Forsíða
Mánudagur, 29. nóvember 2021
Kæru lesendur. Þetta vefsetur er í vinnslu vegna þvingaðra kerfisskipta Google-vistunarfyrirtækisins þar sem tímafrestur til umskiptanna var 1. desember 2021. Það sem þú sérð er enn aðeins hrá-breyting úr þerri sjálfvirku kerfisskiptingu. Á næstunni verður setrið lagfært, sett í nýjan búning, sjóndeildarhringur þess víkkaður og það mótað
ESB vs. BNA | Mikilvægi sjávarútvegs | Danir-Svíar-Norðmenn | Evrópusambandið er nú 30 árum á eftir Bandaríkjunum | Seðlabankinn og þjóðfélagið | Sameiginleg mynt hefur ekki leitt til meiri viðskipta á milli evrulanda
Samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum
Hvað fær stjórnmálamenn til að afsala og framselja fullveldi heilla ríkja yfir til Evrópusambandsins. Og hvað heldur þeim í söðlinum í því viðvarandi ferli? Dag eftir dag, ár eftir ár og áratug eftir áratug
Í Evrópusambandinu hefur nokkurskonar samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum skilað af sér og reist eftirfarandi svikamyllu um háls kjósenda til varanlegrar hengingar og glet áhrifamátt atkvæðisréttar þeirra
Samsærið gegn kjósendum
Hvað fær stjórnmálamenn til að afsala fullveldi ríkja sinna yfir til Evrópusambandsins? Hvað er það í raun sem fær stjórnmálamenn til að selja og gefa burt fullveldi og sjálfstæði þjóðríkjanna í Evrópu?
Svar
Þegar fullveldi og sjálfstæði ríkja verður óverjanlegt (e. indefensible) þá er mikil hætta á að þetta tvennt breytist smám saman í nokkurs konar pólitískan söluvarning. Að fullveldið og sjálfstæðið breytist í pólitíska "skiptimynt" og sogist inn á kauphallargólf hinnar pólitísku elítugræðgi hins pólitíska hagkerfis sem orðið er tröllrisavaxið
"Ég skal svíkja þjóð mína ef þú firrir mig ábyrgð gagnvart kjósendum mínum í staðinn. Þá mun ég geta setið fastar í sessi og án ábyrgðar ofan á kjósendum mínum. Þegar ég hef smám saman selt og gefið burt fullveldi þjóðarinnar, þá mun ég geta sagt við kjósendur mína; sorry, sem þjóðkjörinn fulltrúi ykkar neyðist ég til að segja við ykkur að þetta er því miður ekki hægt, því þetta er ekki lengur á okkar höndum."
"Þetta "þetta" er komið yfir til Brusselveldisins og þeir ráða þessu um "þetta"." Þannig get ég sem liðleskja, stjórnmálalegur undirförull fölsungur og dagsdaglegur hug- og getuleysingi, setið áfram og enn fastar sem klístruð klessa á háum opinberum launum ofan á kjósendum". Sem þá eru orðnir eins konar einkaþrælar valdaelítu sem enga ábyrgð ber gagnvart kjósendum. Er elítan þar með orðin eins konar sósíaldemókratískt nomen-klessu-klattúru-fílter á milli einræðisformsins og gervilýðræðis
Það er svona sem elítuvætt Evrópusambandið hefur risið upp til raunverulegra valda með svörtum og hvítum lygum og falsi stjórnmálastéttarinnar í ESB. Evrópusambandið er í engu sambandi við fólkið. Það er einungis vel launuð stóðelíta á leið til hins erfðafræðilega einræðis valdastrúktúrs meginlands Evrópu
Þetta sást vel í praxís og undir eins konar tímalegri hraðspólun í Noregi þar sem svo kallaðir "quislingar" spruttu upp í aðdraganda og undir valdatöku nasista í Noregi. Þegar fullveldi og sjálfstæði Noregs var orðið óverjanlegt, þá spruttu samskonar öfl úr læðingi og nú eru hægfara að verki í öllum löndum Evrópusambandsins. Þannig varð fullveldi Noregs að pólitískum viðskiptavarningi í hinum pólitíska sektor
