Vill að aðeins ein rödd tali fyrir öll evrulöndin

Gunnar Rögnvaldsson 18. janúar 2010

Evrusvæðið hafi aðeins eina rödd í alþjóðafjármálastofnunum, valdahópum og á ráðstefnum

Nota á meðbyr kreppunnar til að pressa í gegn að framvegis muni einungis ein rödd tala fyrir öll lönd myntbandalagsins í stofnunum, ráðum og nefndum ásamt innan alþjóðlegra fjármálastofnana — AGS, G20 — og einnig á ráðstefnum, eins og t.d. þerri sem fór fram í Kaupmannahöfn. Junker segir að það sé heimild fyrir þessu í nýju stjórnaskrá Evrópusambandsins þannig að aðeins einfaldur hæfur meirihluti geti ákveðið hvað og hvernig skuli haldið á málum allra landa evrusvæðis útá við.

Tengt

Nú hefst sá tími þar sem embættismenn ESB munu reyna allt sem þeir geta til að auka völd sín og Brussel á kostnað einstakra radda hinna svo kölluðu sjálfstæðu aðildarríkja Evrópusambandsins. Kreppan er nú, sem oft áður, notuð sem átylla fyrir enn meiri samruna og enn meiri miðstýringu innan ESB. Evrópusambandið og völd þess vaxa alltaf mest í krísum og áföllum því krísur og kreppur eru þeir tímar þar sem kjósendur missa mest tiltrú á stjórnmálamönnum á eigin heimavelli. Þá halda kjósendur hve mest að eitthvað annað og betra sé í boði hjá "hinum" handan við dalinn. Hjá þeim sem kannski enginn þeirra kaus í neinum kosningum.

Ein tillagan í þessa átt kom út á prenti í þýsku útgáfu Financial Times í gær. Þar mælir Jean Claude Juncker, sem er bæði forsætisráðherra Lúxemburg, fjármálaráðherra Lúxemburg og forseti evruhópsins [e. EuroGroup, fjármálaráðherrar evrulanda] með því að aðeins ein rödd tali fyrir allt evrusvæðið í framtíðinni. Junker ætlar að notfæra sér þann pólitíska meðbyr (e. political momentum) sem ríkir í kreppunni og eftir vonbrigði Evrópusambandsins með Kaupmannahafnarráðstefnuna og síðustu G20 fundi í London og Pittsburgh.

"I am not saying that the euro area will collapse. It would probably not be in any member state’s interest to quit the euro area and adopt a national currency. But the big risk is not so much break-up, but mayhem. The euro area may enter into a permanent semi-depression, not quite bad enough to force countries out, but sufficient bad to lead to very negative economic consequences that remain unsolved." A crisis wasted