Veitur‎ > ‎

Yfirlit pistla og fréttaskýringa | tilveraniesb.net


Pistill: Goðsagnir um EES-samninginn og "80 prósent" uppspuninn

posted Feb 1, 2011, 5:20 PM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Feb 1, 2011, 6:04 PM ]

Við þurfum að ryðja úr vegi nokkrum goðsögnum um EES-samninginn þannig að vitrænar umræður um þetta mál geti farið fram. Lausleg þýðing á grein Heming Olaussen, formanns Nej til EU, úr norsku. Lesa hér

Samantekt vika 19 og 20 2010

posted May 24, 2010, 10:11 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated May 24, 2010, 10:32 AM ]

Horft yfir sundin og kominn heim
Það er afskaplega gott að vera kominn heim til Íslands eftir 25 ára fjarveru

Verðhrun markaða, óöryggi og svartýni
Útbreidd svartýni og niður á við þrýstingur virðist vera að koma trú, kjark og áhættusókn fjárfesta á kné víða um heim

Þýsk örvænting
Þingið vill fá að sjá "blóð fljóta", sama hverra blóðið er

Ríkisskuldaeldfjall Grikklands
Smávægilegt hagvaxtaráfall í Grikklandi á næstu árum mun ná að skrúfa skuldabyrði gríska ríkisins upp í 170% af landsframleiðslu

Hvað gerðist í Berlín, Brussel, Bundesbank og víðar evru-björgunarhelgina 7. til 9. maí ?
There is a moment of shocked silence, because everyone participating in the conversation knows what this means

Laun þurfa að falla um 20-30 prósent
Launakostnaður í jaðarlöndum evrusvæðis þarf að falla um 20-30 prósent svo hagkerfi þessara landa geti orðið samkeppnishæf við Þýskaland

Lygarar evru-myntbandalagsins
Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt var með harðorða grein í blaðinu í gær undir yfirskriftinni "evrulygarar - hvernig þeir sviku loforð sín"

ECB-seðlabanki Evrópusambandsins féll á fyrsta prófinu
ECB-seðlabankinn er fallinn á fyrsta prófinu, segir Wyplosz

Keisarinn er klæðalaus
6 mínútna langt viðtal við John Taylor

Stutt en athyglisvert viðtal
Var þetta þá eftir allt saman ekki Alan Greenspan að kenna?

Mun Grikkland yfirgefa ESB?
Í gær viðruðu bæði Nouriel Roubini og Michael Woolfolk þann líklega möguleika að gríska vandamálið yrði svo erfitt, þrátt fyrir alla björgunarpakkana, að Grikkland myndi yfirgefa myntbandalagið og ESB

Engin samúð frá Sviss
Zürcher Zeitung segir að evruríkin séu nú að greiða hið hæsta verð fyrir óraunhæft tálsýnar-myntbandalag

Þjóðverjar óttast um myntina
Samkvæmt könnun vilja 59 prósent Þjóðverja að Þýskaland íhugi að taka aftur upp þýska markið

Myntbandalagið er hrunið
Fjármálaráðherra Danmerkur, Claus Hjort Frederiksen, segir með óbeinum orðum að myntbandalag Evrópusambandsins sé hrunið

Var það sjálfur seðlabanki ESB sem verið var að bjarga?
Dr. Marc Faber heldur því blákalt fram að björgunaraðgerðin í gær hafi í raun snúist um að bjarga sjálfum seðlabanka Evrópusambandsins

Keisari án klæða
John Taylor hjá FX Concepts segir að evran sé í útrýmingarhættu

Þýski seðlabankinn var andvígur. Axel Weber: nei!
Axel Weber greiddi atkvæði gegn björgunaraðgerð ECB-bankans og sagði hana vera "áhættusama"

Hvað ef? Hvað ef ECB er raunverulegur Frankenstein?
Hver mun greiða fyrr gjaldþrot seðlabanka Evrópusambandsins ef illa fer?

