Post date: Sep 05, 2009 12:55:42 AM
Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Spáni nær þeirri ótrúlegu tölu að mælast 38,4%.
Hagstofa ESB birti í vikunni tölur yfir atvinnuleysi í ESB og ríkjum þess fyrir júlí mánuð 2009. Á síðustu 12 mánuðum hefur atvinnuleysi á evrusvæði hækkað um rúmlega 26,6% eða frá 7,5%. Fyrir allt ESB mælist atvinnuleysi núna 9% og hefur hækkað um 28,5% frá 7% fyrir ári síðan.
Smellið á fánablöðin til að fara einn mánuð aftur í tímann. Fréttatilkynning Eurostat er viðhengd hér neðst sem PDF skrá
Hjá ungmennum undir 25 ára aldri reyndist mældist atvinnuleysi í júlí 2009 vera 19,7 í ESB 27 löndum og 19,6 á evrusvæði. Hæst var það á Spáni eða heil 38,4% sem er ógnvænlega há tala.
Þessi mynd hér að ofan sýnir 28 ára þróun atvinnuástands í stærsta hagkerfi evrusvæðis, Þýskalandi. Hægt er að skoða samskonar 28 ára tölur fyrir flest lönd evrusvæðis hér
Mynd: frá Eurostat