ESB gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga

Post date: Apr 11, 2009 4:17:14 PM

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segist vonast til, að hægt verði að finna lausn á hvalveiðum Íslendinga en þær veiðar grafi undan því markmiði, að viðhalda og vernda hvalastofna. Harmar framkvæmdastjórnin að Ísland hafi gefið út kvóta vegna veiða á langreyði og hrefnu í ár.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Stavros Dimas, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn ESB, við fyrirspurn þingmannsins Roberts Kilroy á Evrópuþinginu, og einnig í bréfi, sem Dimas hefur sent Alþjóðadýraverndarsjóðnum, IFAW.

Morgunblaðið: ESB gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga

Tengt efni

Í mynd og tölum: Mikilvægi sjávarútvegs