Veitur‎ > ‎Íslenskt efni‎ > ‎

Björn Bjarnason: Heiður alþingis - heiður Íslands.

posted Apr 5, 2009, 11:43 PM by Gunnar Rögnvaldsson

Björn Bjarnason hélt ræðu á Alþingi. Þetta er sterk ræða og var flutt til varnar Alþingi Íslendinga


"Stoltur  hef ég flutt tvær langar ræður á alþingi síðustu daga, fimmtudaginn 2. apríl og föstudaginn 3. apríl. Lengstu ræður mínar á þingi síðan ég settist þar eftir kosningar 1991 og þær lengstu, sem ég mun flytja á þingi, því að ég gef ekki oftar kost á mér í þingkosningunum.

Stolt mitt byggist á því, að í ræðunum hef ég tekið upp hanska alþingis gegn þeim, sem vega að valdi þess og virðingu. Þessar löngu ræður eru ekki tiltækar enn á vef alþingis en ég mun setja þær hér á síðuna í heild, þegar þær hafa verið skráðar af ræðuriturum þingsins. Fyrri ræðan var 60 mínútna löng og hin síðari 30 mínútur"

Heiður alþingis - heiður Íslands.Úr ræðu Björns Bjarnasonar


Heiður alþingis - heiður Íslands.

. . . .  "Utanríkisráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde ákvað, að ekki ætti að halda fast í lögfræðilegan ágreining við Breta og Evrópusambandið vegna framgöngu Breta, ágreiningurinn skyldi leystur á pólitískum forsendum. Nú hafa bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson, en þau hafa gegnt embætti utanríkisráðherra til skiptis síðan í september 2008, hitt David Miliband, utanríkisráðherra Breta, án þess að setja sem skilyrði fyrir fundunum, að Ísland sé tekið af breska hryðjuverkalistanum. 

Einkennandi fyrir báða þessa fundi er, að þar ræða ráðherrar ekki aðeins saman sem formlegir fulltrúar þjóða sinna heldur einnig sem flokksbræður, það er evrópskir jafnaðarmenn. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hitti Alistair Darling einnig á bræðraflokksforsendum fyrir bankahrunið og ræddi við hann um íslensku bankana". . .
. . . Comments