Skuldabréfaútgáfa þýska ríkisins mistekst - aftur

Post date: Jan 09, 2009 5:26:56 AM

Skuldabréfaútgáfa þýska ríkisins mistekst á ný

Við skuldabréfasölu í fyrradag mistókst þýska ríkinu að selja skuldabréf ríkissjóðsins. Einungis 87% af 10 ára bréfunum gengu út. Þetta er í annað skipti á nokkrum vikum sem slíkt gerist og er næst versta útkoma úr skuldabréfaútboði þýska ríkisins frá upphafi. Skuldabréf þýska ríkisins þykja enn sem komið er ákaflega góð.

Skuldabréfaútboð Hollands, Bretlands og Ítalíu hafa einnig tekist illa og hafa ríkisstjórnir þessara landa neyðst til að bjóða betri ávöxtun. Spánn og Belgía hafa neyðst til að hætta við útboð vegna lítillar eftirspurnar eftir skuldabréfum þessara landa.

Skuldabréfasérfræðingurinn Meyrick Chapman hjá svissneska UBS bankanum segir að fyrst að þýska skuldabréfaútboðið hafi mistekist þá boði það ekki gott fyrir önnur lönd - "þýsk útboð mistókust bara ekki áður en þessi kreppa hófst".

Ríkisstjórnir um allan heim vonast eftir að geta selt skuldabréf fyrir þrjár trilljónir dollara á þessu ári. En hver á að kaupa? Ef þetta tekst hjá þeim þá þýðir það að ríkisstjórnir munu skulda þessa peninga.

Financial Times

Tengt efni

    • The Likely Future of the Eurozone (viðhengd skrá hér neðst á síðunni)