Greinar

Þessi síða er í vinnslu

Áhlaupið á íslensku krónuna

Frá Þjóðmálum: 4. hefti 7. árgangur Vetur 2011

Áhlaupið á íslensku krónuna

Íslenska krónan er undir áhlaupi. Þetta áhlaup er hið fyrsta og eina sem krónan hefur orðið fyrir. Áhlaupið kemur ekki frá fjármálamörkuðum. Það kemur frá skynsemi manna, eða réttara sagt, frá skorti á skynsemi og heilbrigðri hugsun. Það kemur frá stjórnmálamönnum, hagsmunasamtökum og hópum sem vilja leggja íslensku krónuna niður og gera „eitthvað annað“ án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Veruleikafirringin varðandi myntmálin á Íslandi er hættuleg sjálfstæði, fullveldi og framtíð Íslands.

Seðlabankinn og þjóðfélagið

Frá Þjóðmálum vetur 2008/9

Seðlabankinn og þjóðfélagið

Hugleiðingar í tilefni af linnulausum árásum á Seðlabanka Íslands og íslensku krónuna

Þokan í Frankfurt er mér minnisstæð því þar fór grátt í grátt svo oft saman og hljóp síðan yfir í blýgrátt við enda dagsins. Ég er að tala um gráu þokuna og gráu steinsteypuna við innkeyrsluna í þýska seðlabankann, Deutsche Bundesbank. Gráar Mercedes Benz bifreiðar komu brunandi upp að varðskýlinu sem ennþá er þarna fyrir framan þennan gráa seðlabanka Þýskalands. Enginn vissi hvort nokkur væri inni í þessum gráu bifreiðum því rúðurnar voru svo dökkar. En stuttu seinna komu nokkrir gráir menn í gráum jakkafötum fram í sjónvarpinu og sögðu aftur nei. Þetta endurtók sig mörgum sinnum í nokkur ár. Nei, nei, engin stýrivaxtalækkun núna. Þetta var bankinn sem gárungarnir kölluðu Bunkersbankann, með tilvísun í sprengjuheld þýsk steinsteypubyrgi úr fyrri styrjöldum sem hafa verið ekki svo fátíðar á þessum slóðum hin síðustu hundrað ár. Nei og aftur nei. Allir biðu í eftirvæntingu, en enginn vissi neitt eða gat gert neitt. Hvað munu þessir gráu menn í þýska seðlabankanum gera núna? Munu þeir lækka vextina? Greinin birtist einnig hér á AMX

Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru

Frá Þjóðmálum, haust 2008

Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?

Fyrsta og annað farrými hagkerfa

Visna vöðvar frelsisins ef þeir eru ekki notaðir? Sumir vilja líkja frelsinu við vöðva heilans. Ég er sammála þessari samlíkingu. Hvaða þýðingu hefur frelsið fyrir velmegun og hvað er það sem fær velmegun til að vaxa og dafna?