Þetta endar auðvitað aldrei vel því þetta er sjálf fæðingardeild ónýtra stofnana sem ala af sér eilífa hörmung. Undir áföllum höfum við séð ömurleg öfl leysast úr læðingi. Og trúið mér; á meginlandi Evrópu mun elíta Evrópusambandsins nýta sér öll núverandi og framtíðaráföll til hins ýtrasta
Fullveldisafsalið treystir ömurlega ESB-elítuna í hverju landi og andlýðræðislega stjórnmálamenn ófrelsisins í söðli sínum. Báðir hópar eignast við afsalið verndara valda sinna hjá hinu yfirríkislega umboðsluasa valdi nómenklatúru-veldis ESB. Og þeir skýla sér þar á bak við rotnar einræðis- og umboðslausar- stofnanir þess
Hafið er okkar stóra vörn. Við liggjum ekki í túnfæti Þýskalands eins og til dæmi Danmörk gerir. Um þessar mundir er hægt að halda því fram að síðasta tækifæri Dana á að verða fullvalda þjóð sé að renna út, áður en Grænland lýsir yfir sjálfstæði. Þangað hefðu Danir getað flutt og notið og varið sjálfstæði sitt fram í rauðan dauðann. Í túnfæri Þýskalands getur ekkert sjálfstæði neinna ríkja þrifist eftir að stórveldi Bandaríkjamanna pakkaði saman og fór heim frá meginlandi taparanna í ESB
Fyrir andvirði einnar Kredithörpu sem marrar þungt í höfninni í Reykjavík, hefði mátt kaupa 8 til 12 stykki af F-16 orustuþotum til ótvírætt að handhefja lögsögu fullveldisins í lofthelgi lýðveldis okkar Íslendinga. Sem samstilltur stórstrengur við Bandaríkjamenn væri hljómkviða framtíðar Íslendinga í eigin landi þar með orðin ósigrandi. Og undir 200 sjómílum og áframhaldandi sterkum og peningalega græðandi sjávarútvegi, hefði arður hans sjálfviljugur getað reist tónlistarhús sem hæfði landi fiskimanna og bænda. Tónlistarhús myntsvæðis íslensku krónunnar á átjándu stærstu eyju heimsins hefði þá getað orðið aðdáunarvert
Í staðinn búum við við ríkisskipulagt undanhald sem koma mun á ánauðarríki fátæktarinnar í anda hins verðandi Evrópusovétsambands. Því þangað stefnir Evrópusambandið
. . og með aðstoð lagaumhverfis og lagabálka gerfidómstóls
Yfirríkisstjórnarskrá Evrópusambandsins, Lissabonsáttmálinn, fyrirskipar ákveðið "samfélags- og efnahagslegt lífsmódel" eða "líferni" í öllum ríkjum sambandsins fyrir alla þegna ESB, alveg eins og stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna gerði; en hún fyrirskipaði að kommúnismi væri hið eina leyfilega og löglega samfélags- og efnahaglega lífsform fyrir alla borgara og fyrirtæki innan landamæra Sovétríkjanna. Út frá stjórnarskránni þeirri ættu allir að skoða æðstu dómstóla gömlu Sovétríkjanna - og því næst allan æðsta dómstól Evrópusambandsins, lög hans, dóma og túlkanir; þ.e.a.s. Evrópudómstóllinn (e. "European Court of Justice" ECJ)
ECJ-dómstóll Evrópusambandsins styður aðeins þau "réttindi" borgara og fyrirtækja innan sambandsins sem stuðla, hvetja og vinna að ákveðnum málstað sem njörvaður er niður í undirstöðu allra sáttmála Evrópusambandsins; "Une certaine idée de l'Europe" eða "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu(sambandið)". Þessi hugmyndagloría um Evrópu er dómstólinn sjálfur, lög hans og túlkanir. Hún er dottin niður til Jarðar sem framandi geimvera og er illfygli mikið. "Réttindi" borgranna eru af ECJ-dómstólnum aðeins leyfð ef þau stuðla að "meiri sameiningu" (e. integration)
