Veitur‎ > ‎

Íslenskt efni
Stefna ríkisstjórnarinnar í ESB er stjórnskipulegur óskapnaður

posted May 15, 2009, 2:31 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated May 15, 2009, 3:00 AM ]


Samfylkingin hefur sótt þetta mál af ofurkappi en engri forsjá og er trúandi til alls svo að ná megi aðildarsamningi við framkvæmdastjórn ESB

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, segir að stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum sé stjórnskipulegur óskapnaður, jafnt að formi og innihaldi. 

Hann fer hörðum orðum um stefnuna í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hjörleifur Guttormsson, sem er félagi í Vinstri grænum, segir að fjölmiðlar hafi að vonum fyrst og fremst staldrað við kafla í langri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um Evrópumálin og segir síðan: 

"Í þeim texta er á ferðinni ótrúlegur stjórnskipulegur óskapnaður jafnt að formi og innihaldi, sem helgast eflaust af því að stjórnarflokkana greinir á um grundvallaratriði málsins. Byrjað er á að boða að ákvörðun um aðild Íslands að ESB verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem muni í þjóðaratkvæðagreiðslu greiða atkvæði um samning að loknum aðildarviðræðum. „Utanríkisráðherra“ muni á vorþingi leggja fram tillögu um aðildarumsókn. Með þessum orðum er gert ráð fyrir að aðildarsamningur verði að veruleika . . . 


Ágrip sögu Íslands

posted Apr 19, 2009, 12:45 PM by Gunnar Rögnvaldsson

Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní árið 1944
Þar með höfðu Íslendingar öðlast full yfirráð yfir eigin málum og slitu öll pólitísk tengsl við danska konungsríkið sem Ísland hafði þá verið hluti af síðan 1397 en þar áður norska konungsríkinu frá 1262. Áður en Íslendingar komust undir erlend yfirráð höfðu þeir verið sjálfstætt ríki frá landnámi um 870. Áður en Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu höfðu ýmsir valdahafar í Noregi gert sér vonir um að leggja landið undir sig og jafnvel ráðgert innrásir með hervaldi en ekki látið verða af því

Öll greinin hér: Ágrip sögu Íslands

Björn Bjarnason: Heiður alþingis - heiður Íslands.

posted Apr 5, 2009, 11:43 PM by Gunnar Rögnvaldsson


Björn Bjarnason hélt ræðu á Alþingi. Þetta er sterk ræða og var flutt til varnar Alþingi Íslendinga


"Stoltur  hef ég flutt tvær langar ræður á alþingi síðustu daga, fimmtudaginn 2. apríl og föstudaginn 3. apríl. Lengstu ræður mínar á þingi síðan ég settist þar eftir kosningar 1991 og þær lengstu, sem ég mun flytja á þingi, því að ég gef ekki oftar kost á mér í þingkosningunum.

Stolt mitt byggist á því, að í ræðunum hef ég tekið upp hanska alþingis gegn þeim, sem vega að valdi þess og virðingu. Þessar löngu ræður eru ekki tiltækar enn á vef alþingis en ég mun setja þær hér á síðuna í heild, þegar þær hafa verið skráðar af ræðuriturum þingsins. Fyrri ræðan var 60 mínútna löng og hin síðari 30 mínútur"

Heiður alþingis - heiður Íslands.Úr ræðu Björns Bjarnasonar


Heiður alþingis - heiður Íslands.

. . . .  "Utanríkisráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað, að ekki ætti að halda fast í lögfræðilegan ágreining við Breta og Evrópusambandið vegna framgöngu Breta, ágreiningurinn skyldi leystur á pólitískum forsendum. Nú hafa bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson, en þau hafa gegnt embætti utanríkisráðherra til skiptis síðan í september 2008, hitt David Miliband, utanríkisráðherra Breta, án þess að setja sem skilyrði fyrir fundunum, að Ísland sé tekið af breska hryðjuverkalistanum. 

Einkennandi fyrir báða þessa fundi er, að þar ræða ráðherrar ekki aðeins saman sem formlegir fulltrúar þjóða sinna heldur einnig sem flokksbræður, það er evrópskir jafnaðarmenn. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hitti Alistair Darling einnig á bræðraflokksforsendum fyrir bankahrunið og ræddi við hann um íslensku bankana". . .
. . . Íslenskt fjármálalíf í mikilli hættu vegna ábyrgðarlausrar framgöngu

posted Mar 23, 2009, 8:57 AM by Gunnar Rögnvaldsson

Með misskýrum hætti gerðu erlendir bankamenn starfsmönnum Seðlabankans grein fyrir því að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefði þanist úr, skipulagslítið og ógætilega í því trausti að lánsfjárútvegun yrði ætíð leikur einn. Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabankans vegna fundar með fulltrúum erlendra banka og matsfyrirtækja í febrúar á liðnu ári. Bankastjórar Seðlabankans gerðu ríkisstjórninni grein fyrir þessum áhyggjum.


Davíð Oddsson fráfarandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands 

Erlendir bankar treystu ekki Kaupþingi og Glitni í byrjun árs 2008

posted Mar 23, 2009, 8:55 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Mar 23, 2009, 8:58 AM ]

Erlendir bankar vantreystu Kaupþingi og Glitni og matsfyrirtæki höfðu miklar áhyggjur af Icesave-reikningum Landsbankans. Þetta kom fram á fundum sem starfsmenn Seðlabanka Íslands áttu snemma árs 2008 með fulltrúum erlendra banka og matsfyrirtækja.


