# 487 - 2010 - vika 17 - til 30. apríl 2010
VIKA 17 2010
Föstudagur 30. apríl 2010
PDF útgáfa með virkum slóðum á heimildir og myndir í fullri stærð er viðhengd hér fyrir neðan
PDF snið vika 17 2010
PDF_utgafa_vika_17_2010.pdf
Skoða: smella beint á PDF-skrá til að skoða
Vista: hægri smella og segja "save link as" til að hlaða PDF-skránni niður til þín
Hefur seðlabanki ESB og myntbandalagið málað sig út í horn?
Evrusvæðið er nú hinn veiki maður heimsins (e. the sick man of the World). Fleiri og fleiri óhagstæð atriði safnast saman. Vandamál myntbandalagsins hófust þegar það var stofnað. Það var stofnað af pólitískum ástæðum, það var fyrsta vandamál þess. Eftir stofnunina dulbjóst myntbandalagið og hóf störf sín sem efnahagslegt fyrirbæri. Árin frá 1999 til 2008 voru notuð til að smíða eitt stærsta efnahaglega vandamál sögunnar - og sprengja 6 lönd þess í loft upp. Nú eru hrikaleg vandamál evrusvæðis orðin flestum opinberuð, nema kannski þeim sem eru svo rétttrúaðir að þeir þurfa að ferðast um götur og stræti dulbúnir sem fræðimenn, eða jafnvel sem stjórnmálamenn í úthverfri kápu. Flest skynsamt fólk mun þó þekkja þessa á bæði örvæntingarfullum klæðaburði og höktandi göngulagi. Eitt áfram og tvö afturábak.
Ekkert minna stendur á borðinu en líklegt hrun evrusvæðis. Jafnvel mér sjálfum hafði ekki tekist að ímynda mér að málin stæðu eins illa og þau greinilega gera. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um það sem færustu menn hafa sagt og skrifað í vikunni.
Simon Johnson: sagði í fyrradag: VEKIÐ FORSETANN! Evrópa er að sprengja okkur í loft upp. Evrusvæðið er að breytast í efnahagslega tímasprengju. Vekið forsetann. Frá og með nú er allt breytt í sambandi við evrusvæði og umheim þess. Fjármagnið hefur tekið í notkun ný gleraugu sem það notar til að skoða efnahagsmál evrusvæðis. Þessi gleraugu eru svört svo augun þoli glampann frá sprengingunni. Baseline Scenario: Wake The President
Noregur: Vandamálið er ofsastórt en þátttakendur í lausn þess eru of margir. Einhver gæti ýtt á vitlausan hnapp og sprengt Evrópu í loft upp. Ola Storeng, norska Aftenposten
FT: The door is locked, there is no exit; the ECB is trapped, forced to sit idle at the table as governments argue and haggle their way towards a solution and possibly being asked to inflate the debt problem away—its own version of hell…
Unicredit og BNP: Seðlabanki Evrópusambandsins hefur málað sig út í horn. Hann mun ekki geta dregið til baka það flóð af peningum sem ausið var út til fjármálastofnana í hruninu án þess að sum ríki og bankakerfi evrusvæðis fari á hausinn. Athugið að ríkið (e. the sovereign) er nú orðið mamma bankanna. Mamma er í hættu. Útgönguleið seðlabankans er lokuð. Hann málaði sig inni í horni sinnar "eigin útgáfu helvítis". Financial Times Alphaville: For the ECB – ‘The door is locked, there is no exit…
Video: pallborðsumræður 27. apríl: staður: Milken stofnunin í Bandaríkjunum: undir stjórn Komal Sri-Kumar. Enginn hér efast um að evrusvæðið sé að þrotum komið. Spurningin er hins vegar hvort það komi nýr dagur á morgun fyrir evrusvæðið og þá hvernig hann muni líta út. Er hægt að leysa vandamálin? Hvert er plan-B? Þátttakendur:
This session on the Eurozone seemed ripped from the headlines, coming on the same day that Greek debt was sharply downgraded, setting off concern throughout not only Europe but the world's capital markets.
Bo Lundgren, Director General, Swedish National Debt Office; former Minister for Fiscal and Financial Affairs
James McCaughan, CEO, Principal Global Investors
Nouriel Roubini, Professor of Economics and International Business, Stern School of Business, New York University
The Milken Institute; The Eurozone: Still One for All and All for One?