Og það þýðir í praxís að dómstóllinn mun alltaf dæma þessari "samruna hugmynd um Evrópu" í hag og með gúrkuaðferðinni vaða yfir áður stjórnarskrárbundin réttindi þegnana í öllum aðildarríkjunum. Réttindi borgarana á lagasvæði dómstólsins — og sem hann skammtar — eru bara til í raunveruleikanum ef þau gagnast, stuðla að og styðja við þessa "hugmynd um sameinaða Evrópu". Ef þau stangast hins vegar á við "hugmyndina um sameinaða Evrópu" þá eru réttindi borgarana ekki til (e. non existing) í augum dómstólsins
Lengra nær hinn heimspekilegi grundvöllur og lagarammi dómstólsins ekki. Þetta er í eðli sínu einræðisleg uppskrift (e. totalitarian concept) að nýju helvíti á okkar Jörð. Þetta er kjarninn í ESB. Og þetta er nýtt sovét, eins og við mátti búast af meginlandi Evrópu
Við eigum að segja okkur úr EES og lifa undir þeim lögum sem aðeins við sjálf setjum fyrir okkur sjálf og bara fyrir okkur sjálf. Magna Carta frá 1215 verðum við ávalt að muna og bera í brjóstum okkar. Fátt verður mikilvægara í þeirri afar slæmu framtíð sem herja mun á okkur frá hinum nýju Evrópusovétríkjum ESB
Ágrip sögu Íslands: Lestu mig
Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru? Lestu mig
Sælir kæru lesendur
Þetta vefsetur mitt, Gunnars Rögnvaldssonar, er tileinkað sjálfstæði Íslands. Það er auðvelt að muna slóðina á þessa síðu því nafnið byggist á reynslu og tilveru minni í ESB síðastliðin 24 ár. Best er að muna nafnið á þessu vefsetri með því að tengja saman orðin tilveran í esb á netinu: www.tilveraniesb.net
Það er álit mitt að það væru mistök árþúsundsins ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Heimurinn er miklu stærri en svo að það sé ráðlegt að binda Ísland of þétt við hið hnignandi samfélag Evrópusambandsins, því dragsúgurinn verður þar mikill í framtíðinni
Ég mun uppfæra þessa síðu að staðaldri með þó nokkru af nýmeti og áherslum sem tengjast sjálfstæði Ísland og baráttu fyrir að svo megi verða áfram. Þetta vefsetur er persónulegt málgagn mitt og því ekki hlutlaus veðurathugunarstöð. Ég hef ekki ennþá séð hlutlausa umfjöllun um pólitík.
Málefni Evrópusambandsins eru fyrst
og fremst pólitísks eðlis. Það er langt síðan Evrópusambandið hætti að vera efnahagsbandalag. Það sem er í gangi í Evrópusambandinu núna og næstu mörg árin er hinn pólitíski samruni landa ESB.
Einungis frjálst og fullvalda Ísland mun geta búið til þá velmegun og farsæld sem er svo bráðnauðsynleg til að áframhald getir orðið fyrir íslensku þjóðina næstu 1000 árin.
Einungis fullt sjálfstæði mun ala af sér þá nauðsynlegu sjálfsbjargarviðleitni og sjálfsábyrgð sem er forsenda frelsis, velmegunar og fullveldis. Vöðvar frelsisins verða að vera virkir, þeir þola ekki spennitreyjur, því þá visna þeir. Frelsið þarf því að iðka af fullum krafti - það er vöðvabúnt heilans og okkar dýrmætasta auðlind Því langar mig að legga mitt af mörkum til að Ísland megi vera fullvalda og sjálfstætt ríki áfram. Ég óttast að verið sé að markaðsfæra ESB á Íslandi á svipaðan hátt og reynt var að markaðsfæra hin nú hrundu Sovétríki á Íslandi fyrr á tímum, eða sem hamingjunnar paradís. Allir vita núna hvernig var á bak við tjöldin þar
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson
****