bankar og sparisjóðir hafa nefnilega ekki mannskap til að annast sömu stærð pappírsfjalla og stóru bankarnir. Það er ekki gert uppá milli, segja þeir. Litlir bankar og litlir sparisjóðir fá sama skammt og stórir bankar og alþjóðabankar fá.

Comments