Vika 2 2010: samantekt

posted Jan 15, 2010, 8:38 AM by Gunnar Rögnvaldsson   [ updated Jan 16, 2010, 11:37 AM ]
Hagstofa ESB kom með nýjar tölur yfir atvinnuleysi í nóvember í Evrópusambandinu á föstudaginn í síðustu viku

Spurningin er þessi. Af hverju er Finnland yfir höfuð með í myntbandalagi Evrópusambandsins?

Bati í iðnaðarframleiðslu Danmerkur í nóvember olli vonbrigðum

Bati í hagvexti Þýskalands virðist hafa stoppað á síðasta fjórðungi 2009, þannig að samdráttur í landsframleiðslu Þýskalands á árinu 2009 í heild hefur líklega verið 5,0%

Hinn þekkti sérfræðingur í málefnum ESB og myntbandalagsins, hagfræðingurinn Charles Wyplosz, segir að árangur Lissbon 2000 markmiða Evrópusambandsins sé fíaskó

Desmond Lachman: Grikkland er í þann veginn að yfirgefa það myntfyrirkomulag sem landið hefur núna (evruaðild) á sama hátt og Argentína yfirgaf fastgengi argentínska pesó við Bandaríkjadal

Eins og ofsatrúarmenn,  hata ervutrúarmenn efasemdamennina

Samkvæmt fréttaveitu Dow Jones segir Olli Rehn að það sé engin leið fyrir Grikkland að kasta frá sér evrunni og yfirgefa myntbandalagið. Það er ekki möguleiki segir Olli

Poul Krugman, nóbelsverðlauna hagfræðingurinn, segir að sjálf Evrópa sé ágæt en það sé hins vegar evran og myntbandalagið sem sé slæm fyrir Evrópu

Þjóðhreyfinginin gegn ESB-aðild Danmerkur, Folkebevægslsen mod EU, krefst að dönsk stjórnvöld standi með og styðji við Íslendinga án skilyrða

Í leit að lægri verðum og lengri greiðslufrestum eru dönsk fyrirtæki í æ ríkara mæli að ganga frá lífsafkomu birgja og undirverktaka sinna dauðri.

Smjörfjöll Evrópusambandsins hækka og vega núna 2,5 milljón tonn

Bændur á félagsmálastofnun - 62% af tekjum bænda koma frá því að vera á bótum hjá félagsmálastofnun ESB

Í Danmörku nota bændur kornið sem þeir rækta til að kynda upp með því. Hveiti, hafrar og bygg eru í svo lágu verði að það borgar sig betur að kveikja í því en að selja það

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, lét þau orð falla á ríkisstjórnarfundi að gagnrýni og lýsingar erlendra embættismanna, stjórnmálamanna og fjölmiðla á efnahagsmálum Grikklands sé að nálgast kynþáttahatur.