Sjálfstæðisflokkurinn er í herkví – hann þarf að brjótast út úr henni

Post date: Dec 14, 2008 12:23:51 AM

Sjálfstæðisflokkurinn er í herkví – hann þarf að brjótast út úr henni

Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir margþættum vanda um þessar mundir. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokksins meðal kjósenda hafi aldrei í sögu hans verið minna en nú og krafan um kosningar er hávær. Hrun bankakerfisins og mesta efnahagskreppa, sem yfir okkur hefur dunið í fjörtíu ár vekur upp spurningar um, hvort sú þjóðmálastefna, sem flokkurinn hefur haft forystu um í einn og hálfan áratug hafi beðið skipbrot. Samfylkingin, samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur skipulagt einelti gagnvart Davíð Oddssyni, formanni bankastjórnar Seðlabankans og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fundið hljómgrunn víða í þjóðfélaginu og valdið núverandi forystu flokksins pólitískum erfiðleikum. Ófarir krónunnar í hremmingum undanfarinna vikna hafa vakið upp sterkari kröfur en áður um aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru. Viðbrögð flok Meira