Íslenskt fjármálalíf í mikilli hættu vegna ábyrgðarlausrar framgöngu
Post date: Mar 23, 2009 3:57:11 PM
Með misskýrum hætti gerðu erlendir bankamenn starfsmönnum Seðlabankans grein fyrir því að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefði þanist úr, skipulagslítið og ógætilega í því trausti að lánsfjárútvegun yrði ætíð leikur einn. Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabankans vegna fundar með fulltrúum erlendra banka og matsfyrirtækja í febrúar á liðnu ári. Bankastjórar Seðlabankans gerðu ríkisstjórninni grein fyrir þessum áhyggjum.
Davíð Oddsson fráfarandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands