Veitur‎ > ‎Íslenskt efni‎ > ‎

Stöðugt fleiri brestir innan Sjálfstæðisflokksins

posted Dec 13, 2008, 4:21 PM by Gunnar Rögnvaldsson
Stöðugt fleiri brestir innan Sjálfstæðisflokksins

Grein Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar í Fréttablaðinu í dag, hefur valdið titringi meðal sjálfstæðismanna. Fram til þessa hafa þeir fóstbræður ekki verið í hópi stuðningsmanna aðildar Íslands að Evrópusambandinu, en svo virðist að þeir hafi breytt um skoðun. Að vísu fara þeir eins og kettir í kringum heitan graut í afstöðu sinni, en megin inntakið er að þeir vilja að sótt verði um aðild og þegar niðurstaða aðildarviðræðna liggur fyrir verði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Smáfuglanir hvísla að grein fóstbræðranna sé merki um að stöðugt fleiri brestir séu að koma í ljós innan Sjálfstæðisflokksins, 

http://www.amx.is/forsida/1135 

Comments