"Við ætlum að verja evruna sama hvað það kostar" (skattgreiðendur borga)
Þetta sögðu forseti Frakklands og Brussel-embættismenn um helgina

Góður liðsauki bættist við með björtu ljósi vitavarða Evrópuvaktarinnar
Evrópuvaktin hefur opnað vefsetur og viti þeirra lýsir frá og með nú
Samantekt vika 18 2010

posted May 9, 2010, 9:28 AM by Gunnar Rögnvaldsson

Óttinn ræður ríkjum
Það tekur að meðaltali 75 ár eða lengur að breyta landi sínu úr svo kölluðu "nýmarkaðslandi" og yfir í "þróað hagkerfi"

Pottþétt Ponzi kerfi seðlabanka Club Med?
Austurríska dagblaðið Der Standard skrifar að ECB-seðlabanki ESB taki nú á móti grískum ríkisskuldabréfum alveg án tillits til hvort þau hafi náð lágmarks lánshæfniseinkunn hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum eða ekki. Þetta er ábyrgðarlaust hjá ECB-seðlabankanum segir blaðið

Þýsku ríkisstjórninni stefnt í stjórnarskrárréttinn
Fjórir prófessorar í Þýskalandi gáfu út þá yfirlýsingu í gær að þeir ætli draga ríkisstjórnina í stjórnarskrárréttinn þann sama dag sem aðstoð Þýskalands við Grikkland verður samþykkt í þinginu

Tvennir tímar
Þar kom bankastjóri Deutsche Bundesbank, Otmar Emminger, í þáttinn og fræddi viðmælendur um viðhorf þýska seðlabankans til verðbólgu. 

Orð róma og orðrómur verður til. Geðbilun eða hvað?
Úr ýmsum áttum hafði sá orðrómur borist að Spánn væri í þann mund að biðja um 280 þúsund milljónir af evrum frá … tja … frá þeim löndum í myntbandalaginu sem eru minna illa stödd er Spánn er

Leiðin út er í gegnum lokað og læst bankakerfið
Poul Krugman Nóbels hagfræðingur heldur að gríska björgunaraðgerðin muni mistakast

Svört forsíða Handelsblatt
Það er hægt að lýsa sterkri óánægju með ýmsu móti. Eitt stærsta viðskiptadagblað Þýskalands gerði það með því að hafa forsíðu prentuðu útgáfu blaðsins svarta

Seðlabanki Evrópusambandsins fylltur af rusli
Þýska dagblaðið Die Welt sagði að seðlabanki ESB tæki nú á móti ruslpappírum því bankinn ætlar að slaka á kröfum sínum til veðhæfni trygginga fyrir ferskum peningum úr bankanum vegna Grikklands.

Ríkisstjórn Finnlands biður um aukafjárveitingu vegna vaxandi ófærðar á "finnsku leiðinni"
Finnska ríkisstjórnin hefur beiðið um að þingið samþykki aukafjárveitingu á fjárlögum upp á 1,5 milljarð evrur (255 miljarða krónur) sem senda á til Grikklands

Endurreisn þýska Weimarlýðveldisins í allri Evrópu?
Þann fyrsta janúar árið 1981 gekk Grikkland í Efnahagsbandalag Evrópu sem síðan breytti sér sjálft í Evrópusambandið árið 1993. Það eru því liðin heil 29 ár síðan landið gekk í þennan félagsskap sem svo margir hafa sagt að sé svo góður fyrir lönd Evrópu
9,6% atvinnuleysi í Evrópusambandinu í mars 2010 − 10% á evrusvæði

posted May 1, 2010, 11:09 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated May 2, 2010, 1:02 AM ]

Í mars mánuði misstu 123 þúsund manns vinnuna í Evrópusambandinu. 
Atvinnuleysi var mest ERM-landinu Lettlandi (22,3 prósent), evrulandinu Spáni (19,1 prósent), ERM-landinu Litháen (15,8 prósent), ERM-landinu Eistlandi (15,5%), evrulandinu Slóvakíu (14,1 prósent), evrulandinu Írlandi (13,2 prósent). Alls eru rúmlega 23 miljón persónur án atvinnu í ESB.

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri mældist 20,6 prósent í 27 löndum ESB og 19,9 prósent á evrusvæðinu. Mest var atvinnuleysi ungs fólks á Spáni en þar ríkir 41,2 prósent atvinnuleysi hjá ungu fólki. 


Nánari tölur hér: Atvinnuleysi í ESB núna

Samantekt: vika 17 2010

posted May 1, 2010, 10:33 AM by Gunnar Rögnvaldsson

Hefur seðlabanki ESB og myntbandalagið málað sig út í horn?
Evrusvæðið er nú hinn veiki maður heimsins (e. the sick man of the World). Fleiri og fleiri óhagstæð atriði safnast saman. Vandamál myntbandalagsins hófust þegar það var stofnað. Það var stofnað af pólitískum ástæðum, það var fyrsta vandamál þess.

Flutningur og uppfærsla gluggans á næstu vikum
Næstu vikur verða dálítið erfiðar hjá mér vegna búferlaflutninga okkar heim til Íslands. Búast má við að suma daga á næstu vikum gætu skrif mín hérna í gluggann orðið frekar óregluleg tímalega séð - og jafnvel fallið niður einhverja daga. 

Dyrnar að evrópska seðlabankanum að lokast
Ríkissjóður Grikklands er því rétt einni verri Fitch-einkunninni frá því að verða lokaður úti frá ECB-seðlabanka landsins. Sá banki er staðsettur í Frankfürt í Þýskalandi og er í umsjá Brussel og Þýskalands.

Byggt á sandi
Danske Bank skrifaði í gær að grunnur og sökkull myntbandalagsins sé nú óbætanlega skaðaður.

Nýr sannleikur að myndast?
Það er engu líkara en að sú vissa sé að myndast á markaði fyrir skoðanir að nú sé óhætt að segja það sem svo margir vissu alltaf, en fengu ekki leyfi til að segja opinberlega og á prenti.

Mr Papadependencyfreelunchopoulos
Nú tala sumir fjölmiðlar aftur gamla tungumálið. Nú er ekki lengur endilega talað um skuldabréfamarkað "evrusvæðis" heldur um skuldabréfamarkað "Suður-Evrópu".

Gengis Kahn finnur ekki gengið í Grikklandi
AGS fann ekkert gengi né mynt í Grikklandi. Því næst skoðuðu þeir ríkisfjármálin. Þar fann AGS lítið annað en tóman skáp. Brussel er með ríkisbókhald Grikklands núna, því landið er svo fullvalda.

Hvernig vörn er myntbandalagið?
Hraðast vaxandi er áhættan í myntbandalagslöndum Evrópusambandsins. Grikkland fer að nálgast 50/50 líkur á því að fara í þrot. 

Það sem er ekki undir ljósastaurum
Poul Krugman og Robin Wells hafa skrifað bókadóm um nýlega bók Kenneth S. Rogoff og Carmen M. Reinhart (This Time Is Different: Eight Centuries of Financial Folly).

Áfram heldur markaðurinn leitinni
Nú er það Portúgal. Simon Johnson og Peter Boone voru með ágætis grein um hvað mun sennilega gerast næst, fyrir utan og undir ljósastaurum evrulanda

Verður smíðaður björgunarhringur fyrir Grikkland?
Aukin alvara og harka er að færast í umræður um hugsanlegar björgunaraðgerðir evruríkja til handa Grikklandi

Skoðanakönnun Die Welt
Í þýska blaðinu Die Welt var í gær sagt frá því að reiði sé komin upp vegna þess hraða sem krafist er að sé viðhafður svo hægt verði að skipa út peningum þýskra skattgreiðenda til Grikklands strax.

Virkar björgunarhringur ESB í Grikklandi?
Efasemdir eru komnar upp í Þýskalandi og á fleiri stöðum um gagnsemi þess að bjarga Grikklandi frá þroti.

Mikilvægasta vika í lífi myntbandalagsins er nú framundan
Wolfgang Münchau segir í nýrri grein í Financial Times að þessi vika muni ráða úrslitum um hvort hægt verði að takmarka skuldakreppuna við Grikkland

Óskhyggja og vilji er ekki nóg
Brendan Keenan segir í Irish Times að fantasía, reglugerðir og pólitískur vilji geti ekki borið uppi mynt Evrópusambandsins lengur
Samantekt: vika 16 2010

posted Apr 23, 2010, 7:25 PM by Gunnar Rögnvaldsson

Grikkland leitar til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins
Mr. Dominique Strauss-Kahn, Managing Director of the International Monetary Fund (IMF), issued the following statement today on Greece:

Grikkland ætti að yfirgefa myntbandalagið
Öndverðar skoðanir á aðkallandi fjárhagsvanda gríska lýðveldisins geisa meðal þýskra ráðamanna

AGS: Ekki hægt að yfirgefa myntbandalagið
"Það eru engar heimildir til fyrir slíku í neinum sáttmálum myntbandalagsins"

Nýjar tölur yfir taprekstur ríkissjóða evrulanda
Tekjurnar eru fallandi og skuldir aukast hratt. Ríkissjóður Írlands setti met með 14,3% taprekstri

Betri hagspá fyrir allan heiminn nema evrulönd
Spáð er betri hagvexti fyrir alla nema þá eru svo óheppnir að búa á evrusvæðinu

Úr kennslustund Litlu gulu hænunnar
Þeir sem halda ennþá að Evrópusambandið sé "tolla- og efnahagsbandalag" rétti upp hönd. Þetta gæti orðið spurning í kennslustund í sjö ára bekk í barnaskólum Evrópu eftir aðeins nokkur ár. Þeir sem réttu upp hönd fengju annað hvort rétt eða væru reknir út.

