Veitur‎ > ‎Íslenskt efni‎ > ‎

Stefna ríkisstjórnarinnar í ESB er stjórnskipulegur óskapnaður

posted May 15, 2009, 2:31 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated May 15, 2009, 3:00 AM ]

Samfylkingin hefur sótt þetta mál af ofurkappi en engri forsjá og er trúandi til alls svo að ná megi aðildarsamningi við framkvæmdastjórn ESB

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, segir að stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum sé stjórnskipulegur óskapnaður, jafnt að formi og innihaldi. 

Hann fer hörðum orðum um stefnuna í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hjörleifur Guttormsson, sem er félagi í Vinstri grænum, segir að fjölmiðlar hafi að vonum fyrst og fremst staldrað við kafla í langri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um Evrópumálin og segir síðan: 

"Í þeim texta er á ferðinni ótrúlegur stjórnskipulegur óskapnaður jafnt að formi og innihaldi, sem helgast eflaust af því að stjórnarflokkana greinir á um grundvallaratriði málsins. Byrjað er á að boða að ákvörðun um aðild Íslands að ESB verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem muni í þjóðaratkvæðagreiðslu greiða atkvæði um samning að loknum aðildarviðræðum. „Utanríkisráðherra“ muni á vorþingi leggja fram tillögu um aðildarumsókn. Með þessum orðum er gert ráð fyrir að aðildarsamningur verði að veruleika . . . 


Comments