Samantekt: vika 15 2010

Post date: Apr 18, 2010 6:26:10 PM

Næst, Portúgal?

Næst á ratsjánni verður Portúgal. Flestum hafa yfirsést mikil og aðkallandi vandamál Portúgals vegna þess að þeir hafa verið of uppteknir við Grikkland

Morgan Stanley: endalok evru?

Joachim Fels stefnustjóri heimsviðskipta með gjaldeyrir hjá stórbankanum Morgan Stanley segir í nýjustu útgáfu "The Global Monetary Analyst" að endalok evru í núverandi mynd séu ekki ólíkleg

Hugleiðing: Höfum við áður staðið með svona taflstöðu?

Hefur Evrópa áður staðið í þeim sporum að eiga á hættu að skipta alls engu máli. Hvað sjáum við í heiminum í dag? Hvað er að gerast? Hvert mun "gáfað fjármagn" leita núna og í framtíðinni?

Einsdæmi: farið var á bak við Þýskaland í málefnum myntbandalagsins

Þau óhugnanlegu tíðindi hafa borist til eyrna þýskra fjölmiðla að Frakkland, Ítalía og embættismenn seðlabanka Evrópusambandsins hafi farið á bak við kanslara Þýskalands og þar á eftir þvingað hana til að samþykkja stærsta ríkislánapakka mannkynsögunnar

Viðbrögðin í Þýskalandi eru hörð og sár

Hagfræðiprófessor Wilhelm Hankel: segir að hann muni stefna ríkisstjórninni ef Grikkland fær lánið. Í opnu bréfi til Angelu Merkel sagði Hankel að kanslarinn ætti að vinna að því að evrulöndin gætu fengið sínar gömlu myntir aftur

Svíar meira og meira andsnúnir evruupptöku

Skoðanakönnun meðal Svía um hvort þeir vilji fórna sænsku krónunni og taka upp evru. Niðurstaðan er sú að 55 prósent sögðu nei og aðeins 37 prósent aðspurðra sögðu já

Hin hlaðna skammbyssa Grikklands loksins komin á borðið?

Byssuhleðsla Grikklands er sem sagt þetta loforð frá öðrum evruríkjum um að þau ætli að lána ríkissjóði Grikklands 30 miljarða evrur, ef svo skyldi fara að Grikkland gæti ekki lengur fengið peninga að láni hjá nýjum "vondum fjárfestum" á frjálsum markaði til að borga vexti af gömlum lánum ríkisins

Gott ráð til fjárfesta í ríkisskuldum evrusvæðis

Ef við ættum að halda áfram að kaupa skuldir af ríkissjóði Þýskalands þá verða þeir að bjóða okkur betri ávöxtun en þetta, því nú getum við fengið "þýskar ríkisskuldir" hjá gríska ríkinu á 6-7% ávöxtun. Er þetta ekki frábært?

Dósinni sparkað áfram eitt ár niður eftir götunni

Simon Johnson fyrrverandi yfirhagfræðingur AGS segir að þetta lánsfjárloforð evruríkja til Grikklands muni einungis hafa þau áhrif að nú geta "skynsamir peningar" (e. smart money) forðað sér frá Grikklandi án þess að tapa of miklu

Lánapakkinn engin lausn fyrir evrusæðið

Grikkland sé eins og Bear Stearns bankinn sem var ekki sendur í gjaldþorþrot. En svo komi hugsanlega Portúgal og Spánn

Loftið fór úr kanslara Þýskalands

Stóri taparinn í þessu máli er Angela Merkel. Ef Grikkland þarf að nota þennan lánapakka þá mun ríkisstjórn Þýskalands verða stefnt fyrir stjórnarskrárdómstól landsins

Erfið pilla fyrir hin vandræðaríki evrusvæðis

Það verður erfitt fyrir írska skattgreiðendur að kyngja þessu eftir að allt bankakerfi þess lands er svo að segja hrunið ofan á þjóðina.

Fregnir af sáttmálabrotum ESB í nafni "efnahagslegs stöðugleika"

Lex dálkur Financial Times skrifar að hinn efnahagslegi raunveruleiki hafi hitt aðila myntbandalags Evrópusambandsins með braki og brestum

Án hjálpar Þýskalands mun myntbandalagið leysast upp

George Soros: 50/50 líkur á að myntbandalag Evrópusambandsins leysist upp komi Þýskaland Grikklandi ekki til hjálpar

Lánshæfnismat ríkissjóðs og bankakerfis Grikklands lækkað

Fitch lækkaði lánshæfnismat ríkissjóðs Grikklands enn frekar á föstudaginn

Vefslóð: # 489 - 2010 - vika 15 - til 17. apríl 2010

PDF-útgáfa; PDF_utgafa_vika_15_2010.pdf

Grikkland leitaði til AGS í gærÍ gær leitaði Grikkland til Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins (AGS). Sérsveit sjóðsins mun lenda í Aþenu á mánudag til að hefja viðræður um aðstoð