# 501 - 2010 - vika 3 - til 24. janúar 2010

VIKA 3 2010

  • Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu

  • Eru demókratar eyðsluseggir en repúblikanar sparsamir?

  • Að vera í myntbandalagi er eins og að klæðast spennitreyju

  • Að hætta með evru kallar á úrsögn úr Evrópusambandinu

  • Gætu verið mistök fyrir Eistland að taka upp evru

  • Fimm létt evrustykki á einum og sama deginum

  • Spáir að allt að helmingur danskra banka muni láta lifið

  • Skuldakreppa Írlands, bindi II

  • Er gufuvél ítalska hagkerfisins fallin í svefn?

  • Iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna í sögulegu ljósi

  • Vandamál landbúnaðar í Danmörku

Föstudagur 22. janúar 2010

PDF útgáfa með virkum slóðum á heimildir og myndir í fullri stærð er viðhengd hér fyrir neðan

PDF snið vika 3 2010

Fostudagur_22_januar_2010.pdf

Skoða: smella beint á PDF-skrá til að skoða

Vista: hægri smella og segja "save link as" til að hlaða PDF-skránni niður til þín

Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu

Miklar vangaveltur í dag. Grikkland; nú eru góð ráð dýr, eins og venjulega. En slæm ráð geta líka verið alveg eins kostnaðarsöm. Forsætisráðherra Grikklands segir að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. Fjármálaráðherra Grikklands segir að landið þurfi ekki hjálp. Seðlabankastjóri Grikklands er einnig sendur út með skriflega tilkynningu í FT - sem sennilega að mestu er stíluð á forsætisráðherra Grikklands. Seðlabankastjórinn er einnig á sama tíma fulltrúi Grikklands í stjórn seðlabanka ESB. Óvíst er hvort markaðirnir trúi á orð grísku ríkisstjórnarinnar.

En hvað nú? Fyrir það fyrsta, ef ég væri forsætisráðherra Grikklands, myndi ég hafa sagt nákvæmlega það sama og haldið áfram að segja þetta sama á meðan ég auðvitað gerði eitthvað allt annað. Íbúar Grikklands eru um 11,3 milljónir. Þessir íbúar eru nýlega búnir að kjósa þessa ríkisstjórn Grikklands til valda. Hún var kosin vegna þess að hún lofaði betri opinberri þjónustu og meiri velferð. Ef Grikkland er sent í það erfiaða ferðalag að skera niður stóran hluta opinberra útgjalda, lækka laun stórkostlega og þrengja að almenningi, ungmennum, börnum og gamalmennum, frá öllum hliðum, þá held ég að það ferðalag muni reynast hvaða grísku ríkisstjórn sem er ákaflega erfitt - og jafnvel ómögulegt. Nema menn vilji aftur fá her- og/eða einræðisstjórn til valda í Grikklandi.

Flestir sem hafa vit á efnahagsmálum segja að það sé óðs manns æði að ætla að reyna að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum á krepputímum án þess samtímis að hafa fulla möguleika á að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og þar með láta stóraukinn útflutning um að vinna stóran hluta þess erfiða verks. Það getur Grikkland ekki gert með evru sem gjaldmiðil landsins. Grikkland virðist því sitja fast. En mun Grikkland gera það? Mun það láta setja sig fast?

If a country left the eurozone abruptly, it would need to find temporary ways to separate its share of the euros from the rest. In the early 1990s, the Czech Republic and Slovakia chose to stick distinguishing stamps on their banknotes. We had thousands of people working day and night, putting tiny stamps on nearly 80 million old Czechoslovak banknotes, Mathes said. The Czechs affixed different stamps to their portion of the old notes and the currency was thus divided. Each side eventually printed its own currency, and the stamped notes were withdrawn and destroyed.

Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem haldin var í Grikklandi var haldin árið 1974. Þá ákvað þjóðin að leggja niður konungsembættið. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1973, var ákveðið að leggja konungsveldið niður og stofna lýðveldi. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1968, samþykktu 92% kjósenda nýju stjórnarskrá herstjórnar Grikklands. Síðan 1974 hafa ekki verið haldnar neinar þjóðaratkvæðagreiðslur í Grikklandi. Ekki ein einasta um ESB eða evru. Ekki um svoleiðis smámál. Því auðvitað er bæði ESB-aðild og evra smámál miðað við stofnun gríska lýðveldisins.

