# 502 - 2010 - vika 2 - til 17. janúar 2010

VIKA 2 2010

Föstudagur 15. janúar 2010

PDF útgáfa með virkum slóðum á heimildir og myndir í fullri stærð er viðhengd hér fyrir neðan

Hagstofa ESB kom með nýjar tölur yfir atvinnuleysi í nóvember í Evrópusambandinu á föstudaginn í síðustu viku. Samkvæmt tölum hagstofunnar er atvinnuleysi nú 10% á evrusvæði. Þetta er mesta atvinnuleysi á evrusvæði síðan í ágúst 1998. Í 27 löndum ESB var atvinnuleysi 9,5% í nóvember og það mesta frá því samræmdar mælingar hófust í janúar 2000.

PDF snið vika 2 2010

Fostudagur_15_januar_2010.pdf

Skoða: smella beint á PDF-skrá til að skoða

Vista: hægri smella og segja "save link as" til að hlaða PDF-skránni niður til þín

Samkvæmt gagnagrunni AGS hefur atvinnuleysi á evrusvæði aðeins farið niður fyrir 8% í tvö ár af síðastliðnum átján árum frá 1991. En það gerðist árin 2007 og 2008. Mest mældist atvinnuleysi í nóvember í Lettlandi (22,3%), Spáni (19,4%), Eistlandi (15,2% *sept), Litháen (14,6% *sept) og Slóvakíu (13,6%).

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri mældist 43,8% á Spáni. Alls voru 22,9 milljón manns atvinnulausir í Evrópusambandinu í nóvember.

Atvinnuástand á Íslandi fer núna að verða með því skárra sem gerist í Evrópu. Samkvæmt Hagstofu Íslands var atvinnuleysi á Íslandi 6,7% á síðasta fjórðungi ársins 2009. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var atvinnuleysi þá meira í 23 af 27 löndum ESB en á Íslandi; Hér má sjá tölurnar frá Eurostat flokkaðar mánuð fyrir mánuð: Atvinnuleysi í ESB núna | Fréttatilkynning Eurostat | Hagstofa Íslands

Fimmtudagur 14. janúar 2010

Þegar horft er til þess efnahagssamdráttar sem nú er í gangi í Finnlandi — hann er ennþá meiri en á Íslandi — er þá ekki alveg örugglega hægt að fullyrða að hagkerfi Finnlands sé bæði óhæft og algerlega óhentugt til að vera í myntbandalagi Evrópusambandsins? Að Finnland sé að fremja eins konar efnahaglegt sjálfsmorð með því að vera með evru sem gjaldmiðil? Ég spyr vegna þess að seðlabanki Finnlands sagði nýlega að samdráttur í Finnlandi væri núna sá mesti og versti frá því mælingar hagvaxtar hófust fyrir meira en 50 árum. Spurningin er þá þessi. Af hverju er Finnland yfir höfuð með í þessu myntbandalagi? Bloggfærsla

Bati í iðnaðarframleiðslu Danmerkur í nóvember olli vonbrigðum. Staðan batnaði aðeins um 1,4% á milli mánaða og er iðnaðarframleiðslan enn 17% minni en hún var í nóvember 2008; DST. Gistinóttum á hótelum, og öðrum þeim stöðum sem fólk borgar fyrir að gista á þegar það er ekki heima hjá sér, fækkaði um 11% á milli ára í Danmörku í nóvember. Þetta er eitt mesta fall á milli ára skrifa dagblöð í Danmörku. Engum dettur þó í hug að minnsta á það að gengi DKK gangvart dollar hafði hækkað um heil 85% í júlí 2008 frá því í júní á árinu 2001, einungis vegna þess að gengi dönsku krónunnar er bundið fast við gegni evru; DST

Bati í hagvexti Þýskalands virðist hafa stoppað á síðasta fjórðungi 2009, þannig að samdráttur í landsframleiðslu Þýskalands á árinu 2009 í heild hefur líklega verið 5,0%. Þetta er versti samdráttur í Þýskalandi frá lokum seinni heimsstyrjaldar og einnig lélegasti árangur í framleiðni á hvern vinnandi mann frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landsframleiðsla á hvern vinnandi mann (framleiðni) féll 4,9% á milli ára og sýnir það að þýskt atvinnulíf keyrir á frekar fölskum nótum með of marga starfsmenn innaborðs á hluta-launum frá ríkinu. Það er kannski ekki að undra að bankar haldi aftur af sér í Þýskalandi því þessi lélega framleiðni mun væntanlega sýna sig á botnlínu ársreikninga fyrirtækjanna og gera þau minna lánshæf. Útflutningur dróst saman um 14,7% á milli ára en innflutningur um 8,9%. Mikill hluti þess hagvaxtar sem átti sér stað á seinni hluta ársins er talinn hafa farið í það að byggja upp birgðir á lager; DeStatis | WSJ

Miðvikudagur 13. janúar 2010

Mynd: danska ríkissjónvarpið; úr þættinum hnignun Evrópu

“The Union has today set itself a new strategic goal for the next decade: to become the most competitive and dynamic knowledge-based economy in the world, capable of sustainable economic growth with more and better jobs and greater social cohesion.”