Minnisblað Seðlabanka vegna fundar í febrúar 2008Björn Bjarnason í útvarpinu um nýja bók sína: Hvað er Íslandi fyrir bestu?

posted Jan 13, 2009, 11:44 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 14, 2009, 12:10 AM ]

Það var mjög athyglisvert viðal við Björn Bjarnason ráðherra í útvarpinu í gær. Viðtalið var tekið í tilefni þess að út er komin ný bók eftur Björn sem ber tiltilinn: Hvað er Íslandi fyrir bestu?Björn Bjarnason: Ef það er verið að spyrja um afstöðu mína til aðildar Íslands að Evrópusambandinu þá svara ég því tæpitungulaust. Ég er andvígur því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. 

Ég hef kynnst Evrópusambandinu og er í sjálfu sér hlynntur Evrópusambandinu sem stofnun fyrir þau ríki sem eru þar aðilar. En mín kynni af Evrópusambandinu eru þess eðlis að ég tel að okkar hagsmunum sé mjög vel gætt á þann veg sem við höfum gert með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið. Og ég sé fyrir mér að ef við förum lengra að þá muni þetta fara að hafa neikvæðari áhrif og erfiðari áhrif fyrir okkur heldur en við ætlum núna. Og þá er ég að fjalla um stjórnsýsluna, sjálfstæðið og fullveldið og þá þætti en auðvitað eru margir aðrir þættir sem koma til álita og ég er að fjalla um í þessari bók minni.

En grundvallarsjónarmið mitt er það að við eigum ekki að fara inn í Evrópusambandið. 

Þannig að ég svara þeirri spurningu í bókinni og ég er að skrifa þarna um Ísland í hnattvæðingunni sem er ritgerð sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og finnst passa vel inn í þessar umræður núna. Einnig um Schengen-samstarfið, Schengen-samstarfið hefur nú ekki verið mikið skilgreint hér og fjallað um það opinberlega. Þetta er mjög háþróað tæknilegt og lögfræðilegt samstarf sem blasir við fólki við landamæri en er miklu meira heldur en spurningin um það hvort menn geta farið passalausir yfir landamæri. Og síðan eru þarna greinar um Evrópuumræðurnar eins og þær hafa verið að þróast á undanförnum misserum hér á landi.


Hægt er að lesa allt viðtalið við Björn hér á heimasíðu hans


Bókasala Andríkis

Hvað er Íslandi fyrir bestu?
Tengsl Íslands og Evrópusambandsins
Krafan um aðild Íslands að Evrópusambandinu er hávær um þessar mundir. En hvað er Íslandi raunverulega fyrir bestu? Hver er staða Íslands í hnattvæðingunni? Hvaða aðferðum ber að beita við töku ákvarðana um Evrópusamstarfið? Hverra kosta völ eiga Íslendingar í gjaldmiðilsmálum? Við þessar spurningar og margar fleiri glímir Björns Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, í þessari þörfu bók sem geymir valdar greinar hans frá síðustu árum. 

Höfundur:Björn Bjarnason
Útgefandi:Bókafélagið Ugla
ISBN: 978-9979-651-35-2

Trúi því aldrei að þjóðin samþykki afsal auðlinda

posted Jan 1, 2009, 5:20 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 1, 2009, 5:25 AM ]

„Hvers vegna er fiskveiðiauðlindin eina auðlindin sem Evrópusambandið stjórnar sameiginlega?“ spyr Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ, í samtali við vefsíðu sambandsins. Hann segist hafa velt þessu mikið fyrir sér og komist að því að skýringanna sé fyrst og fremst að leita í sögubókum og langvarandi deilum um nýtingu Norðursjávarins. Með því að hafa sameiginlegt forræði mætti forðast að ýfa upp gömul sár.

Hann rifjar upp baráttuna um landhelgina sem lyktaði með því að Ísland færði hana út í 200 mílur árið 1976. „Við háðum harðvítug þorskastríð, einkum við Breta sem voru harðdrægastir. Á þeim 30 árum sem liðin eru frá útfærslunni í 200 mílur var grunnurinn lagður að þeirri velsæld sem Ísland hefur búið við í æ ríkari mæli,“ segir Eiríkur.

Viðskiptavild 15-faldaðist á fjórum árum

posted Dec 19, 2008, 2:38 AM by Gunnar Rögnvaldsson

AMX


Viðskiptavild 15-faldaðist á fjórum árum

Bókfærð viðskiptavild fyrirtækja sem skráð voru í Kauphöllinni 15-faldaðist frá árslokum 2003 til loka síðasta árs. Þetta þýðir að efnahagsreikningur fyrirtækjanna blés út um 869 milljarða króna vegna aukinnar viðskiptavildar.

Umræða um krónu og evru á villigötum

posted Dec 19, 2008, 2:36 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Dec 19, 2008, 2:41 AM ]

Eitt pund af blýi, eitt pund af dún

posted Dec 14, 2008, 4:46 AM by Gunnar Rögnvaldsson

Eitt pund af blýi, eitt pund af dún
Eftir Jakob F. Ásgeirsson
Það eru gömul sannindi og ný að sagan endurtekur sig. Þegar bankarnir voru ríkisvæddir í október sl. höfðu allmargir samband við mig og hvöttu mig til að endurútgefa bók mína, Þjóð í hafti, sem kom út fyrir tuttugu árum. Þegar skyndilega var tilkynnt um gjaldeyrishöft í lok nóvember fjölgaði mjög slíkum áskorunum. Reglugerðin um gjaldeyrishöft er sannarlega eins og endurvarp frá haftaárunum svonefndu, 1930–1960, umfjöllunarefni Þjóðar í hafti. Óvíst er að betra tilefni gefist til endurútgáfu. Besta svarið við háværum kröfum um höft og síaukin ríkisafskipti er nefnilega að benda á reynsluna af þeim – og það er gert í . . .  lesa áfram


1-10 of 17