Því segi ég aftur og aftur eins og forsætisráðherra Grikklands segir núna, að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. En svo kemur nýr dagur á morgun. Ef menn eru duglegir á milli daga, þ.e. á nótunni, þá er hægt að gera ýmislegt á einni nóttu - og hvað þá yfir eina heilaga helgi. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að spyrja þjóðina um neitt í sambandi við ESB. Svo hér höfum við alveg frjálsar hendur á heimavelli. Það er algerlega það mikilvægasta, að hafa fulla stjórn í eigin húsi. Það mun því koma sér vel að hafa aldrei spurt þjóðina að neinu í sambandi við ESB. Það gerir þetta allt miklu auðveldara.

The value of the currency of the country leaving the eurozone is certain to plunge vis-à-vis the euro, so its citizens would remove stamps en masse, thus converting them to the more valuable original euros. Another physical solution, Mathes says, it to laser-engrave distinguishing marks onto the portion of the euros, which would have been allocated to the country departing the eurozone. This can be done relatively quickly and would make the currencies irreversibly different, said Mathes, adding “but I suspect that the European Central Bank will not look kindly on a state burning holes in its currency.

Líklega þyrftu engin lagaleg atriði að flækjast fyrir úrsögn Grikklands úr ESB á einni nóttu. ESB hefur varla hirt um að búa til nein sérstök lög þar að lútandi. Það er svo margt sem ESB hefur aldrei dottið í hug að myndi koma og því síður hefur ESB hlustað á þá sem vöruðu við einmitt þessari stöðu.

Nei, stærstu vanamálin yrðu peningamálin og fjármálamarkaðirnir. Hvernig getum við lagt niður evruna á einni nóttu eða á einni helgi. Það er aðal málið. Er það yfir höfuð hægt? Ég spyr. Við vitum að eftirleikurinn yrði líklega hryllingur. En hann myndi þó ganga yfir. Grikkland á líka her og er í NATO. Auðvitað yrði erfitt að fela þann undirbúning sem einnar náttar úrsögn krefðist. Sennilega mun erfiðara en að fela 10% fjárlagahalla í 10 ár fyrir Brussel. Bankar, hraðbankar, sjálfsalar, stöðumælar, bílastæði, leigubílar, búðarkassar - og svo að koma nýjum seðlum og mynt í umferð strax. Ekkert smá mál, en þó kannski ekki óviðráðanlegt. Grikkland er ekki öfundsvert. Aðstaða landsins ómöguleg í alla staði.

Ég rakst á ritgerð um þetta efni og datt í huga að áhugavert væri að skoða hana. Þetta er ritgerð um upplausn ríkja- og myntbandalags þeirra tveggja ríkja sem áður mynduðu ríkið Tékkóslóvakíu. Ritgerðin heitir "Stability of Monetary Unions: Lessons from the Break-up of Czechoslovakia". Hún er eftir Jan Fidrmuc, Julius Horvath og Jarko Fidrmuc. Hér er einnig slóð á bloggfræslu Tomas Valasek sem ræðir við meðlim úr stjórn Slovak National Bank, Ján Mathes, um hvernig seðlar voru aðgreindir þegar myntbandalag Tékklands og Slóvakíu var leyst upp þann 3. febrúar 1993; Ritgerðin PDF | Bloggsíðan

Fimmtudagur 21. janúar 2010

Eru demókratar eyðsluseggir en repúblikanar sparsamir?

Hve margir eru á launaskrá ríkisins? Kannast einhver við orðatiltækið "að vera á eyðslubekknum". Er það svo í Bandaríkjunum að demókratar eru eyðsluseggir og repúblikanar sparsamir þegar að rekstri hins opinbera kemur? Er þetta rétt? Hvor stjórnmálafylkingin stuðlar að útþenslu hins opinbera? Rebecca Wilder hefur kynnt sér málið og birti athyglisverðar niðurstöður á bloggsíðu sinni.

Þeir þrír forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið hve duglegastir við að skapa atvinnu í hinum opinbera geira sambandsríkisstjórnar Bandaríkjanna frá árinu 1953 eru; Lyndon B. Johnson, John F. Kennedy og Barack Obama. Allir þrír demókratar.

