Hverjir búa til atvinnu í ESB?
Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins
Mælingar á frammistöðu Evrópusambandsins miðað við sett markmið sambandsins í Lissabon árið 2000. Samtök iðnaðar og verslunar í Evrópu, Euro Chambres, ákváðu strax að fylgja eftir framvindu árangurs þessara markmiða og að kynna svo reglulega þann árangur sem Evrópusambandið næði.
Markmiðin mæla svo fyrir að hagkerfi Evrópusambandsins eigi að vera orðið ríkasta og samkeppnishæfasta í heimi árið 2010, þ.e. standa jafnfætis hagkerfi Bandaríkjanna. Nú er árið 2010 runnið upp. Hvernig hefur Evrópusambandinu gegnið?
Euro Chambers er félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu og hafa samtökin starfað á vettvangi viðskipta, iðnaðar og efnahagsmála Evrópu síðan 1958.
Er einhver ástæða til að trúa því að Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsins munu nokkurn tíma nást?
12. janúar 2010
Hinn þekkti sérfræðingur í málefnum ESB og myntbandalagsins, hagfræðingurinn Charles Wyplosz, segir að árangur Lissbon 2000 markmiða Evrópusambandsins sé fíaskó. Hann ráðleggur ESB að hætta við gerð þeirrar nýju og einskisnýtu 10 ára áætlunar sem nú er að veltast höfðum embættismanna Evrópusambandsins í Brussel: VOX
Charles Wyplosz :European Monetary Union; the dark sides of a major success.pdf
Það eina sem hefur lagast í tölunum miðað við BNA, er atvinnuástand í ESB. En það er mikið vegna þess að kreppan hófst fyrr í Bandaríkjunum og atvinnuleysi og atvinnuþáttaka í ESB lagaðist í stuttan tíma, þ.e. árið 2007 og fyrri hluta ársins 2008, á meðan það versnaði í BNA. Núna er atvinnuástand í ESB hins vegar orðið það versta síðan 1999. Í 2009-skýrslunni biður Eurochambers lesendur að taka tillit til þessa við lestur 2009-skýrslunnar.
Nei, það eru engar líkur á því að Evrópusambandið muni nokkurntíma ná hagsæld og ríkidæmi Bandaríkjamanna. Það mun líklega aldrei gerast. Hvers vegna ekki? Lestu mig
99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti yfir innri landamæri ESB
Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi