Post date: Jul 02, 2009 6:2:35 PM
Hagstofa ESB birti í dag tölur yfir atvinnuleysi í ESB og ríkjum þess fyrir maí mánuð 2009. Á síðustu 12 mánuðum hefur atvinnuleysi hækkað um rúmlega 28% eða frá 7,4% til 9,5. Fyrir allt ESB mælist atvinnuleysi núna 8,9% og hefur hækkað um 29% frá 6,9%.
Sjá nánar atvinnuleysistölur fyrir hvert land fyrir sig hina síðustu 12 mánuði
Þessi mynd sýnir 28 ára þróun atvinnuástands í stærsta hagkerfi evrusvæðis, Þýskalandi. Hægt er að skoða samskonar tölur fyrir öll lönd evrusvæðis hér