Þeir 5 forsetar sem hafa verið hve duglegastir við að skera niður opinber störf sambandsríkisstjórnarinnar á sama tímabili eru allir repúblikanar nema einn: Richard M. Nixon, George W. Bush, George H. W. Bush og Gerald R. Ford. Svo kemur stóri skurðarhnífurinn Bill Clinton og slær alla repúblikana út á þessu tímabili; Rebecca Wilder

Að vera í myntbandalagi er eins og að klæðast spennitreyju

Forseti Tékklands, Václav Klaus, sagði í viðtali á Bloomberg að evran virki eins og efnahagsleg spennitreyja. Forsetinn, sem er hagfræðingur, sagði að lítil opin hagkerfi sem eru með evru sem gjaldmiðil, hafi orðið miklu meira og ver fyrir barðinu á kreppunni en þau litlu lönd sem eru með sína eigin sjálfstæðu mynt.

“Small open economies which accepted the euro or are firmly attached to it through various monetary arrangements have been much more affected,” Klaus said at a Euromoney conference in Vienna today. “For me as an economist, it was almost a laboratory experiment of the advantage of an independent currency and not to be in a straitjacket of the euro.”

"Fyrir mig sem hagfræðing er það augljóst og einfalt rannsóknarstofutilfelli í þessari kreppu, að það er betra að vera með sjálfstæða mynt en að vera í spennitreyju myntbandalagsins". Forsætisráðherra Ungverjalands, Gordon Bajnai, er hinsvegar alveg á öndverðum máli; BBN

Að hætta með evru kallar á úrsögn úr Evrópusambandinu

Fari það svo að Grikkland segi sig úr evru þá verður landið einnig að yfirgefa Evrópusambandið. Seðlabanki Evrópusambandsins er nú í gangi með að grafa í hinni lagalegu hlið evruþáttöku Grikklands. Þetta gerist vegna hins uggvænlega ástands sem þar ríkir í fjármálum gríska ríkisins. Aðeins Danmörk og Bretland hafa varanlega undanþágu frá myntbandalaginu. Öll önnur lönd Evrópusambandsins eru skuldbundin til að taka upp evru um leið og þau geta það. Í næst síðustu skýrslu De Økonmiske Råd í Danmörku bentu skýrsluhöfundar einmitt á þessa lagalegu hlið myntbandalagsins. Höfundarnir gátu ekki mælt með evruþátttöku fyrir Danmörku, efnahaglega séð. Þetta væri fyrst og fremst pólitísk spurning. Hinn efnahaglegi ávinningur væri lítill sem enginn. Þetta mun þá vætanlega þýða það að Svíar verða látnir kjósa og kjósa aftur og aftur um evruaðild Svíþjóðar þangað til það kemur já. Nema að þvinga eigi sænsku þjóðina inn í myntbandalagið með handafli; Aftenposten

Gætu verið mistök fyrir Eistland að taka upp evru

Greinandinn Raivo Sormunen skrifar í dálk sínum að það geti verið mistök fyrir Eistland að taka upp evru. "Eistland er að vonast eftir hagsæld með því að ganga í myntbandalagið. En mörg þau minni lönd sem eru nú þegar með evru eru með mun slakari mynt- og peningalega stöðu en Eistland. Hættan getur verið sú að stærri lönd evrusvæðis gefist upp á myntbandalaginu og taki aftur upp sinn eigin gjaldmiðil."; BBN

Miðvikudagur 20. janúar 2010

sérpöntun 1970

Fimm létt evrustykki á einum og sama deginum

1) Wall Street Journal skrifar að Evrópusambandið hafi varðveitt öll langtíma vandamál sín vel og vandlega og ekki leyst nein þeirra. Skortur á lýðræði var vandlega varðveittur með páfalegri krýningu forseta og utanríkisráðherra sambandsins. Enginn mannlegur máttur getur snert þessar persónur, eða hvað þá fjarlægt þær úr embætti. Sjötíu prósent íbúa ESB vinna hjá litlum fyrirtækjum með undir 250 starfsmönnum og þessi fyrirtæki geta ekki fengið aðgang að lánsfé vegna þess að fjármálakerfi Evrópusambandsins sé á leiðinni til iðra jarðar vegna myntbandalags sem Grikkland er að sprengja í loft upp. Heill áratugur með engum hagvexti hafi ekki bætt ástandið á evrusvæði eða í öllu ESB sem svo tróð nýrri stjórnarskrá ofaní alla íbúa Evrópusambandsins án þess að spyrja þegnana um eitt né neitt. Með regluverki úr stáli og ósveigjanleika reynir ESB að vernda sig gegn þáttöku í 21. öld nútímans; WSJ