Flutningur og uppfærsla gluggans á næstu vikum
Næstu vikur verða dálítið erfiðar hjá mér vegna búferlaflutninga okkar heim til Íslands. Búast má við að suma daga á næstu vikum gætu skrif mín hérna í gluggann orðið frekar óregluleg tímalega séð - og jafnvel fallið niður einhverja daga.
Fimmtudagur 29. apríl 2010
Mynd: 10 ára bréf 28. apríl 2010: ríkissjóður Svía greiðir nú lægri vexti en Þýskaland á fjármálamörkuðum. Svíþjóð er með neikvæðan vaxtamun gagnvart Þýskalandi (negative spread)
Dyrnar að evrópska seðlabankanum að lokast
Þessi vika hefur boðið upp á lækkun á lánshæfismati heimsins á ríkissjóði Grikklands, bankakerfi Grikklands, ríkissjóðs Portúgals og ríkissjóðs Spánar.
Ríkissjóður Grikklands er því rétt einni verri Fitch-einkunninni frá því að verða lokaður úti frá ECB-seðlabanka landsins. Sá banki er staðsettur í Frankfürt í Þýskalandi og er í umsjá Brussel og Þýskalands. ECB-bankinn var þó áður búinn að lækka kröfurnar til þeirrar veðhæfni sem ríkin þurfa að koma með til að fá fyrirgreiðslu úr hirslum seðlabankans. Bankinn hélt að þetta væri nóg til að komast hjá þeirri stöðu sem nú blasir við. Staðan sem blasir við er sú að ríkissjóður Grikklands á nú á hættu að geta ekki selt nein skuldabréf því bankakerfi Grikklands sem kaupir bréfin af ríkinu mun þá heldur ekki getað sótt sér lausafé gegn veði í bréfum gríska ríkisins og þá sigla í algert þrot. Það er þegar búið að loka á aðgengi ríkissjóðs Grikklands að alþjóðlegu fjármangi. Þar er allt lokað og læst. Næst er það allt (FT) bankakerfið. Ef það fer, þá verður það bara frímerkjasala ríkisins sem er ein eftir.
Skuldatryggingaálög á gríska ríkissjóðinn eru hætt að hækka og mér fróðari menn segja að það þýði að engin þörf sé fyrir frekari skuldatryggingar né neitt slíkt því fjárfestar eru hættir að kaupa og séu nú að reyna selja þau grísku ríkisskuldabréf sem þeir eiga, næstum sama hversu lágt verð yfir væntanlegu nauðasamningaverði þeir fá fyrir bréfin. Þau skulu út úr bókhaldinu. Þeir munu líklega aldrei kaupa grísk ríkisbréf aftur.
Grikkland er farið út af peningalegu landakorti fjárfesta. Þó svo landið að nafninu til komi hugsanlega aftur inn á virkan markað alþjóðlegra fjármála, þá verða mikilvægustu hagstærðir og framtíðarhorfur þess í svo ömurlegu ástandi að væntingar fjárfesta til hagvaxtar og framgangs í landinu verða þá ekki áhugaverðar lengur. Grikkland er farið. Það gekk nefnilega í ESB og tók upp evru.
Uppáskriftir ríkisstjórnar Grikklands er nú einskis virði. Aðild Grikkja að Evrópusambandinu og upptaka evru eru landinu minna en einskis virði. Aðildin og evran er fangelsi og verður það áfram. Grikkland er ekki Ísland, því miður fyrir Grikki. Ísland er nefnilega fullvalda ríki. Það er Grikkland ekki. Það missti fullveldið þegar það gekk í ESB og tók upp evru seðlabankans í Frankfurt. Þessi seðlabanki sprengdi efnahag landsins í þrot með röngu verðlagi á peningum á fjármálamarkaði Grikklands allan tímann sem landið hefur verið undir stjórn þessa svo kallaða seðlabanka.
