Seðlabanki Sviss lækkar vexti í 0,25% og hefur aðgerðir í markaði

Post date: Mar 13, 2009 5:45:36 AM

Það er gott að ráða yfir sinni eigin mynt. Seðlabanki Sviss lækkar vexti og hefur aðgerðir í markaði

Svissneski seðlabankinn hefur lækkað vexti sína og hafið opnar aðgerðir í markaði (intervention & easing) til þess að lækka gengi svissneska frankans og einnig mun seðlabanki Sviss á óbeinan hátt hefja seðlaprentun til að sporna við auknum verðhjöðnunarþrýstingi. Þessi óbeina seðlaprentun er kölluð "Quantitative Easing" og felst í stuttu máli í því að seðlabankinn býr til peninga beint út úr hinu bláa lofti (án þess að prenta þá) og dæla þeim inn í bankageirann. Þetta er fyrsta skref í átt til eiginlegar seðlaprentunar. Peningamagn er því aukið óbeint.

Ef gengi svissneska frankans lækkar nógu mikið þá mun það á óbeinan hátt aðstoða m.a. lönd Austur Evrópu við að borga af lánum sínum sem mörg eru í svissneskum frönkum - en að því gefnu að gengi landa Austur Evrópu falli ekki einnig.