2) Þýska ZEW væntingavísitala atvinnulífsins féll í desember og er nú neikvæð, þ.e. undir 50. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem þessi vísitala fellur; Børsen

3) Seðlabanki ESB undirbýr lagalega málssókn á hendur Grikklandi fyrir að hundsa reglur myntbandalagsins; Telegraph

4) Við hliðina á hugsanlegu greiðslufalli gríska ríkisins mun greiðslufall Argentínu og Rússlands fyrir nokkrum árum líkjast smáatriði, því skuldir Grikklands eru 200.000 evrur á mann, eða tvöfalt meiri en samanlagðar skuldir Argentínu og Rússlands voru þegar þau lentu í greiðslufalli. Skuldir Grikklands eru 254 miljarðar evrur. Fari Grikkland í greiðsluþrot mun fjármálakreppan haustið 2008 blikna við hliðinni á því sem þá myndi gerast með fjármálakerfi Evrópusambandsins. Portúgal er einnig á sama hættusvæði. Þetta segir Jim Reid hjá Deutsche Bank; Børsen

5) Evran er ruslgjaldmiðill og hún er dauðadæmd. Þetta sagði Chen Zhao yfirmaður kanadíska greiningarfyrirtækisins BCA Research á ráðstefnu Skagenfonden. Chen segir að hefðu Portúgal, Írland, Grikkland og Spánn sína eigin gjaldmiðla núna væri þeir fallnir um allt að 60-80%. Gengisfallið myndi gera löndunum kleift að vinna sig út úr þeim stóru vandamálum sem löndin standa frammi fyrir núna; DN Noregi

6 gíra endir

Spáir að allt að helmingur danskra banka muni láta lifið

Henrik Sjøgreen forstjóri FIH-banka, sem er einn af stærstu bönkum Danmerkur og sem áður var í eigu Kaupþing banka, spáir massífum bankadauða í Danmörku á þessu ári. Bankar í Danmörku er núna um 140 talsins og mun sá fjöldi falla um helming á þessi ári segir Henrik. Álit Henriks byggist á því að kreppan sé langt frá því að vera búin og að töp bankana munu verða geigvænleg í takt við að hjálparpakkar ríkisins renna skeið sitt á enda. Þá munu bankarnir upplifa að viðskiptalíkön þeirra halda ekki velli lengur. Flest mun verða tapsgefandi.

Í nóvember síðastliðnum benti greinandinn Thorleif Jackson hjá Dansk Aktionærforening, Nordnet og Capinordic Capital á að afskriftir lána (tap á útlánum) hjá t.d. Danske Bank geti orðið um 200 miljarðar danskar krónur (4800 miljarðar ISK). Þeir allra svartsýnustu bankar í Danmörku eru ennþá allt of bjartsýnir, sagði Thorleif Jackson þá. Hann sagði að engar líkur væru á að við hefðum séð toppinn á afskriftum vegna taps á útlánum bankanna ennþá. "Ef við horfum til síðustu kreppu þá náðu afskriftir og töp fyrst hámarki á fimmta ári kreppunnar hjá Danske Bank og á sjötta ári hjá Jyske Bank. Þar á eftir héldu afskriftir bankana áfram í mörg ár í viðbót."