Hinn þekkti sérfræðingur í málefnum ESB og myntbandalagsins, hagfræðingurinn Charles Wyplosz, segir að árangur Lissbon 2000 markmiða Evrópusambandsins sé fíaskó. Hann ráðleggur ESB að hætta við gerð þeirrar nýju og einskisnýtu 10 ára áætlunar sem nú er að veltast inni í steypuhrærivél embættismanna Evrópusambandsins í Brussel: VOX

Desmond Lachman skrifaði á þessa leið í Financial Times í fyrradag (úrdráttur): “Eftir að hafa eytt mestu af starfsæfi minni hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og á Wall Street í að rannsaka nýmarkaðslönd, hef ég séð meira en hollt er af hinum svo kölluðu föstu gengisfyrirkomulögum ásamt svo kölluðu skotheldu föstu gengi gjaldmiðla við aðra gjaldmiðla ásamt alls konar tilraunum til að festa gengi eins lands við gjaldmiðil annarra landa. Ég get því sagt með vissu að Grikkland er í þann veginn að yfirgefa það myntfyrirkomulag sem landið hefur núna (evruaðild) á sama hátt og Argentína yfirgaf fastgengi argentínska pesó við Bandaríkjadal.

Much like Argentina a decade ago, Greece is approaching the final stages of its currency arrangement. There is every prospect that its euro membership will end with a bang

Það sem er þó enn verra er það að Grikkland gékk í myntbandalag Evrópusambandsins sem var sett á laggirnar án nokkurra útgönguleiða. Grikklandi hefur farnast enn ver í þessu myntfyrirkomulagi en Argentínu farnaðist í fastgengisfyrirkomulaginu við Bandaríkjadal. Á aðeins nokkrum árum hefur Grikklandi tekist að glata 30% af samkeppnishæfni landsins því laun og verðhækkanir hafa verið þar miklu meiri en í viðskiptalöndunum. Til að leiðrétta þetta þarf Grikkland að fella gengið, en getur það ekki.

Eins og í tilfelli Argentínu þá voru það utanaðkomandi stuðningsaðilar sem fjármögnuðu vitleysuna. Í Argentínu var það AGS en í Grikklandi er það seðlabanki Evrópusambandsins sem fjármagnar hið óumflýjanlega hrun sem mun koma. Með því að halda stuðningnum áfram er aðeins verið að seinka því óumflýjanlega og gera allt verra en það er nú þegar. Grikkland verður að yfirgefa myntbandalag Evrópusambandsins. Því fyrr sem það gerist því betra fyrir Grikkland." FT | Bloomberg

Mín skoðun: Ef Ísland væri með evru þá væri staðan á Íslandi ennþá verri en í Grikklandi. Ísland hefði þá verðlagt sig út úr heiminum á helmingi styttri tíma en Grikkland hefur gert. Það myndi þýða að ekki einn einasti sporður af fiski frá Íslandsmiðum væri lengur samkeppnishæfur á erlendum mörkuðum. Þá myndi öll landhelgi Íslands þurfa að nýtast af útlendingum á meðan ríkið Ísland færi fyrir fullt og allt í upplausn og á brotajárnahaug sögunnar. Ísland þolir ekki að missa myntina, íslensku krónuna, því þá mun landið ekki getað stillt af samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs svo það sé fært um að keppa á erlendum mörkuðum áfram. Það er jafn öruggt eins og sólaruppkoman. Íslenska krónan er órjúfanlegur hluti af sjálfstæði og fullveldi Íslands. Hún styður undir sjálfstæði og fullveldi landsins og færir Íslandi velmegun.

Like those Catholic fundamentalists who suggested that divorce would threaten the fabric of our society, the euro fundamentalists who run policy in Ireland suggest that, to leave the euro, would undermine the fabric of our economy. Like all fundamentalists, the thing they hate most is a sceptic. Lets hear it for the sceptics.