Við munu taka gjaldþrot, óeirðir, læti, upplausn, vel hugsanlega herstjórnir og hættuástand. Dauðadans þrotabúsins í umsjá Evrópusambandsins hefst og mun vara í mörg ár. ESB breytist í bananasvæði. Alþjóðlegir peningar hafa ekki áhuga á neinu þessara. Framvegis munu svona fjárfestar ekki láta auglýsingaskilti Brussels, stofnanir og óregluverk þess gabba sig aftur. Og þeim er árans sama þó svo stjórnmálamenn evrópska ESB-sovétsins haldi áfram að kalla þá fyrir glæpa- og spákaupmenn. Þeir munu ekki fara aftur inn á þetta hættusvæði með það sparifé sem litla Gunna og litli Jón í öðrum löndum treystu þeim fyrir. Einungis til að tapa því í svika- og prettavél Evrópusambandsins. Útópíu Evrópu númer fjögur, Evrópusambandinu. Banka- og fjármálamenn eru nú bæði ofsareiðir og ofsahræddir.
Byggt á sandi
Danske Bank skrifaði í gær að grunnur og sökkull myntbandalagsins sé nú óbætanlega skaðaður. Það versta, segir bankinn, er að steypugallar og alkalívikni steypunnar í myntbandalaginu hafi sýnt sig í dagsljósinu - og alveg á einu bretti á einum degi. Bankinn segist álíta að myntin evra sé á varnalegri niðurleið og ráðleggur þeim sem hafa tekjur og afkomu sína í evrum að tryggja sig gegn áhættu og tapi. Evran er nú fallin um það bil 12-13% í verði frá því í nóvember gagnvart Bandaríkjadal (sjá símamynd); Danske Bank: Euroen har taget varig skade | Danske Bank: "Det er et kæmpe, kæmpe problem"
Þetta hefðu menn þó átt að geta séð í röntgenmyndasafni bankans af sökkli myntbandalagsins. En bankinn minnist ekkert á þær myndir því þær hafa verið "top-secret" allan tímann og læstar inni í sannleiksskáp bankans. Ekki hæfar til birtingar því enginn hefði hvort sem er trúað að myndirnar væru ófalsaðar áður en sannleikurinn kom í ljós á einum brettadegi.
Þessar sömu röntgenmyndir gátu þó allir sem hafa augu og heila lesið út úr skýrslu hinna vísu manna í De Økonomiske Råd sem kom út vorið 2009 í Danmörku. Skýrslan innihélt sérstakan kafla um myntbandalagið. Þar var hægt að lesa, þ.e.a.s. ef menn höfðu rétt gleraugu og einbeitni til, að sú staða sem Danske Bank er að fárast yfir núna, var einmitt raunverulegt áhyggjuefni þeirra fjögurra vísu manna sem gerðu skýrsluna. Skuldastaðan og hjálparleysi þeirra sem eru læstir inni í myntbandalaginu - ásamt öldrun og hnignun skattatekna ríkisjóða landanna. Þetta gæti eyðilagt myntina og tekið völdin af peningastjórn hennar. Skýrslan: Dansk Økonomi, forår 2009 | Pressemateriale_DOR
Um þær mundir, þ.e. í janúar 2009, reyndi forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, að benda á þessa steypugalla í myntbandalaginu. Hann benti einnig þáverandi forsætisráðherra Danmerkur á þá óþægilegu staðreynd fyrir forsætisráðherrann sem sést aftur á myndinni hér fyrir ofan. Í áföllunum verðlaunaði markaðurinn sænska krónuhagkerfið með lægri vaxtakostnaði en stóð sjálfum ríkissjóði Þýskalands til boða. Myndbandið af þrumuræðu Anders Dam yfir forsætisráðherranum er hér neðst á þessari síðu
Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam: "Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki "allir".
Miðvikudagur 28. apríl 2010
Nýr sannleikur að myndast?
Það er engu líkara en að sú vissa sé að myndast á markaði fyrir skoðanir að nú sé óhætt að segja það sem svo margir vissu alltaf, en fengu ekki leyfi til að segja opinberlega og á prenti. Nýjar "deildir" spretta upp hjá fréttamiðlum; dagbækur þöggunarinnar. Nú geta fjölmiðlar ekki lengur tapað á því að segja eða spá í hrun evru og jafnvel Evrópusambandsins alls.