Mín skoðun; er sú að flestir markaðir ríði ennþá á virkni mgnýltaflna ríkisins. Þegar sá lyfseðill rennur út munum við sjá að allur sá bati sem menn hafa verið að tala um er ekki raunverulegur. Ekki knúinn af hinum undirliggjandi krafti hagkerfanna. En hætta verður ríkið í læknisleiknum, því peningar þess eru á þrotum. Núna þarf ríkið af fara í það að stemma af bækur sínar af og koma böndum á ríkisfjármálin, því annars kemur 3%-hamarinn frá Brussel og bankar á dyrnar ásamt lánshæfnismatsfyrirtækjunum. Afvötnun bankakerfisins mun reynast erfið og Danmörk er ekki eina landið sem þarf að fara í gengum þá afvötnun. Mikið vildi ég hafa rangt fyrir mér. Børsen

Þriðjudagur 19. janúar 2010

Skuldakreppa Írlands, bindi II

Írland stendur frammi fyrir skuldknúinni kreppu segir írski hagfræðingurinn David McWilliams á vefsíðu sinni. Samkvæmt grein David fjallaði fyrsta bindi kreppunnar um sjálft hrunið og viðbrögð írsku ríkisstjórnarinnar. En þau voru þannig að öllu skyldi fórnað til að stoppa smitandi áhrif, þ.e. bjarga bankakerfinu, sama hvað það kostaði. Hvort írska ríkisstjórnin var að vernda bankakerfi Írlands eða fjármálakerfi myntbandalagsins gegn allherjar hruni, segir David ekkert um, en mig grunar þó að um hið síðarnefnda hafi verið að ræða. Ekki er sérlega vinsælt að leika ísbrjót á hinu efnahagslega íshafi evrusvæðis. Fyrir það fær maður enga rós í hnappagatið frá Brussel.

Annað bindi kreppunnar mun fjalla um skuldaskeiðið segir David. Það er skeiðið þar sem allir sem skulda eitthvað af ráði, munu fara á hausinn, sama hversu snjallir þeir voru á uppgangstímum. Það eru tvær leiðir til að fara á hausinn segir David. Leið eitt er að klessukeyra og fara í harðþrot án tafar. Leið tvö er langtímaþrot, hið langa og seiga hægþrot. Það er sú leið sem ríkisstjórn Írlands hefur valið. Langt og hægfara gjaldþrot. Þetta langa gjaldþrot gengur út á að skuldbinda kynslóðir framtíðarinnar til að borga syndir fyrri kynslóða. Þessi leið er valin til að bjarga starfsferli stjórnmálamanna.

Hraðþrot felur hins vegar í sér að skuldir eru afskrifaðar og gjaldþrota bankar eru gefnir lánadrottnum. Gengi myntarinnar er fellt svo við getum unnið okkur út úr áföllunum með auknum útflutningi, minni innflutningi, smá verðbólgu og hagvexti. Lægra gengi myntar okkar myndi endurspegla hið sanna ástand efnahags Írlands í stað sýndarmennsku. En þetta geta Írar auðvitað ekki gert því þeir eiga enga mynt og ráða ekki yfir neinni mynt. Þeir eru því miður bara með mynt Þýskalands og Frakklands og geta ekki skilað henni. David finnst seðlabanki Evrópusambandsins (ECB) taka einhliða á vandamálum myntbandalagsins. Til dæmis er Þýskaland ekki skammað fyrir óábirga hegðun sem aðal- nurlari- og nískupúki Evrusvæðis. ECB ætti að skamma Þýskaland fyrir að valda ójafnvægi innan evrusvæðis með því að kaupa of lítið af hinum evrulöndunum. Þýskaland kemur þeim þannig í vandræði með efnahagsstefnu sem gerir hin löndin að eins konar einka útflutningsmarkaði Þýskalands. David segir að ríkisstjórn Írlands hafi lofað jólagjöfum sem aldrei komu. Ríkisstjórnin hugsar fyrst og fremst um eigin starfsframa, en ekki um þjóðarhag: David McWilliams | tengt: Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands

Er gufuvél ítalska hagkerfisins fallin í svefn?

Er ítalska hagerfið fallið í þyrnirósarsvefn öldrunar og þar af leiðandi lélegrar neyslu, visnandi eftirspurnar og lítilla fjárfestinga? Edward Hugh kom með nýja ástandsskýrslu yfir ítalska hagkerfið í gær.

“If we look at public-sector debt and interest payments, Greece isn’t doing particularly worse than Italy,” Peter Westaway,Chief Economist Europe at Nomura International

Hratt fallandi árlegur hagvöxtur Ítalíu frá 1980 til 1999 = 20 ár. Afar lélegur flatur árlegur hagvöxtur frá 2000 til 2009 = 10 ár. Mjög lélegar hagvaxtarhorfur þetta árið og hið næsta. Samtals 32 ár í falli og svo stöðnun. Gufuskipið hægir á sér.

