Mikil spilling í Evrópusambandinu og í Brussel segja þegnarnir

Post date: Dec 11, 2009 4:58:18 PM

Það er sem sagt komið að útborgunardegi. Ekki fyrir Íra heldur fyrir þá sem sendu þeim evruna með neikvæðum stýrivöxtum árum saman. Það er að segja, stýrivextirnir voru neikvæðir á Írlandi því þar var verðbólgan miklu hærri en heima á þýska stýri-vaxtaheimilinu í Frankfurt. Þessir þýsku vextir stýra svo vel.

Perhaps its best hope now is to revert as soon as possible to third world status and qualify for a loan from the IMF.

Það er eiginlega ekki hægt að hafa eftir það sem stendur um það sem stendur í bókinni. Best er að lesa það í hljóði. En þarna á bloggsíðunni er nefnt að Írar verði að byrja þjóðfélag sitt uppá nýtt, því það sé svo spillt. Þetta hefur maður kannski heyrt áður? En maður, var þetta ekki paradísin sjálf? Var þetta ekki í ESB? Var evran þá sem Trójuhryssa Landgönguprammadóttir fyrir Íra? Já það var hún, greinilega; Bloggsíðan Sinn Féin Keep Left; Time for mutiny on this ship of fools

Svo er það meginlandið sjálft og Brussel.

Þar er ástandið víst ekki mikið betra ef marka má skoðanakannanir. Niðurstöður Eurobarometer um spillingu í ESB eru eftirfarandi:

Þrír af hverjum fjórum 500 milljón manns Evrópusambandsins segja að það sé mikil spilling í samfélagi þeirra. Þetta eru þá 375 milljón manns sem segja að þeir búi í spilltu samfélagi. Þeir segja að spillingin sé fólgin í samspillingu stjórnmála- og viðskiptalífs. Þetta er ekki nýtt því þetta er það sama og fólk sagði í flestum löndunum árið 2007.

Nema í Finnlandi, því þar segja tvöfalt fleiri Finnar að það sé spilling í finnska samfélaginu en árið 2007 - eða 51% Finna á móti 25% Finna í dag. Það eru fjármál stjórnmálaflokka og einstök skandalamál einstaklinga í fjölmiðlum sem valda þessari breytingu í Finnlandi.

Svipuð en þó verri er sagan í Austurríki. Þar álíta 61% að það sé spilling í þjóðfélagi þeirra á móti 47% á árinu 2007. Austurríkismönnum finnst vera spilling í dómskerfinu, lögreglu og stjórnmálum. Mútur eru þar líka nefndar.

Einna verst er ástandið á Möltu. Þar finnst næstum öllum íbúum þessarar eyju að spilling ríki í samfélagi þeirra, eða 95% á móti 84% árið 2007. Lengi getur vont versnað.

Í Bretlandi álitu 74% land sitt vera spillt. Þetta er 9 prósentustigum verra en árið 2007. Næstum allir Búlgarar álitu samfélag sitt vera spillt, eða 97% þjóðarinnar. Einungis 22% Dana finnst danska samfélagið vera spillt. Margir Íslendingar vita að Danmörk er eitt af fimm Norðurlöndum.

Svo kemur rúsínan í ESB-endanum: Yfir 75% af 500 milljónum íbúum ESB álíta að Evrópusambandið sjálft og stofnanir þess séu spilltar. EU Observer;

Europeans see corruption as major problem

Ýmsar slóðir

11. des 2009

10. des. 2009

9. des 2009

Er evran landgönguprammi?

Spilling er tískuorð á að minnsta kosti á tveimur eyjum og heilu meginlandi. Þetta á ekki bara við núna heldur næstum alltaf. Inn á tölvuskjá minn rataði írska bloggsíðan Sinn Féin Keep Left. Ástæðan var sú að ég var að "Googla" Finnland. Jahá svona gerist þetta. Þessi írska bloggsíða fjallar ekki um Finnland heldur um Írland. Þar var verið að vitna í bókadóm í blaðinu Guardian. Bókin heitir: “Fullfermi af fíflum - hvernig heimska og spilling sökkti hinum keltneska tígur"

Irish GDP is now shrinking faster than in any other advanced economy, and the country's gross indebtedness is larger than Japan's

Mín reynsla er sú að það fyrsta sem manni dettur í hug er yfirleitt það rétta. Þegar ég sá mynd bókarkápunnar af þrífóta evrunni þarna á kafi í höfninni í Dyflinni, þá datt mér strax í hug sokkinn landgönguprammi. Búið er að losa og tæma djásnið. Upp er svo sprottinn skógur byggingakrana. Afleiður byggingakrana eru yfirleitt byggingar - og skuldir, miklar skuldir.

En byggjendur eru nú flestir lagstir í rúmið inni í svefnálmunni sem NAMA-ríkisstjórn Írlands er að leigja undir alla þá sem byggðu þessa risastóru svefnálmu - og sem seinna urðu atvinnulausir eftir að þeir voru búnir að losa, tæma og byggja úr prammanum.