The three-year [Portuguese] yield, by the way, was last seen trading at 5.45 per cent, according to Reuters
Í gær var lánstraust gríska ríkisins lækkað í ruslflokk. Hið sama gerðist með fjóra banka landsins. Þetta gerðist eftir að lánstraust portúgalska ríkisins var einnig lækkað. En það er á viðskiptaáætlun Brussel að Portúgal taki lán á nú meira en 5,45% vöxtum til að lána Grikklandi þessa sömu peninga á 5% vöxtum.
S&P downgraded four Greek banks (EFG Eurobank Ergasias S.A., Alpha Bank A.E., Piraeus Bank S.A. and EFG Eurobank) to BB from BBB on April 27, after cutting the sovereign rating to BB+. S&P also lowered the National Bank of Greece S.A. (NBG) to BB+ from BBB+: Roubini
Bæði Dominic Strauss Kahn forstjóri AGS og seðlabankastjóri Evrópusambandsins eru á leið til Berlínar. Hlutabréfamarkaðir Evrópu og víðar fengu á baukinn í gær. Vísitölur gríska hlutabréfamarkaðarins lækkuðu um 6 til 7,28 prósent. Spænskar vísitölur um 3,85 til 4,20 prósent. Portúgalskar um 4,69 til 5,36 prósent og sú írska um 4,48 prósent. Ástandið á ríkisskuldabréfamarkaði skulum við ekki tala um. Er einhver hér sem vill eiga hlutabréf í bankakerfum þessara landa? Nú segja sumir að ríkisskuldabréfa-eigendur grískra bréfa munu aðeins fá 30% af virði bréfanna greitt til baka ef Grikkland fer í þrot. Það eru mest bankar sem eiga þessi bréf.
Mr Papadependencyfreelunchopoulos
Nú tala sumir fjölmiðlar aftur gamla tungumálið. Nú er ekki lengur endilega talað um skuldabréfamarkað "evrusvæðis" heldur um skuldabréfamarkað "Suður-Evrópu".
Hér eru nokkrar klausur frá Bretlandi í gær. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum frá Evrópu. Nú má segja svona opinberlega aftur. Þetta er svo yfir þyrmandi allt saman að hér verð ég að taka pásu til að flissa rækilega ofan í kaffið mitt. Gefum Gerald Werner fyrrverandi pólitískum ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar orðið:
In the Brussels Kremlin it is business as usual . . .
Sir Alan Walters, former economic adviser to Margaret Thatcher, got it wrong. Back in 2002 he forecast that the euro, as a result of its internal contradictions and strains, would collapse by May, 2007. Apart from that chronological miscalculation, however, he was more correct than most economists. The euro is a synthetic pseudo-currency, the Monopoly money that supports the pretensions of the EUSSR. It was always predicated on a false premise: a real currency reflects economic and political realities, but the euro was invented to serve political aspirations. It was always a doomed enterprise . .
Albert Edwards, senior strategist at the French bank Société Générale, told investors: “My own view is that there is little ‘help’ that can be offered by the other eurozone nations other than temporary, confidence-giving ‘sticking plasters’ before the ultimate denouement: the break-up of the eurozone.” Charles Dumas, chief economist of London-based Lombard Street Research, opined of the eurozone: “The longer it lasts, the more painful the ultimate exit will be. These economies simply don’t belong together.” . .
But the ultimate victim of this crisis will be the EU. If the single currency implodes, it will signal the reversal of the whole monstrous, impracticable federalisation project. The EU apparatchiks are still talking loud, but they are the walking dead, the satraps of a doomed empire.
Fullt stopp. Öll grein Gerald Warner frá Craigenmaddie hér á The Telegraph
Þriðjudagur 27. apríl 2010
Mynd; evruvörn
Gengis Kahn finnur ekki gengið í Grikklandi
Dominic Strauss Kahn forstjóri AGS er nú kominn til starfa í Grikklandi. Eitt af því fyrsta sem AGS leitar eftir í lyfjaskápnum þegar sjóðurinn kemur á vettvang í löndum í miklum vandræðum, er gengisskráning gjaldmiðilsins. AGS fann þó ekkert gengi né mynt í Grikklandi. Því næst skoðuðu þeir ríkisfjármálin. Þar fann AGS lítið annað en tóman skáp. Brussel er með ríkisbókhald Grikklands núna, því landið er svo fullvalda.