Atvinnuástand nýútskrifaðra í Danmörku
Atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra hagfræðinga, lögfræðinga, sálfræðinga, verkfræðinga og álíka starfsheita í Danmörku komið í 26,9 prósent

Mannrán hjá seðlabanka Danmerkur
Í fyrsta sinn hin síðastliðin 25 ár hefur háttsettum starfsmanni verið rænt úr starfi hjá  seðlabanka Danmerkur

ESB-aðför að danska húsnæðislánakerfinu
Þessi breyting á regluverki ESB mun þýða að húsnæðisverð í Danmörku verður sprengt til baka í tíma um 18 ár

Borgarísjaki evrusvæðis
Nýjar ESB reglur munu kosta 40.000 manns vinnuna í DK
Bestu dagar þýskra ríkisskuldabréfa eru búnir. Verið er að flytja áhættu og fjárskuldbindingar annarra ríkja yfir á herðar Þjóðverja. Auðæfi Þýskalands eru ekki ótæmandi. Þetta getur kostað þýska ríkissjóðinn svipað og sameining Þýskalands

The Endgame? Þrotabú kaupir hlut í öðru þrotabúi
Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að Írland eigi að fara fram á að verða tekið til gjaldþrotameðferðar

Björgun seinkar aðeins evruríkisgjaldþroti Grikklands
Wolfgang Münchau skrifaði í Financial Times í gærkvöldi að Grikkland væri nú þegar gjaldþrota og allar björgunaraðgerðir evrulanda og AGS muni aðeins seinka ríkisgjaldþroti Grikklands um stund.

Engin evra handa Eistlandi?
Skyndilegt spurningarmerki við aðgengi Eistlands að myntbandalagi Evrópusambandsins

Rúmenía hættir líklega við evruupptöku í bili
Seðlabankastjórinn segist ekki hafa getað farið á veitingahús síðastliðin tvö ár

Efnahagslegt sjálfsmorð að stofna fjölskyldu í Ungverjalandi
Betti Varga skrifar í Komment.hu að það sé nær ógerningur að stofna fjölskyldu í Ungverjalandi án þess í leiðinni að fremja efnahagslegt sjálfsmorð
Samantekt: vika 15 2010

posted Apr 18, 2010, 11:26 AM by Gunnar Rögnvaldsson

Grikkland leitaði til AGS í gær
Í gær leitaði Grikkland til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins (AGS). Sérsveit sjóðsins mun lenda í Aþenu á mánudag til að hefja viðræður um aðstoð

Næst, Portúgal?
Næst á ratsjánni verður Portúgal. Flestum hafa yfirsést mikil og aðkallandi vandamál Portúgals vegna þess að þeir hafa verið of uppteknir við Grikkland

Morgan Stanley: endalok evru?
Joachim Fels stefnustjóri heimsviðskipta með gjaldeyrir hjá stórbankanum Morgan Stanley segir í nýjustu útgáfu "The Global Monetary Analyst" að endalok evru í núverandi mynd séu ekki ólíkleg

Hugleiðing: Höfum við áður staðið með svona taflstöðu?
Hefur Evrópa áður staðið í þeim sporum að eiga á hættu að skipta alls engu máli. Hvað sjáum við í heiminum í dag? Hvað er að gerast? Hvert mun "gáfað fjármagn" leita núna og í framtíðinni?

