Evrulöndin eru að endurtaka mistökin frá 1930 með næstum óaðfinnanlegri nákvæmni. Hagfræðingurinn Paul De Grauwe segir í grein sinni í Financial Times að peningayfirvöld evrusvæðis hafi og séu ennþá að endurtaka þau mistök sem hin svo kölluðu gullblokkarlönd Evrópu gerðu í stóru kreppunni 1930 (Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Sviss). Þessi lönd héldu þá fast í það að binda gengi gjaldmiðla sinna við verðið á gulli. |