Mun ítalska gufuskipið sigla í strand? Opinbert atvinnuleysi á Ítalíu var 8,3% í nóvember. Bloomberg segir að atvinnuleysi á Ítalíu sé í raun 10,7% því ríkið greiðir 80% launa þeirra sem eru í "cassa integrazione, CIG" í allt að tvö ár (í kassa á anddyri atvinnumarkaðar). Börn eru Ítalir fyrir löngu hættir að eignast og meðalaldur hækkar hratt. Opinberar skuldir eru 120% af landsframleiðslu, fjárlagahalli er mikill. Mynt Ítalíu er evra og vert er að minnast á að það var einmitt í aðlögunarferli Ítalíu að myntbandalaginu að hagvöxtur fór að vera stöðugt hnignandi og svo flatur eftir upptöku evru.Nouriel Roubini í júní 2007:

EMU divergence or convergence?: In summary we found that; There is only little evidence of per capita GDP convergence (in PPP terms), with Ireland being the only true example of standard of living catching up. Portugal, Greece and Spain do not show evidence of per capita income catching up. Italy shows a decline in the standard of living . . .

The real exchange channel provides a mixed picture: there is some evidence of mean reversion, especially in Germany; but there is also evidence of persistent loss of competitiveness in countries such as Italy, Spain and Portugal . . .

The process of real convergence among EMU countries has been a mixed bag. Per capita income convergence has stalled as only Ireland shows evidence of “catch-up” of per capita income. Per capita income has stalled in Italy and fallen in Portugal while the catch up of living standards in Spain and Greece has slowed down. Growth differential dispersion has not increased on average for the Eurozone but the divergence among the four largest economies (Germany, France, Italy, Spain) that represent 80% of the GDP of the Eurozone has increased. | Eurointelligence

Það er varla hægt að segja annað en að þýsk/franska miðflóttaaflvél evusvæðis virki vel. Er þá hægt að tala um hjónaband eins og Jean Claude Trichet bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins hefur svo marg oft talað um? Varla, því þegar þeir sem eru í þessu fjölkvæni flytja burt úr hinu sameiginlega svefnherbergi, þá er hjónabandið að minnsta kosti ekki afburða gott. En lagalega séð er hjónabandið hins vegar fullkomið. Þar er alveg á hreinu hver skuldar hverjum hvað. Eða hvað, er það á hreinu? | AFOE

Mánudagur 18. janúar 2010

Iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna í sögulegu ljósi

Margir hafa á undanförnum árum talað um að í hagkerfi Bandaríkjanna fari svo að segja engin iðnaðarframleiðsla fram lengur. Að Bandaríska hagkerfið framleiði ekki neitt að ráði og sé bara "neyslusamfélag". En er þetta rétt? Nei þetta er ekki rétt, því árið 1947 var iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna um 14% af heildar landsframleiðslu Bandaríkjanna. Takið eftir að þetta er aðeins tveimur árum eftir stríðslok og þá var iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna sögulega mikil. En hvernig er staðan í dag? Jú, iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna er svo að segja nákvæmlega sama hlutfall af landsframleiðslunni ennþá, þ.e. um 14-15% af VLF. En það sem hefur hins vegar breytst mikið er að það vinna miklu færri hendur við þetta sama hlutfall landsframleiðslunnar. Og þó hefur hagkerfi Bandaríkjanna stækkað og vaxið flest þau 63 ár sem eru liðin frá árinu 1947.

Þetta bendir Michael Pettis á í grein á bloggsíðu sinni. Þetta er tæknivæðing sem um munar. Engum dettur í hug að leggja þurfi iðnaðarframleiðslu Bandaríkjanna í rúst vegna þess að það vinni ekki lengur jafn margir við hana og áður. Svona eins og sumum á Íslandi hefur dottið í hug að leggja íslenskan sjávarútveg og landbúnað í rúst vegna þess að þar starfi ekki lengur jafn margir við þessar tvær atvinnugreinar eins og gerðu árið 1947. Þetta yrði t.d. gert með því að ganga í ESB og gefa frá sér hið lífsnauðsynlega hagvaxtarvopn og samkeppnisvernd sjávarútvegsins, þ.e. mynt- gengis- og peningamál lýðveldisins, ásamt ákvörðunarrétti þjóðarinnar yfir sjávarauðlindum Íslands. Þessi vopn sem Grikklandi og Írlandi skortir svo átakanlega núna.