Eins og ofsatrúarmenn, hata ervutrúarmenn efasemdamennina. Írski hagfræðingurinn David McWiliams segir að eruaðild Írlands byggist á ótta og sé hjónaband sem gengur ekki. Írland verði að losa sig út úr myntbandalaginu sem fyrst. Það voru mikil mistök að Írland skyldi taka upp evru og það er pólitískum rétttrúnaði að kenna; David McWiliams

Þriðjudagur 12 janúar 2010

Mynd (DST) Danmörk er orðið dýrsta land í ESB. Kostnaðarvísitala yfir neysluútgjöld heimila í ESB og EEA

Nafnið Olli Rehn er mörgum kunnugt á Íslandi. Þetta er nafnið á finnskum embættismanni sem vinnur hjá embættismannakerfi ESB. Hann er núna að taka við nýju embætti hjá Evrópusambandinu í Brussel. Hið nýja embætti Olli Rehn er tengt málefnunum “efnahagur og myntbandalag Evrópusambandsins”. Finnar eru væntalega ánægðari með Evrópusambandsaðild Finnlands fyrir vikið, því fylgi við Evrópusambandsaðild Finnlands hefur yfirleitt fylgt því hversu mörg og mikilvæg embætti Finnar hafa fengið í Brussel. Árið 2004/5 voru Finnar einungis með eitt mikilvægt embætti í Brussel. Þá féll stuðningur Finna við Evrópusambandsaðild Finnlands niður í 45% í skoðanakönnunum.

Samkvæmt fréttaveitu Dow Jones segir Olli Rehn að það sé engin leið fyrir Grikkland að kasta frá sér evrunni og yfirgefa myntbandalagið. Það er ekki möguleiki segir Olli. “En ég mun nota allt mitt vald til að sjá til þess að Grikkland standi við “skuldbindingar” sínar sem meðlimur í myntbandalagi ESB”. Þarna á Olle við ríkisfjármál Grikklands, eða rétta sagt, hallarekstur Gríska ríksins. Því má halda fram að Olle sé nú kominn í nýtt embætti hjá ríkishallamælingaeftirliti Brussel eftir að hafa fyrst gengt þar embætti lykla Péturs.

Hið nýja starf Olla felst í því að taka út fjárlög hinna svo kölluðu “sjálfstæðu ríkja” í Evrópusambandinu - og blástimpla þau - með stimpli frá Brussel. Það er skoðun Olle að hann og Brussel eigi að geta endurskoðað ríkisfjármál hins gríska lýðveldis. Hann vill líka fá að endurskoða hagstofu Grikklands. Þetta jafngildir því að Evrópusambandið í Brussel treystir ekki lýðveldinu Grikklandi og þegnum þess til að ráða yfir og ráðstafa tekjum grískra skattgreiðenda. Því þarf Olle að koma og endurskoða vinnu grísku ríkisstjórnarinnar sem var kosin af fólkinu í Grikklandi. Enginn hefur hins vegar kosið Olla eða neinn í Brussel.

Olli Rehn segir ennfremur að hann óski eftir því að fleiri lönd Evrópusambandsins taki upp evru. Það kemur manni svo sem ekki á óvart. Þá fengi Olli meira að gera og fleiri lönd til að máta hallamál sín á. Fyrst var Olli stækkunarstjóri ESB en nú er hann sem sagt orðinn hallamálastjóri ESB. WSJ | TN

Poul Krugman nóbelsverðlauna- hagfræðingurinn, segir að sjálf Evrópa sé ágæt en það sé hins vegar evran og myntbandalagið sem sé slæm fyrir Evrópu. En hann segir ennfremur að það sé ekkert við þessu að gera því það sé ekki hægt að vinda ofan af myntbandalaginu, það er varanlegt fyrirbæri. Evrópa situr uppi með myntbandalag sem var slæm mistök fyrir Evrópu. Sorry, ekkert við þessu að gera nema eitt, að ganga aldrei í myntbandalagið; NYT

Þjóðhreyfinginin gegn ESB-aðild Danmerkur, Folkebevægslsen mod EU, krefst að dönsk stjórnvöld standi með og styðji við Íslendinga án skilyrða. Stjórn hreyfingarinnar segir að það sé forkastanlegt að dönsk stjórnvöld skuli hóta að draga tilboð um lán til íslenska ríkisins til baka ef ekki sé gengist við kröfum Breta og Hollendinga; Folkebevægslsen mod EU

Í leit að lægri verðum og lengri greiðslufrestum eru dönsk fyrirtæki í æ ríkara mæli að ganga frá lífsafkomu birgja og undirverktaka sinna dauðri. Um það bil 65% af birgjum og undirverktökum upplifa meiri pressu frá stórum viðskiptavinum. Verð eru pressuð svo langt niður og krafist er svo langs greiðslufrests að 45% fyrirtækjanna segja að lífsafkoma þeirra sé nú í húfi. “Við erum búin að tæknivæða og gera allt sem við getum til að ná kostnaði niður, svo næsta skref hjá okkur er bara gjaldþrot. Við getum ekki sagt upp vélmennum eða vélum. Þeim fjárfestingum erum við bundnir af. Kaupleigusamningar (leasing) um tæki og vélmenni gilda áfram þó svo við töpum peningum eða ekki.” Árið 2009 bauð uppá 50% fleiri gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku en árið 2008, eða yfir 5700 fyrirtæki sem urðu gjaldþrota í Danmörku það árið.

