Laun opinberra starfsmanna í Lettlandi lækkuð um 25% og fjárlög því skorin um 7%

Post date: Jan 09, 2009 5:22:43 AM

Samkæmt þessari grein Christoph Rosenberg hagfræðings Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins (IMF) í vettvangs- og sendihópi sjóðsins til Lettlands, hafa laun opinberra starfsmanna í Lettlandi verið lækkuð um 25% vegna þess að ríkisstjórn Lettlands vildi ekki breyta föstu gengi myntar Lettlands, lats, við evru. Sem liður í gengisuppihaldi lats við evru þá verða fjárlög Lettlands því skorin niður um 7% til að byrja með. Búist er við að laun starfsfólks í einkageiranum muni einnig lækka.

Margir hagfræðingar eru undrandi yfir því að IMF hafi samþykkt að veita Lettlandi efnahagsaðstoð svo lengi sem of hátt gengi myntar landsin sé ekki gefið tækifæri til á jafna út þá skerðingu sem það hefur valdið á samkeppnishæfni efnahags Lettland við umheiminn - miðað við það efnahagsástand sem ríkir núna. Þar á meðal eru hagfræðingarnir Paul Krugman, Edward Harrisons og Edward Hugh. Þeir búast við enn versnandi áhrifum frá fastgengisstefnu Lettlands og sem muni þýða mikla fækkun vinnandi fólks í Lettlandi og að til landflótta muni koma.

Lettar hafa skrifað inn athugasemdir við bloggrein Christoph Rosenbergs hér. IMF var á sínum tíma harðlega gagnrýndur fyrir að hafa stuðlað að auknum óförum fyrir efnahag Argentínu með því að taka í mál að Argentína héldi fast við fastgengisstefnu sína við dollar. Paul Krugman segir að Lettland verði "ný Argentína"

Gagnrýnendur halda einnig fram að hér sé IMF fyrst og fremst að hugsa um hag erlendra banka sem taldir eru ráða nánast öllum fjármálamarkaði Lettlands. Í nóvember mældist atvinnuleysi 9% í Lettlandi og verðbólga mældist 11.6% í þessum sama mánuði og hefur því lækkað úr 17,7% frá því í maí.