Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?

Post date: Mar 24, 2009 8:20:8 PM

The Bruges Group: er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?

Það er Bruges Group sem spyr þessarar spurningar. Svarið er því miður neikvætt

Samkæmt uppgjöri The Bruges Group er Bretland varla sjálfsætt ríki lengur. Eftirfarandi mynd hér neðar á síðunni er frá bæklingi The Bruges Group - "All you need to know about the EU". Ef Bretland væri að fullu í myntbandalagi ESB þá væri einnig hægt að bæta peningastefnu og gjaldmiðlamálum (100%) á þennan lista hér að neðan, ásamt gullforða Bretlands

Heiðursforseti The Bruges Group er fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher og varaforseti hópsins er fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Norman Lamont. Það var í fjármálaráðherratíð Norman Lamont að gjaldmiðlasamstarf Evrópusambandsins (ERM) hrundi svo að segja til grunna árið 1992. Það eina sem stóð eftir var óbreytt gengi á milli mynta Hollands og Þýskalands. Í Bretlandi var ERM fyrirkomulagið oft uppnefnt sem The Extended Recession Mechanism (hið framlengjandi kreppu fyrirkomulag), því ERM fyrirkomulagið hafði valdið miklum búsifjum í efnahag Bretlands og atvinnuleysi varð þar hrikalegt.

Tengt efni

Skýrsla Richard Conquest og

Bruges Group um framtíðarhorfur evru

ERM reyndist þarna einungis vera slæm tilraunastarfsemi ESB með líf þegnana í þeim löndum sem áttu aðild að samstarfinu. Þetta fyrirkomulag kemst einna næst því að geta kallast útópía Evrópusambandsmanna. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess núna að þetta fyrirbæri skyldi ná að komast í tísku hjá mönnum með fyrsta flokks hagfræðimenntun þarna á þessum tímum. En það eru þó einungis 17 ár síðan hagfræðingar margra landa trúðu á þetta ERM/EMS fyrirkomulag.

Hrun ERM/EMS gjaldmiðlasamstarfs ESB árið 1992

  • 14 nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3%

  • 08. september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM bindingu

  • 17. september 1992: Bretland gefst upp á gagnkvæmri ERM bindingu, pundið flýtur aftur

  • 17. september 1992: Ítalía gefst upp á ERM bindingunni, líran flýtur aftur

  • 17. september 1992: Spánn gefst uppá þröngri ERM bindingu

  • 19. nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja bindinguna.

  • 23. nóvember 1992: Spænski peseta og portúgalski escudos eru felldir um 6%

  • 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM bindingu

  • 02. ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2.25% gagnkvæmri bindingu ERM.

Formáli: A POLITICAL ARTIFICE

The first and possibly the most important fact about the euro is that it is a political construct. It is not the product of a market driven, evolutionary, organic economic process but is rather the product of a Utopian political idea. This means that from the inception, European monetary union has served a political function to which economic and financial realities were always to be subservient. It is hugely significant that this process never served a democratic idea, and when it was tested by the electorate, it was usually rejected. The vital point is that such an arrangement, a prematurely constructed euro, is absolutely certain to produce serious economic problems of a particularly intractable kind. Intractable for political rather than purely economic reasons as has been the case with fixed exchange rate regimes in the recent past since the abandonment of the Bretton Woods system of fixed exchange rates between 1971 and 1973.

innskot . . .

ERM flash back: Þetta er ekki lygasaga

Svíþjóð í kreppu - hið fræga ár 1992 og svarti september

    • 10. janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 SEK milljarða halla

    • 26. ágúst - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent

    • 8. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent

    • 9. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent

    • 16. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent

    • 23. september - Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"

    • 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur

    • 19. nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent

Til baka til 2009: hvað svo?

Núna nýtur Svíþjóð þess að hafa sjálfstæðan frjálsan gjaldmiðil. Það er nefnilega neikvæður vaxtamunur (negative spread) á milli Svíþjóðar og allra landa myntbandalags ESB, þar með talið Þýskaland.

Forstjóri Jyske Bank, Anders Dam, benti ríkisstjórn Danmerkur og danska þinginu nýlega á að sænska ríkið, sem stendur alveg fyrir utan myntbandalagið, nýtur mun betri og lægri vaxtakjara á lánsfjármörkuðum en öll þau lönd sem eru í myntbandalaginu, þar með talið Þýskaland sjálft.

"Það kæmi mér ekki á óvart að markaðurinn álykti sem svo að sænska ríkið sé betri skuldari, til legnri tíma litið, en löndin í myntbandalaginu vegna þess að Svíþjóð hefur sína eigin mynt". Þessi mynt Svía, segir Anders, gerir það að verkum að Svíar hafa betri verkfæri til að tryggja að skattatekjur - og þar með greiðslugeta sænska ríkisins - þorni ekki upp í takt við að atvinnuástand versni og útflutningur stoppi vegna lélegrar samkeppnishæfni sem kemur þegar lönd ráða engu um gengi og vaxtastefnu gjaldmiðla sinna.

Í lok ræðu sinnar sagði Anders Dam:

"Forsætisráðherrann segir okkur að allir sjái að það kosti að standa utan við myntbandalagið. Þá segi ég: ekkert jafnast á við góða hagstjórn - og ég heiti ekki "Allir"

Myndband með ræðu Anders Dam:

framhald . . .

The entirely ‘man made’ problems that confronts the eurozone today have their origins in the fatally flawed notion that one exchange rate and one interest rate are appropriate for economies with very different and disparate histories, structures, performances and sovereign governments. This idea was originally an alarming display of sub-schoolboy economics on the part of the political elite of Europe, and worse still matters have not changed. It is a proposition that flies in the face not only of elementary economic theory but also of past experiments with monetary unions, and indeed, fixed exchange rate regimes.

There are also institutional problems, notably that the institutions of the European Union suffer from a ‘democratic deficit’. The European Central Bank is seen to lack the kind of transparency that characterises both the Federal Reserve Board and the Monetary Policy Committee of the Bank of England.

The move towards political, economic and monetary union has been implicit in European politics even before the signing of the Treaty of Rome in 1959. This has involved various arrangements to try to ‘stabilise’ exchange rates on the totally spurious ground, amongst others, that without this a unified market was impossible. Nobody argues that the North American Free Trade Association cannot work without monetary union. This notion of using a fixed exchange rate regime to ‘stabilise’ exchange rates is itself economically semi-literate: Like any other commodity, the value of money denominated in different currencies between markets will fluctuate depending upon an indeterminate number of economic and political variables.

Lesið alla skýrsluna hér: Is the euro Sustainable?

Mynd: Norman Lamont

Smellið á myndina til að stækka hana

Málefni Bretlands sem eru ennþá undir breskri stjórn og hinsvegar þau málefni sem eru komin undir stjórn Evrópusambandsins, að hluta til eða að fullu leyti

Quantitative Easing, the Credit Crunch and the EU

Fyrir stuttu hélt The Bruges Group fund um fjármálakreppuna. Hér er myndbandið frá þeim fundi. Talað er m.a. um hvaða verkfæri standa hinum ýmsu löndum, þ.e. aðallega seðlabönkum þeirra, til ráðstöfunar í baráttunni við þessa erfiðu kreppu. Hvaða lönd hafa staðið sig best og hvaða bankakerfi hafa komist best frá kreppunni. Komið er meðal annars inná "Quantitative Easing"