Samantekt: vika 17 2010

Post date: May 01, 2010 5:33:25 PM

Hefur seðlabanki ESB og myntbandalagið málað sig út í horn?Evrusvæðið er nú hinn veiki maður heimsins (e. the sick man of the World). Fleiri og fleiri óhagstæð atriði safnast saman. Vandamál myntbandalagsins hófust þegar það var stofnað. Það var stofnað af pólitískum ástæðum, það var fyrsta vandamál þess.

Flutningur og uppfærsla gluggans á næstu vikum

Næstu vikur verða dálítið erfiðar hjá mér vegna búferlaflutninga okkar heim til Íslands. Búast má við að suma daga á næstu vikum gætu skrif mín hérna í gluggann orðið frekar óregluleg tímalega séð - og jafnvel fallið niður einhverja daga.

Dyrnar að evrópska seðlabankanum að lokast

Ríkissjóður Grikklands er því rétt einni verri Fitch-einkunninni frá því að verða lokaður úti frá ECB-seðlabanka landsins. Sá banki er staðsettur í Frankfürt í Þýskalandi og er í umsjá Brussel og Þýskalands.

Byggt á sandi

Danske Bank skrifaði í gær að grunnur og sökkull myntbandalagsins sé nú óbætanlega skaðaður.

Nýr sannleikur að myndast?

Það er engu líkara en að sú vissa sé að myndast á markaði fyrir skoðanir að nú sé óhætt að segja það sem svo margir vissu alltaf, en fengu ekki leyfi til að segja opinberlega og á prenti.

Mr Papadependencyfreelunchopoulos

Nú tala sumir fjölmiðlar aftur gamla tungumálið. Nú er ekki lengur endilega talað um skuldabréfamarkað "evrusvæðis" heldur um skuldabréfamarkað "Suður-Evrópu".

Gengis Kahn finnur ekki gengið í Grikklandi

AGS fann ekkert gengi né mynt í Grikklandi. Því næst skoðuðu þeir ríkisfjármálin. Þar fann AGS lítið annað en tóman skáp. Brussel er með ríkisbókhald Grikklands núna, því landið er svo fullvalda.

Hvernig vörn er myntbandalagið?

Hraðast vaxandi er áhættan í myntbandalagslöndum Evrópusambandsins. Grikkland fer að nálgast 50/50 líkur á því að fara í þrot.

Það sem er ekki undir ljósastaurum

Poul Krugman og Robin Wells hafa skrifað bókadóm um nýlega bók Kenneth S. Rogoff og Carmen M. Reinhart (This Time Is Different: Eight Centuries of Financial Folly).

Áfram heldur markaðurinn leitinni

Nú er það Portúgal. Simon Johnson og Peter Boone voru með ágætis grein um hvað mun sennilega gerast næst, fyrir utan og undir ljósastaurum evrulanda

Verður smíðaður björgunarhringur fyrir Grikkland?

Aukin alvara og harka er að færast í umræður um hugsanlegar björgunaraðgerðir evruríkja til handa Grikklandi

Skoðanakönnun Die Welt

Í þýska blaðinu Die Welt var í gær sagt frá því að reiði sé komin upp vegna þess hraða sem krafist er að sé viðhafður svo hægt verði að skipa út peningum þýskra skattgreiðenda til Grikklands strax.

Virkar björgunarhringur ESB í Grikklandi?

Efasemdir eru komnar upp í Þýskalandi og á fleiri stöðum um gagnsemi þess að bjarga Grikklandi frá þroti.

Mikilvægasta vika í lífi myntbandalagsins er nú framundan

Wolfgang Münchau segir í nýrri grein í Financial Times að þessi vika muni ráða úrslitum um hvort hægt verði að takmarka skuldakreppuna við Grikkland

Óskhyggja og vilji er ekki nóg

Brendan Keenan segir í Irish Times að fantasía, reglugerðir og pólitískur vilji geti ekki borið uppi mynt Evrópusambandsins lengur

Vefslóð: # 487 - 2010 - vika 17 - til 30. apríl 2010

PDF-útgáfa: PDF_utgafa_vika_17_2010.pdf