Hvað skyldi AGS þá ætla að gera í Grikklandi? Einn möguleikinn gæti verið sá að AGS setti upp myntbandalags aðalstöðvar sjóðsins í Aþenu. Þaðan er frekar stutt yfir til Portúgal, Spánar og Ítalíu. Svo eru það nágrannaríkin Búlgaría og Rúmenía, en þar er AGS nú þegar með heilar þrjár Evrópusambandsskrifstofur, þ.e í Lettlandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. Sjóðurinn ætti að hagræða starfseminni og sameina hana í Aþenu.
The IMF, the European partners, and everyone involved in the financing effort recognizes the need for speed
Það var helst að skilja á fréttatilkynningu herra Strauss Kahns í gær að það væri "hraðinn" sem væri sjóðnum mikilvægastur í myntbandalagslöndum Evrópusambandsins. Það verður fróðlegt að fylgjast með störfum sjóðsins og árangri hans í gríska evru lýðveldinu. Kannski er þetta atriði með hraðann rétt mat hjá sjóðnum. Það þarf að hraða þessu í gegn áður en kjósendur uppgötva að verið er að senda skattagreiðslur þeirra til annarra landa. Að peningar þeirra séu komnir í útflutning.
Hvernig vörn er myntbandalagið?
Myndin hér fyrir ofan sýnir líkurnar á gjaldþrotum ríkissjóða heimsins. Þessi gögn er hægt að skoða og fylgjast með hjá cmavision.com. Hraðast vaxandi er áhættan í myntbandalagslöndum Evrópusambandsins. Grikkland fer að nálgast 50/50 líkur á því að fara í þrot.
Er þetta þá kosturinn við evruna? Á meðan lækkar vaxtakrafan á skuldabréfum sænska ríkisins (sjá símamynd; 10 ára bréf). Hún er sú sama og hjá ríkissjóði Þýskalands. Hvernig skyldi standa á þessu? Er þá engin vörn í evrunni? Svíþjóð verðlaunað með lægri vaxtakostnaði á meðan Grikklandi, Ítalíu og Spáni er refsað.
Raunveruleikinn er sá að evran er eitt af því verra sem getur komið fyrir ríkissjóði flestra landa sem heita ekki Þýskaland. Það er einmitt engin vörn í evrunni og allra síst fyrir minniháttar- og lítil hagkerfi. Hún eykur áhættuna. Hún eykur líkurnar á því að tekjur ríkissjóðs þorni upp vegna minnkandi atvinnu og umsvifa í hagkerfinu. Greiðslugetan er einmitt að þorna upp í Grikklandi, Portúgal, Spáni og Írlandi því þau urðu ósamkeppnishæf undir peningastjórn seðlabanka Evrópusambandsins. Röng peningastefna þessa seðlabanka á röngum tímum í þessum löndum hefur nú sprengt efnahag þeirra í tætlur.
Með því að ganga í myntbandalagið köstuðu þessi lönd frá sér sínu dýrmætasta vopni; þ.e.a.s. sjálfstæðum gjaldmiðli, gengi og peningapólitík, sem í stuttu máli mætti kalla "aðlögunar- og réttingarverkstæði" hagkerfa (e. the adjustment mechanism). Þeir sem hafa klesst bílinn sinn geta ekki komist af án réttingarverkstæðis. Það vita jafnvel börn.
Í grófum dráttum mætti kalla gengið og peningapólitíkina fyrir gírkassa hagkerfisins. Þegar á móti blæs þá skiptir gengið í háadrifið svo þjóðfélagið komist áfram - gengið er fellt og látið vinna ýmis lífsnauðsynleg verk í hagkerfinu. Það vinnur dag og nótt þó svo að aðeins fáir taki eftir því. Það starfar, streðar og vinnur samviskusamlega. Eins og duglega og seiga íslenska krónan okkar er að gera núna.
Þegar hagkerfið er komið upp brekkuna þá sér sjálfskiptingin um að koma því í léttari gír aftur. Þá er hægt að anda léttara. Við komumst upp og yfir fjallið, loksins! Gírkassinn er gengið. Þeir sem ímynda sér að það sé hægt að komast hjá því að hafa gírkassa ættu að kaupa sér bíl með einum gír. Auðvitað er þetta myndmál dálítil einföldun, fleira þarf til, til dæmis góða hagstjórn og að kunna að hugsa.