Nú mun hefjast nýr kafli og enn ein extra umferð ekki ósvipaðri þeirri sem ég lýsti í greininni seðlabankinn og þjóðfélagið. Hin pólitískt ákveðna fastgengisstefna Danmerkur mun nú krefjast massífrar aukningu í atvinnuleysi til langframa, því núna verður Danmörk af fara aftur í gang með enn eina “innvortis gengisfellinguna” því landið er búið að verðleggja sig útaf landakorti samkeppnishæfninnar innan ESB og alls heimsins. Þökk sé fastgengisstefnunni. Danmörk er orðið dýrasta land í ESB.

Þegar þessu verður lokið eftir 7-10 ára barning, munu eftir standa enn færri birgar, enn færri smásölufyrirtæki og fákeppni mun verða ennþá verri en hún er nú þegar. Einn til tveir risar verða þá eftir á flestum sviðum. Aðeins 15-25 bankar verða eftir í öllu ESB. Þessir fáu bankar munu verða færir um að kyrkja hagvöxt hvernær sem er og hvar sem er þegar þeim sýnist. Það er ótrúlegt að ASÍ og samtök iðnaðar á Íslandi skuli vera að berjast fyrir að láta taka íslensk fyrirtæki af lífi í handjárnum myntbandalags ESB. Afstaða þeirra til málsins hlýtur að byggjast á misskilningi eða á því sem er enn verra: hreinni heimsku; Børsen

Mánudagur 11. janúar 2010

Smjörfjöll Evrópusambandsins hækka. Hvort sem menn eru vanir að tala um smjörfjöll, kornfjöll eða kjötfjöll þá eru þessi fjöll oft nefnd einu nafni hér í ESB, þ.e. einungis smjörfjall. Nú er svo komið að þetta smjörfjall ESB vegur 2,5 milljón tonn og þar af er korn 2,4 milljón tonn af fjallinu. Mest af fjallinu er ræktað í landbúnaðargeira Þýskalands (850.000 tonn), Frakklandi (390.000 tonn), Póllandi (230.000 tonn) og í Finnlandi (216.000 tonn). Það er landbúnaðarframleiðsla bænda í Evrópusambandinu sem fer í að byggja þetta fjall embættismanna ESB í Brussel. Þessa framleiðslu geta bændur ekki selt og því er það hin sameiginlega landbúnaðarstefna ESB sem kaupir framleiðsluna og býr til úr henni fjall. Skattgreiðendur í löndum ESB borga; Land

Bændur á félagsmálastofnun. Sem dæmi um eyðileggingu þessarar stefnu má nefna að landbúnaður í Danmörku er núna, samkeppnislega séð, orðinn svo illa staddur að 62% af tekjum bænda koma frá því að vera á bótum hjá félagsmálastofnun ESB, þ.e. frá styrkjum; Børsen

Smjörfjall ESB hefur lengi verið tákn fyrir sóun á auðæfum Evrópusambandslanda. Sóunin er víða. Í Danmörku nota bændur t.d. kornið sem þeir rækta til að kynda upp með því. Hveiti, hafrar og bygg eru í svo lágu verði að það borgar sig betur að kveikja í því en að selja það. Reiknað er með að 3500 danskir bændur muni verða gjaldþrota á þessu ári og um 25% af öllum 13.000 dönskum bændum muni hætta búskap innan næstu fárra ára. Að meðaltali skuldaði hver danskur bóndi 27 milljón danskar krónur á síðasta ári. Núna er matur dýrastur í Danmörku af öllum 27 ríkjum ESB og enn dýrari en á Íslandi; BB | Land | Børsen | DST

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, lét þau orð falla á ríkisstjórnarfundi að gagnrýni og lýsingar erlendra embættismanna, stjórnmálamanna og fjölmiðla á efnahagsmálum Grikklands sé að nálgast kynþáttahatur. “Við verðum að varðveita sjálfstæði og rétt okkar til að taka okkar eigin ákvarðanir án erlendrar íhlutunar” sagði forsætisráðherrann; balita

Sprengja sprakk fyrir utan gríska þinghúsið á laugardaginn á meðan hluti af þingunu var að störfum. Enginn slasaðist; WAIS

SKJALASAFN STUTTRA OG OFT DAGLEGRA FRÉTTA

http://www.tilveraniesb.net/stuttar-vikufrettir