Í nærveru samfélagsins

Post date: Jul 27, 2009 7:2:39 PM

Formaður bankastjórnar seðlabanka Bandríkjanna, Ben Bernanke, situr fyrir svörum og svarar spurningum almennings

"Fólk heldur oft að kreppan mikla 1930 hafi komið vegna hruns á hlutabréfamörkuðum. En svo er ekki. Þetta var bara venjuleg kreppa sem kom þarna. En svo fór risastór banki í Mið-Evrópu á hausinn og sá atburður kom af stað kreppunni miklu."

Ben Bernanke er einn helsti sérfræðingur heimsins í málefum kreppunnar miklu, 1930

Seðlabankinn og þjóðfélagið (frá Þjóðmálum veturinn 2008/9)

. . . "Það þarf undirskriftir allt að 27 ríkisstjórna til að breyta einhverju um „gegnsæi ákvarðanatökuferlis“ seðlabanka evrunnar. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vera einmitt lokaður og ógagnsær. Ekki er líklegt að neinn fjármálaráðherra ríkjanna 27 nenni að láta vekja sig um miðja nótt til að ræða áhyggjur fjármálaráðherra eins lands sem lendir í útistöðum við eða er ósáttur við ákvarðanir seðlabanka evrunnar. Langur og strangur er vegur breytinga í svona samsteypum. Þetta ætti varla vel við smáþjóðir á borð við Íslendinga. Á undanförnum árum hafa Íslendingar undirstrikað og margsannað að stuttur og skjótur ákvarðanatökuferill er lykillinn að góðu gengi í efnahagsmálum, því best er að taka á vandamálum strax og bregðast við áskorunum hratt"