Veitur >
Erlent efni
Pistill: Síðasta verksmiðja Nokia í Vestur-Evrópu

Síðasta bíósýning Nokia í bænum?Síðasta verksmiðja finnska Nokia fyrirtækisins í Vestur-Evrópu er staðsett í bænum Salo í Finnlandi. Þar vinna 2.000 manns. Til að spara peninga mun Nokia senda alla 2.000 starfsmennina heim í þrjá mánuði á næsta ári. Lesið allan pistilinn hér: Síðasta verksmiðja Nokia í Vestur-Evrópu |
Þýska markið, Deutsche Mark, stjórnar ennþá öllu hér í Evrópu

Þessi gjaldmiðill átti að sameina. En hann sundrar kannski meira en hann sameinar. Núna skaðar hann efnahagsbata í þeim löndum sem eru ekki eins samkeppnishæf og eins ónæm fyrir of háu gengi og Þýskaland er. Þessi einkenni þýska hagkerfisins ráða mestu um hvert og hvernig gengi evru mun þróast. Þetta er bagalegt fyrir öll lönd sem eru með þessa evru, nema náttúrlega fyrir Þýskaland. Efnahagsráðherra Þýskalands segir að þetta sé "ekkert til að hafa áhyggjur af".
| Á sama tíma hefur seðlabankastjóri ECB ítrekað ósk sína um “sterkan Bandaríkjadal”, sem myndi þýða lægra gengi evru gagnvart dollar. Hans ósk er því lægri evra. Það sama hafa frönsk stjórnvöld gefið til kynna. En Þjóðverjar segja að þeir séu ekki háðir gengi evru gangvart Bandaríkjadal. Þess vegna er auðvitað ekkert að óttast. Hægri hönd Frakklandsforseta, Henri Guaino, segir að evra á 1,5 dollara sé "stórslys" fyrir Frkakkland (e. disaster).
|
Pistill: hugleiðing um raun-stýrivexti
Mér datt í hug að það væri gaman að sjá hvernig verðbólga (CPI eða vísitala verðlags) í þeim löndum sem núna eru hvað verst sett í kreppunni, hefur verið undanfarin ár miðað við raun-stýrivexti í þessum löndum. Til dæmis í evrulöndunum Spáni og Írlandi. Ég þekki þetta málefni af eigin persónulegri reynslu því ég bý í landi sem býr við þá furðulegu stöðu mála að stýrivextir þess eru næstum alfarið ákveðnir í útlöndum. Þegar verðbólgan var um 1,3% í Danmörku árið 1992 þá voru stýrivextir hér um og yfir 10%. Pistillinn er hér: Hugleiðing um raun-stýrivexti |
5,8% samdráttur í útflutningi evrusvæðis frá júlí til águst 2009
Útflutningur heldur áfram að dragast saman á evrusvæði og í Evrópusambandinu í heild á milli júlí og águst mánaða. Þessar tölur hafa dregið talsvert úr vonum manna um að efnahagsbati sé á leiðini eða jafnvel kominn í gang eftir að tölur frá júní-júlí höfðu gefið til kynna 4,7% vöxt í útflutnigni evrusvæðis og 3% í ESB í heild. En seinustu tölur benda til þess að batinn sé ekki til staðar ennþá. En nú er sem sagt vöxtur útflutnings máður út aftur;
Júlí 2009 til águst 2009
| Janúar-júlí 2008 til janúar-júlí 2009
|
Kosningaþátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins; sumar 2009.
43% kosningaþátttaka.Kosningaþátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins í sumar endaði á 43% þáttöku kjósenda á þessu 500 milljón manna landsvæði embættismanna sambandsins. Þetta er lélegasta kosningaþátttaka frá upphafi. Kosningaþátttaka í 18 af 27 löndum ESB var undir 50% og í 11 löndum var hún minni en 40%. Aðeins 19,6% íbúa Slóvakíu sáu ástæðu til að reyna að hafa áhrif á gang mála í ESB með því að kjósa. Í Lettlandi var kosningaþátttakan svo mikil sem 21%. Aðeins 24,5% íbúa í 38 milljón manna þjóðríki Póllands notfærðu sér kosningarétt sinn. Í aðeins 4 af 27 löndum ESB var kosningaþátttaka yfir 60%.Í Frakklandi kusu um 40% kjósenda. Það er lélegasta kosningaþátttaka þar frá upphafi. Um 43% Þjóðverja mættu á kjörstað og köstuðu atkvæði. Það er rétt tæplega lélegasta kosningaþátttaka frá upphafi þar í landi. Í Danmörku tókst að hækka kosningaþátttöku töluvert með því að láta kjósa samtímis um málefni dönsku konungsfjölskyldunnar, því þá mættu mun fleiri kjósendur á kjörstað en ella hefði orðið. | Úrslit þessara kosninga í öllum 27 löndum ESB voru tekin góð og gild af embættismönum sambandsins. Embættismenn Evrópusambandsins munu ekki fara fram á nýjar kosningar því það var hvort sem er engin stjórnarandstaða í boði sem hægt var að kasta atkvæði sínu á. Lítið var því í húfi fyrir embættismenn sambandsins hér. Ekkert meira hefði unnist fyrir þá með því að kalla kjósendur á ný inn í kosningabúrin eins og gert var á Írlandi þegar kosið var aftur um hvort færa ætti enn meiri völd yfir til embættismanna ESB í Brussel eða ekki. Þetta gerðist eftir misheppnuð kosningaúrslit þar í landi á síðasta ári. Þá kom "nei" út úr þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrá embættismanna ESB yfir Írum, því urðu Írar að kjósa aftur. Engir embættismenn Evrópusambandsins voru kosnir að þessu sinni og hafa heldur aldrei verið kosnir af neinum neinsstaðar í 27 löndum ESB; Þing ESB |
Atvinnuleysi á evrusvæði mældist 9,6% í ágúst
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Spáni nær þeirri ótrúlegu tölu að mælast 39,2%.
Síðustu 28 ár á evrusvæði:Þróunin atvinnuástands flestra landa evrusvæðis hin síðustu 28 ár má skoða hér |
Icesave-málið og afsögn Ögmundar
Grein eftir Hjörleif Guttormsson birtist á netinu í dag.
"Deilurnar út af Icesave-reikningum Landsbankans frá árunum 2007–2008 erlendis hafa upptekið pólitíska umræðu hérlendis meira en nokkuð annað frá því að kosið var til Alþingis í lok apríl og ný meirihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð í kjölfarið. Það sérkennilega við stöðu þess máls er að í langri samstarfsyfirlýsingu nýrrar meirihlutastjórnar frá í vor er ekki að finna starfkrók um Icesave frekar en það væri ekki til." Allar grein Hjörleifs má lesa hér á heimasíðu hans: Icesave-málið og afsögn Ögmundar og á vefritinu Smugan | "Ráðlegast væri jafnframt að stjórnvöld dragi fyrr en seinna til baka umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu en þar liggja þegar að er gáð rætur þess ástands sem hér ríkir." |
Atvinnuleysi á evrusvæði mældist 9,5% í júlí
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Spáni nær þeirri ótrúlegu tölu að mælast 38,4%.
Atvinnuleysi í ESB mældist 9% og 9,5% á evrusvæði.Hagstofa ESB birti í vikunni tölur yfir atvinnuleysi í ESB og ríkjum þess fyrir júlí mánuð 2009. Á síðustu 12 mánuðum hefur atvinnuleysi á evrusvæði hækkað um rúmlega 26,6% eða frá 7,5%. Fyrir allt ESB mælist atvinnuleysi núna 9% og hefur hækkað um 28,5% frá 7% fyrir ári síðan. | Þróunin atvinnuástands flestra landa evrusvæðis hin síðustu 28 ár
Þessi mynd hér að ofan sýnir 28 ára þróun atvinnuástands í stærsta hagkerfi evrusvæðis, Þýskalandi. Hægt er að skoða samskonar 28 ára tölur fyrir flest lönd evrusvæðis hér
|
Stórmennskubrjálæði Kaupþings til sýnis í Danmörku
Auglýsingakvikmynd íslensku fjármálastofnunarinnar Kaupþings er nú til sýnis á heimasíðu viðskiptablaðsins Børsen í Danmörku. Til að lýsa auglýsingamynd Kaupþings notar dagblaðið fyrirsögnina.:
"Stórmennskubrjálæði Kaupþings - nú sem kvikmynd".
Skyldi Børsen hafa vitað um umsókn fráfarandi utanríkisráðherra Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna? Eða jafnvel vitað um pönnukökubaksturinn?
Atvinnuleysi ESB, evrulanda ofl. síðustu 12 mánuði
9,4% atvinnuleysi á evrusvæði í júní 2009 og 18,1% atvinnuleysi komið á Spáni
Hagstofa Evrópusambandsins birti tölur yfir atvinnuleysi í júní mánuði í ESB og fleiri löndum á föstudaginn 31. júlí 2009
- Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 9,4% núna í júní 2009 og hefur hækkað frá 7,4% fyrir ári síðan.
- Atvinnuleysi í 27 löndum Evrópusambandsins mældist 8,9% núna í júní 2009 og hefur hækkað frá 6,9% fyrir ári síðan
- Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri mældist 19,5% á evrusvæði og 19,6% í 27 löndum Evrópusambandsins núna í júní 2009
- Hér til hliðar má bera saman þróun atvinnuleysis í Evrópusambandinu og á Íslandi síðustu 18 til 28 ár
- Hér að neðan má sjá þróun atvinnuleysis í Evrópusambandinu og víðar hina síðstu 12 mánuði
- Neðst á síðunnu er viðhengd fréttatilkynning hagstofu Evrópusambandsins sem PDF-skrá
1-10 of 87