Stöðugleika-fetishismi er hættuleg geðtruflun og hefur aðalstöðvar í Brussel. Þar eru allir próflausir því þeir héldu að vegakerfi heimsins væri í tveimur víddum, hægri og vinstri. Carl Sagan heitinn stjörnufræðingur lýsir því vel hér hvernig það er að vera lokaður inni í tveimur víddum í flatlandi Brussel: Þriðja víddin er, upp og niður
Mánudagur 26. apríl 2010
Það sem er ekki undir ljósastaurum
Poul Krugman og Robin Wells hafa skrifað bókadóm um nýlega bók Kenneth S. Rogoff og Carmen M. Reinhart (This Time Is Different: Eight Centuries of Financial Folly). Vert er að minna á að Ambrose Evans-Pritchard snæddi hádegisverð með Carmen Reinhart um daginn þar sem þau ræddu evrusvæðismál (í viku 14 hér).
Krugman og Wells segja bókina góða og sem betur fer áberandi lausa við hagfræðikenningar. Hún sé hins vegar full af vísdómi og áþreifanlegum sönnunargögnum. Það er greinilegt, segir Krugman, að hagrýnendur eru of oft haldnir sama klaufaskap og drykkjumaðurinn. Hann er alltaf að leita að húslyklunum þar sem hann heldur oftast að hann hafi falið þá, þ.e.a.s undir ljósastaurnum, einungis vegna þess að þar er birtan mest. Því er best að leita að lyklunum þar. Það er vel þess virði að lesa þessa grein Poul Krugmans og Robin Wells: Till Debt Do Us Part
Áfram heldur markaðurinn leitinni
Nú er það Portúgal. Simon Johnson og Peter Boone voru með ágætis grein um hvað mun sennilega gerast næst, fyrir utan og undir ljósastaurum evrulanda. Hrikalegt stökk tók vaxtakostnaður portúgalska ríkisins fyrir helgina eða frá 3,84% til 4,26% fyrir 5 ára skuldabréf ríkissjóðs. Álag á afleiðumarkaði fyrir skuldatryggingar vegna lána portúgalska ríkisins tók einnig stökk. Portúgal er næst í röðinni, segja Johnson og Boone.
Spánn fór heldur ekki varhluta af hækkun vaxtakostnaðar því þar hækkaði hann frá 2,89% til 3,03% á milli daga á 5 ára bréfum ríkissjóðs. Hjá írska ríkinu gerðist það sama eða hækkun frá 3,74% til 3,97%.
Þetta eru ekki smá stökk, segja Johnson og Boone, því þeir fjárfestar sem halda á þessum ríkisskuldabréfum þéna aðeins 3% á þeim á ári. Bara þessi breyting þýðir að þarna misstu þeir 0,5% af virði bréfanna á einum degi. Þeir munu losa sig við bréfin og ekki snúa aftur fyrr en eftir langan tíma. TBC | Portúgal. Ég bendi einnig á grein Hans-Werner Sinn á Projcet Syndicate um vandamál Grikklands: PS
Verður smíðaður björgunarhringur fyrir Grikkland?
Aukin alvara og harka er að færast í umræður um hugsanlegar björgunaraðgerðir evruríkja til handa Grikklandi. Bæði innan og utan ríkisstjórnar Þýskalands heyrast raddir sem segja að ekki sé mögulegt að bjarga Grikklandi og að ekki eigi að nota fjármuni Þýskalands í það; Expatica | Börsen-Zeitung | BGS | Der Spiegel
Úr leiðara Börsen-Zeitung í Google þýðingu: - And there comes a time when not only the survivors are overwhelmed, but also the rescuers themselves would then be completely burnt Europe. With Gesundbeterei it will prevent the impossible. "The euro has no problem," proclaimed Axel Weber on Friday from Washington. Take it as a positive sign in all of fiscal and monetary trouble these days: At least the Bundesbank president is still in the mood for jokes.
Skoðanakönnun Die Welt
Í þýska blaðinu Die Welt var í gær sagt frá því að reiði sé komin upp vegna þess hraða sem krafist er að sé viðhafður svo hægt verði að skipa út peningum þýskra skattgreiðenda til Grikklands strax. Fjármálaráðherrann segir ennþá mögulegt að þingið muni alls ekki samþykkja að senda neina peninga til Aþenu. Á vefsíðu blaðsins framkvæmir blaðið skoðanakönnun meðal lesenda. "Finnst þér réttmætt að evruríki noti peninga til að bjarga Grikklandi." Já eða nei. Þegar þetta er skrifað höfðu rúmlega 47.000 manns svarað: 86 prósent sögðu nei en einungis 14 prósent sögðu já: DW.
Financial Times, sem segir í grein í dag að björgunaraðgerðirnar hafi vakið upp heiftarlega pólitíska umræðu í Þýskalandi, vitnar líklega í þessa sömu könnun Die Welt og segir:
The financial rescue package for Greece has stirred up a fierce political debate in Germany on the eve of a vital state election, with sharp criticism of the government both from opposition leftwing Social Democrats and from liberal and conservative partners in Berlin's ruling coalition. [..] Welt am Sonntag, the conservative Sunday newspaper, yesterday published a poll suggesting that 86 per cent of Germans were opposed, and only 14 per cent in favour, of such a bail-out; FT
Virkar björgunarhringur ESB í Grikklandi?
Efasemdir eru komnar upp í Þýskalandi og á fleiri stöðum um gagnsemi þess að bjarga Grikklandi frá þroti. Grikkland er víst orðið heimsins skuldugasta land í erlendum lánum, miðað við landsframleiðslu; WSJ | Sueddeutsche
CARL B. WEINBERG - WSJ: The financial crisis in Greece is best understood by looking at the hard numbers : Over the next five years, Athens has to raise €240 billion, roughly the country's current gross domestic product. Of that amount, €150 billion is to pay down the principal owed on maturing bonds. The rest is interest. This illustrates why the euro-zone offer of a €30 billion standby credit facility is just a drop in the bucket compared to Greece's overall cash requirements. Athens is unlikely to be able to raise this much money from private investors at any interest rate.
Mikilvægasta vika í lífi myntbandalagsins er nú framundan
Wolfgang Münchau segir í nýrri grein í Financial Times að þessi vika muni ráða úrslitum um hvort hægt verði að takmarka skuldakreppuna við Grikkland, eða hvort hún muni breiðast út til annarra landa á evrusvæðinu. Þremur atriðum ættu menn að fylgjast með:
1) Mun gríska ríkisstjórnin koma með haldbæra áætlun yfir hvernig hún ætlar að laga rekstrarhalla ríkissjóðs án þess að hagkerfið fari í dauðadá.
2) Mun koma skotheld yfirlýsing frá ESB um að þeir muni örugglega skaffa miklu meira fé en 45 miljarða evrur til Grikklands á næstu tveim árum. Axel Weber seðlabankastjóri Þýskalands segir að talan sé 80 miljarðar evrur.
3) Fylgjast ætti vel með því sem gerist í þýska þinginu. Ríkisstjórnin reyndi fyrst að lauma þessu máli í gegnum þingið með því að hnýta það saman við annað mál. Það gekk ekki. Nú eru stjórnaliðar í ríkisstjórn Angelu Merkel sumir komnir á þá skoðun að þetta sé röng lausn og segja sumir að Grikkland ætti að yfirgefa myntbandalagið, því það sé það eina sem getur hjálpað landinu í raun og veru; FT
Óskhyggja og vilji er ekki nóg
Brendan Keenan segir í Irish Times að fantasía, reglugerðir og pólitískur vilji geti ekki borið uppi mynt Evrópusambandsins lengur. Ef það kemur ekki eitthvað annað og betra í stað þessara lofttegunda þá mun "Guð-veit-hvað" koma í þeirra stað; IT
It does seem that financial markets have become excessively speculative, and something needs to be done about it. But the idea that a single currency of 16 nations and 400 million people can be operated on the basis of regulation and political will is fantasy; even if the political will were there, which it is not. It must be replaced with realism, or it risks simply being replaced, by heaven knows what.
SKJALASAFN STUTTRA OG OFT DAGLEGRA FRÉTTA