Veitur‎ > ‎Íslenskt efni‎ > ‎

Eitt pund af blýi, eitt pund af dún

posted Dec 14, 2008, 4:46 AM by Gunnar Rögnvaldsson
Eitt pund af blýi, eitt pund af dún
Eftir Jakob F. Ásgeirsson
Það eru gömul sannindi og ný að sagan endurtekur sig. Þegar bankarnir voru ríkisvæddir í október sl. höfðu allmargir samband við mig og hvöttu mig til að endurútgefa bók mína, Þjóð í hafti, sem kom út fyrir tuttugu árum. Þegar skyndilega var tilkynnt um gjaldeyrishöft í lok nóvember fjölgaði mjög slíkum áskorunum. Reglugerðin um gjaldeyrishöft er sannarlega eins og endurvarp frá haftaárunum svonefndu, 1930–1960, umfjöllunarefni Þjóðar í hafti. Óvíst er að betra tilefni gefist til endurútgáfu. Besta svarið við háværum kröfum um höft og síaukin ríkisafskipti er nefnilega að benda á reynsluna af þeim – og það er gert í . . .  lesa áfram


Comments