Einsdæmi: farið var á bak við Þýskaland í málefnum myntbandalagsins
Þau óhugnanlegu tíðindi hafa borist til eyrna þýskra fjölmiðla að Frakkland, Ítalía og embættismenn seðlabanka Evrópusambandsins hafi farið á bak við kanslara Þýskalands og þar á eftir þvingað hana til að samþykkja stærsta ríkislánapakka mannkynsögunnar

Viðbrögðin í Þýskalandi eru hörð og sár
Hagfræðiprófessor Wilhelm Hankel: segir að hann muni stefna ríkisstjórninni ef Grikkland fær lánið. Í opnu bréfi til Angelu Merkel sagði Hankel að kanslarinn ætti að vinna að því að evrulöndin gætu fengið sínar gömlu myntir aftur

Svíar meira og meira andsnúnir evruupptöku
Skoðanakönnun meðal Svía um hvort þeir vilji fórna sænsku krónunni og taka upp evru. Niðurstaðan er sú að 55 prósent sögðu nei og aðeins 37 prósent aðspurðra sögðu já

Hin hlaðna skammbyssa Grikklands loksins komin á borðið?
Byssuhleðsla Grikklands er sem sagt þetta loforð frá öðrum evruríkjum um að þau ætli að lána ríkissjóði Grikklands 30 miljarða evrur, ef svo skyldi fara að Grikkland gæti ekki lengur fengið peninga að láni hjá nýjum "vondum fjárfestum" á frjálsum markaði til að borga vexti af gömlum lánum ríkisins

Gott ráð til fjárfesta í ríkisskuldum evrusvæðis
Ef við ættum að halda áfram að kaupa skuldir af ríkissjóði Þýskalands þá verða þeir að bjóða okkur betri ávöxtun en þetta, því nú getum við fengið "þýskar ríkisskuldir" hjá gríska ríkinu á 6-7% ávöxtun. Er þetta ekki frábært?

Dósinni sparkað áfram eitt ár niður eftir götunni
Simon Johnson fyrrverandi yfirhagfræðingur AGS segir að þetta lánsfjárloforð evruríkja til Grikklands muni einungis hafa þau áhrif að nú geta "skynsamir peningar" (e. smart money) forðað sér frá Grikklandi án þess að tapa of miklu

Lánapakkinn engin lausn fyrir evrusæðið
Grikkland sé eins og Bear Stearns bankinn sem var ekki sendur í gjaldþorþrot. En svo komi hugsanlega Portúgal og Spánn

Loftið fór úr kanslara Þýskalands
Stóri taparinn í þessu máli er Angela Merkel. Ef Grikkland þarf að nota þennan lánapakka þá mun ríkisstjórn Þýskalands verða stefnt fyrir stjórnarskrárdómstól landsins

Erfið pilla fyrir hin vandræðaríki evrusvæðis
Það verður erfitt fyrir írska skattgreiðendur að kyngja þessu eftir að allt bankakerfi þess lands er svo að segja hrunið ofan á þjóðina.

Fregnir af sáttmálabrotum ESB í nafni "efnahagslegs stöðugleika"
Lex dálkur Financial Times skrifar að hinn efnahagslegi raunveruleiki hafi hitt aðila myntbandalags Evrópusambandsins með braki og brestum

Án hjálpar Þýskalands mun myntbandalagið leysast upp
George Soros: 50/50 líkur á að myntbandalag Evrópusambandsins leysist upp komi Þýskaland Grikklandi ekki til hjálpar

Lánshæfnismat ríkissjóðs og bankakerfis Grikklands lækkað
Fitch lækkaði lánshæfnismat ríkissjóðs Grikklands enn frekar á föstudaginn
Samantekt: vika 14 2010

posted Apr 11, 2010, 3:23 AM by Gunnar Rögnvaldsson

Hvernig er að vera seðlabankastjóri á evru?
Sú hugsun féll að mér að það hljóti að vera ákaflega erfitt að vera bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins (ECB). Varla hefur harður evruandstæðingur verið ráðinn til þess starfs. Ekki er heldur hægt að hugsa sér að harður ESB-andstæðingur sitji þar við stjórnvölinn

Gjaldþrot og nauðungaruppboð í Danmörku í mars
Danska hagstofan birti í morgun tölur yfir nauðungaruppboð og gjaldþrot fyrirtækja í mars mánuði

Hvernig seðlabanki 16 landa evrusvæðis varð að spilavél - og Argentínur evrusvæðis
Þetta reglu-kerfi seðlabankans hefur verið misnotað og það er seðlabankinn sem hefur leyft þessa misnotkun á sjálfum sér. Hann átti að vera óháður, en er það auðvitað ekki, frekar en annars staðar í heiminum

ER þetta það sem koma skal?
Um daginn var tilkynnt að það væri ódýrara að tryggja sænskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar ríkisskuldir. Þar áður var tilkynnt að ódýrara væri að tryggja danskar ríkisskuldir gegn greiðslufalli en þýskar