Á Íslandi hefur það verið og er ennþá sjávarútvegur og landbúnaður sem gerir Íslendingum keift að byggja enn stærra hagkerfi og búa til nýjar atvinnugreinar. Þetta er hinn trausti undirstöðusökull íslenska hagkerfisins og gerir Íslendingum keift að byggja margar fleiri hæðir ofan á þessar undirstöður grunnuatvinnuveganna. Sjávarútvegurinn er svo hátæknivæddur og arðsamur fyrir bæði útgerð og landið allt, að allir þurfa ekki að vinna við að elta sama fiskinn í sjónum. Lanbúnaðurinn sér svo um að spara þessar dýrmætu útflutningstekur Íslands. Því er hægt að flytja inn efni í fleiri hæðir byggingarinnar og byggja hærra. Báðar atvinnugreinar spinna svo einnig af sér ný afkvæmi í formi nýsköpunar sem verður til vegna sérhæfingar og tæknivæðingu í þessum geirum.

Grein Michael Pettis fjallar um kínverska fjármálamarkaðinn, fjármálakreppur og mannfjöldaspár fyrir Kína. Pettis segir að það sé apalegt að Vesturlönd séu að reyna að hanna og byggja fjármálakerfi þar sem fjármálakreppur muni "aldrei koma fyrir aftur." Auðvitað munu þær koma fyrir aftur. Það er bara spurning um tíma. Pettis segir ennfremur að það sé ekki spurning um hvort eða hvenær kínverska fjármálakerfið muni brasa saman eins og spilaborg, sökum kerfislægra mistaka stjórnvalda við ráðstöfun þess fjármagns sem kerfislega gallað stjórnkerfi og kerfislega gölluð ríkisstjórn Kína hefur stundað árum saman. Það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að milda fjármálakreppur sé hinsvegar það að á ekki-krepputímum fari ráðstöfun fjármagns (capital allocation) fram á skynsamari hátt. Þá verða kreppurnar ekki svona slæmar á meðan á þeim stendur. Bólur myndast þá síður. Hér er hægt að bæta við að vaxandi gagnrýni er núna að koma fram á peningastjórnun seðlabanka Evrópusambandsins á undanförnum árum. Þar flaut allt í ódýru lausafé til bankakerfa vissra landa þegar það átti einmitt ekki að gera það; CFM (neðri mynd; Hagstofa Íslands)

Vandamál landbúnaðar í Danmörku

Danska ríkissjónvarpið tók fyrir vandamál dönsku bændastéttarinnar í fréttaauka í gærkvöldi. Vandamál dansks landbúnaðar hafa víða verið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Vandamálin eru orðin það geigvænleg að hægt er að tala um tifani tímasprengju undir fjöldanum öllum af minni- og millistórum bönkum í Danmörku. Heildarskuldir 13.000 bænda eru um 255 miljarðar danskra króna, eða um 25 milljónir DKK á hvern bónda. Talið er að um 1/4 þeirra verði hættir búskap innan bara fárra ára — sökum óviðráðanlegra skulda og tapreksturs — og aðeins fáir nýjir muni koma í þeirra stað. Því mun þurfa að afskrifa miklar skuldir í bankakerfinu því taprekstur bænda er svo mikill sökum hins lága afurðaverðs, mikilla skulda og hrikalegs verðþrýstings frá landbúnaði í öðrum löndum Evrópusambandsins. Erlend samkeppni frá mun ódýrari ESB-löndum pressar danska bændur og keyrir þá í gjaldþrot. Danmörk er núna orðið dýrasta land í Evrópusambandinu. Um 62% af tekjum danskra bænda koma frá styrkjum og hefur þetta hlutfall aldrei verið eins hátt. Á sama tíma hefur smjörfjall ESB hækkað í 2,4 milljón tonn; DR | Berlingske | Børsen | Vika 2 2010 | DST

SKJALASAFN STUTTRA OG OFT DAGLEGRA FRÉTTA

http://www.tilveraniesb.net/stuttar-vikufrettir