Trúi því aldrei að þjóðin samþykki afsal auðlinda

Post date: Jan 01, 2009 1:20:28 PM

„Hvers vegna er fiskveiðiauðlindin eina auðlindin sem Evrópusambandið stjórnar sameiginlega?“ spyr Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ, í samtali við vefsíðu sambandsins. Hann segist hafa velt þessu mikið fyrir sér og komist að því að skýringanna sé fyrst og fremst að leita í sögubókum og langvarandi deilum um nýtingu Norðursjávarins. Með því að hafa sameiginlegt forræði mætti forðast að ýfa upp gömul sár.

Hann rifjar upp baráttuna um landhelgina sem lyktaði með því að Ísland færði hana út í 200 mílur árið 1976. „Við háðum harðvítug þorskastríð, einkum við Breta sem voru harðdrægastir. Á þeim 30 árum sem liðin eru frá útfærslunni í 200 mílur var grunnurinn lagður að þeirri velsæld sem Ísland hefur búið við í æ ríkari mæli,“ segir Eiríkur.

lesa áfram hér