Veitur‎ > ‎Erlent efni‎ > ‎

Þýskaland þjóðnýtir stærsta banka Þýskalands að hluta til

posted Jan 8, 2009, 9:25 PM by Erlent Innlent   [ updated Jan 8, 2009, 9:58 PM ]
Þýskaland þjóðnýtir stærsta banka Þýskalands, Commerzbank, að hluta til með því að sprauta þar inn 10 miljörðum evra til þess að hjálpa bankanum við reksturinn. Í staðinn fær þýska sambandsríkisstjórnin pappír sem á stendur að hún eigi 25% af bankanum. Áður hafði sambandsríkisstjórnin dælt 8,2 miljörðum evra inn í bankann ásamt ríkisábyrgð sem ábyrgist skuldir Commerzbank fyrir 15 miljörðum evra. Samanlögð fjárfesting þýskra skattgreiðenda í Commerzbank er því komin í 33,2 miljarða evrur eins og er.

Staða þýska bankakerfisins miðað við landsframleiðslu Þýskalands árið 2007 var á síðasta ári þannig að Commerzbank skuldaði sem svarar til 28% af þjóðarframleiðslu Þýskalands á meðan Deutsche Bank skuldaði 86% af þjóðarframleiðslu Þjóðverja.
Comments