Grikkland varð varnarlaust land árið 2001
Frá árinu 2000 hefur verðbólga í Grikklandi ekki fallið inn undir einnar-skóstærðar peningapólitík þess seðlabanka í Frankfurt sem stýrir verðinu á peningum í Grikklandi

Meira um landfræði- og menningarleg forréttindi
Það er mín bjargfasta sannfæring að ESB sé að fara í hundana. Ekki allt svæðið, en stærstu og mest afgerandi hlutar þess

Grikkland (ó nei, ekki meira)
Það er álit Wolfgangs Münchau að Grikkland muni óhjákvæmilega fara í þrot. Það sem verra er: Grikkland mun fara í þrot inni í evrusvæðinu

Markaðurinn gerir sér ekki ennþá grein fyrir þessu
Ambrose Evans-Pritchard snæddi hádegisverð með prófessor Carmen M. Reinhart. Carmen Reinhart segir að Grikkland muni ekki sleppa úr skuldagildrunni á meðan landið er í myntbandalagi Evrópusambandsins

Bandaríkjadalur er ekki á leiðinni út
Bandaríkjadalur er ekki á leiðinni út. Hlutverk og hlutdeild dollara í heimsviðskiptum hefur ekki minnkað neitt að ráði síðan evran kom á markað

Fallandi skattatekjur og aukin útgjöld hins opinbera
Skattatekjur Írlands féllu um 15 prósent á milli fyrsta fjórðungs áranna 2008-2009. Skattagreiðslur frá fyrirtækjum féllu um 73,8 prósent og um 34,7 prósent af fjármagnstekjum
Vika 13 2010: samantekt

posted Apr 5, 2010, 7:38 PM by Gunnar Rögnvaldsson

Plat seðlabanki evrusvæðis, ECB
Svo virðist sem ECB hafi aukið á vandamálin með því að neita sumum ESB-löndum um skiptalínur af ótta við að eitthvað annað en evrur myndu enda í bókum bankans ef til gjaldeyrishafta kæmi

Nýsköpun í skjóli landfræðilegra forréttinda
Stærsta og verðmætasta stofnhlutafé nýs fjármálageira væri að Ísland notfærði sér þá kosti sem felast í því að standa utan við Evrópusambandið. Bæði pólitískt og landfræðilega séð. Svoleiðis kosti er ekki hægt að kaupa. Þeir væru ómetanlegir

Hanna þarf skipulagt upplausnarferli myntbandalagsins
Það verður að koma á útgönguleið fyrir þessi lönd út úr EMU áður en markaðsöflin kýla þeim þaðan út á hinn örkumlandi máta

Evran var tálsýn frá byrjun
Evran var tálsýn frá byrjun. Á annarri hlið jöfnunnar voru Austurríki, Finnland, Holland og Þýskaland. Virði gjaldmiðla þessara landa hækkaði að jafnaði innan Evrópu og á heimsmarkaði. Á hinni hlið jöfnunnar voru; Belgía, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Portúgal og Spánn. Virði gjaldmiðla þessara landa lækkaði að jafnað

ESB-sjónhverfingar í hringleikahúsi Brussel
"Eins og áður, er þetta aðeins einn ein yfirlýsing ESB í viðbót sem segir í reynd að engar ávísanir verði skrifaðar og sendar til Grikklands nokkru sinni. Tilgangurinn með þessari yfirlýsingu er sennilega að reyna að styðja undir áframhaldandi fjármögnun skulda Grikklands frá hendi fjármálamarkaða"

Gullfótargildra evrusvæðis
Þó svo að mönnum hafi ekki verið það ljóst þegar evrumyntin var stofnuð, þá læsti hún löndin saman í viðjar eins konar nýs gullfótar, sem er miklu verri en sá gamli var, og þó var hann mikið misfóstur. Það er ekki hægt að komast aftur út úr þessum nýja gullfæti evru aftur


Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda

posted Mar 31, 2010, 11:01 AM by Gunnar Rögnvaldsson

Samkvæmt frétt netútgáfu fréttablaðs háskólans í Bergen, Forskning Norge, sem fjallar um rannsóknir í Noregi og á alþjóðavettvangi, hafa viðskipti á milli evrulanda ekki aukist neitt umfram það sem gerst hefur hjá öðrum löndum heimsins frá því sameiginlegur myntvafningur myntbandalagsins, evra, kom í umferð fyrir 11 árum.

1-10 of 25