Samkvæmt dagblaðinu Sueedeutsche Zeitung gerir þýska ríkisstjórnin sér nú grein fyrir að núverandi björgunarpakkar til handa þýskum bönkum munu ekki bjarga þýska bankakerfinu. Því íhugar ríkisstjórnin nú að þjóðnýta hluta af bankakerfi landsins með valdi. Sinnaskipti ríkisstjórnarinnar segir blaðið að eigi rætur sínar að rekja til bráðaangistar fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbruck, sem óttast að yfirvofandi lánsfjárþurrð í Þýskalandi muni hafa neikvæð áhrif fyrir ríkisstjórnina í komandi sambandsþingkosningum þann 27. september Sagt er að þeir björgunarpakkar sem sendir hafa verið til þýskra banka hafi verið “ókeypis” og muni ekki gagnast landinu neitt og alls ekki auka framboð af lánsfé Ef þessar fréttir reynast réttar munu bankarnir verða þvingaðir til að taka á móti fjármunum frá ríkinu - sem þannig mun eignast ráðandi hlut í þeim - og því á pólitískan hátt geta þvingað og stýrt útlánastarfsemi þýskra banka. Stjórnmálamenn verða þá settir við útlánastýrið í stað bankamanna. Evruaðild virðist ekki hafa hjálpað Þýskum bönkum á neinn hátt hér. Undarlegt. Skyldi þetta hafa getað gerst undir Deutsche Mark í höndum Deutsche Bundesbank. Einhvernveginn efast ég stórlega um það. Efast mjög mikið Í grein minni Seðlabankinn og þjóðfélagið sem birtist í Þjóðmálum síðasta vetur fjallaði ég meðal annars um samskipti seðlabanka Þýskalands við stjórnvöld og stofnendur myntbandalags Evrópusambandsins Ég held að mér sé óhætt að fullyrða hér að samkvæmt stjórnarskrá Þýskalands er þjóðnýting banka bönnuð með lögum þar í landi. Nema að þessu hafi verið breytt nýlega Þess er einnig hægt að geta hér - heilum 10 árum eftir að myntbandalaginu var ýtt úr vör - að samkvæmt hagstofu Evrópusambandsins er meðalverðbólga á evrusvæði nú neikvæð um 0,1%. Þetta þýðir að ennþá uppfylla aðeins 6 af 15 löndum evrusvæðis þá skilmála sem settir voru í upphafi fyrr inngöngu inn í þetta myntbandalag. En það voru skilyrðin um að verðbólga mætti aðeins víkja um 1,5 prósentustig frá meðalverðbólgu þeirra þriggja ríkja með lægstu verðbólguna. En þessi þrjú ríki eru:
Í Lettlandi fellur verðbóga nú um heilt prósentustig í hverjum mánuði | Eurointelligence
Tengt efni Björn Bjarnason sunnudaginn 19. júlí 2009 |
Veitur > Erlent efni >