Nýjustu hagvaxtartölur

Post date: Apr 07, 2009 2:24:53 PM

Í gær birtust nýjar og leiðréttar hagvaxtartölur fyrir lönd ESB, EEA og fleiri lönd. Þetta eru tölur fyrir 4. ársfj. 2008. Samdráttur í þjóðarframleiðslu evrulanda reyndist verri en fyrri tölur hagstofu ESB höfðu sýnt. Fyrstu hagspár fyrir 1. ársfj. 2009 sem gera ráð fyrir 7% samdrætti í þjóðarframleiðslu evrusvæðis fyrir allt árið 2009, eru nú farnar að birtast frá efnahags- og greiningastofnunum. Þær mun ég fjalla um seinna. Fyrir fjórum mánuðum hljóðuðu þessar sömu spár uppá jákvæðan hagvöxt fyrir árið 2009.

Hér fyrir neðan eru tölurnar flokkaðar, bæði á mynd - og talnaformi.

Hér neðar á síðuni eru einnig skýringar frá Hagstofu Íslands ásamt slóð á Hagtíðindi.

Fjórðungstölur: frá ársfjórðungi til ársfjórðungs

Á myndmáli

New data show that a record contraction in the euro zone's economy in the fourth quarter was worse than initially estimated, suggesting a deeper downturn.Wall Street Journal

Euro-Zone GDP Drop Deepens

Fjórðungstölur: Ár til árs

Á myndmáli

Smellið á myndina til að skoða hana

Tölur

Hagvöxtur miðað við fyrri ársfjórðung

Tölur

Smellið á myndina til að skoða hana

Hagvöxtur miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári

Heimild: Eurostat

    • Fréttatilkynning Eurostat er viðhengd hér að neðan. Fleiri tölur og atriði er hægt að skoða hér: Hagvaxtartölur

Í uppgjöri Hagstofu Íslands segir meðal annars:

Tengt efni

Hvað er það sem virðist hafa fest Evrópu-sambandið í hagvaxtargildru? Lestu mig

" Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 0,9% að raungildi frá 3. ársfjórðungi 2008 til 4. ársfjórðungs 2008. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 14% þar sem einkaneysla dróst saman um 15% og fjárfesting um tæplega 14%. Samneysla óx hins vegar um 2,4% frá 3. ársfjórðungi 2008 til 4. ársfjórðungs. Þá er talið að útflutningur hafi vaxið um 1,5% en innflutningur hafi dregist saman um tæplega 33%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli ársfjórðunga, ekki ára. Sé miðað við sama ársfjórðung árið áður er landsframleiðslan talin hafa dregist saman um 1,5% á 4. ársfjórðungi 2008.

Verulega minni innflutningur olli því að afgangur varð á vöru- og þjónustuviðskiptum á 4. ársfjórðungi 2008 og því dróst landsframleiðslan mun minna saman en þjóðarútgjöld.

Vegna bankahrunsins og efnahagskreppunnar hérlendis og í umheiminum eru þær tölur sem hér birtast fyrir 4. ársfjórðung 2008 háðar nokkru meiri óvissu en endranær. "

Skoða Hagtíðindi Hagstofu Íslands hér: Landsframleiðslan á 4. ársfjórðungi 2008